Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 46
NýJUNGAR
TÆKNI
Furuno FR-2800. Þessi
gerð hefur ekki ARPA
útfærslu enda vantar á
takkaborðið eins
og sjá má.
46 VÍKINGUR
sem raöað er í kringum hann.
ARPA gerðin hefur eftirfar-
andi möguleika: Sjálfvirka rat-
sjárútsetningu fyrir allt að 20
endurvörp og til viðbótar hand-
virka ratsjárútsetningu fyrir 20
endurvörp. Það er líka mögu-
leiki á handvirkri ratsjárútsetn-
ingu fyrir 40 endurvörp. Hreyf-
ingar endurvarpa sem eru í
vinnslu eru sýndar með raun-
vektorum eða sýndar-
vektorum. Setja má út aðskild-
ar og afmarkaðar siglingaleiðir,
sjómerki og önnur tákn til að
auka siglingaöryggi. Á skjáinn
má fá fram samtímis fjarlægð,
miðun, stefnu, hraða, CPA
(punktur þar sem styst er milli
endurvarps og eigin skips),
TCPA (eftir hve langan tíma
skipið er í CPA), BCR (fjarlægð
í endurvarpið þegar það er
beint framundan) þriggja end-
urvarpa auk hraða og stefnu
eigin skips. Hljóðaðvörun og
sjónaðvörun vegna hættu á
árekstri við endurvarp sem
nálgast miðað við valið CPA/
TCPA, þegar radarinn hefur
misst af endurvarpi, endurvarp
kemur inn varúðarsvæði (gu-
ard zone) og sjónaðvörun
vegna bilana á radarnum. í rad-
arnum er ennfremur með-
höndlun á endurvarpi til að veik
Kringlunnl.
Útbúum lyfjakistur
fyrir skip og báta.
Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín
fyrir vinnustaði, bifreiðar og
heimili.
Almennur sími 689970.
Beinar línur fyrir
lækna 689935.
endurvörp sjáist betur.
Loftnetsstærð er frá 6,5 fet og
upp í 12 fet. Stærsta gerðin er
fyrir 10 sm radar, en hinar allar
fyrir 3 sm radar. Miðpunkt rad-
armyndar er hægt að færa til
um 50% af skalanum sem í
notkun er. Minnsta fjarlægð
sem radarinn getur mælt eru
25 metrar. Radarinn hefur 2
rafeinda miðunarlínur og tvo
færanlega hringi. Umboð fyrir
Furuno hér á landi hefur Skipa-
radíó, Fiskislóð 94, Reykjavík.