Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 30
SIGLINGASKÓLINN 30 VÍKINGUR Siglingaskólinn var stofnaður í nóvember 1984. Bókleg kennsla fer fram í húsnæði skól- ans að Lágmúla 7, en verkleg kennsla á skólaskútunni Borg. Fyrstu tvö árin var kennslan eingöngu bók- leg, en sumarið 1987 hófst einnig verkleg kennsla í siglingum fyrir fullorðna á 23 feta skútu sem skólinn hafði keypt nýja þá um vetur- inn. Frá byrjun hefur Siglinga- skólinn útskrifaö hundruö nemenda og aðsókn eykst stööugt. Starfsréttindi og nauðsynleg þekking. Próf frá skólanum veita at- vinnuréttindi til aö stjórna skip- um allt að 30 rúmlestum að stærð aö uppfylltum skilyrðum um siglingatíma og fullnægj- andi sjón. Þeir sem sigla sér til skemmtunar þurfa líka aö hafa þetta próf samkvæmt íslensk- um lögum. Hafsiglingaprófiö er nauösyn þeim sem ætla aö leigja sér skútu eöa skemmti- bát í sólarlöndum eöa annars- staöar, ætli þeir að stjórna bátnum sjálfir. Verkleg námskeiö hefjast í maí og standa óslitið fram í september. Velja má um fimm daga námskeið þar sem farið er út klukkan 8 að morgni og komið inn klukkan 4 eftir há- degi mánudaga til föstudags. Eða fimm kvöld kl. 6-10 og laugardag og sunnudag. Siglt er um sundin við Reykjavík, Kollafjörö og fariö til nágranna- bæja; Akraness, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Til stendur að bjóöa upp á fimm daga nám- skeiö þar sem dvalið er um borö í skútunni allan tímann. Þá er siglt til ýmissa staöa kringum landiö og fer þá ágætlega sam- an sumarfrí og siglinganám- skeið. Verkleg námskeiö eru í þrem áföngum. Fyrsta námskeiðið snýst að mestu um seglin og um leið eru öll öryggisatriðin tekin fyrir svo sem nauðsyn þess að vera ávallt í björgunar- vesti og nota öryggislínu sem oftast. Rifa seglin í tæka tíð og vita hvernig á að leggjast fyrir akkeri. Ekki skiptir minna máli að nemendur venjist hallanum sem skútan fær þegar vindur- inn blæs í seglin. Á öðru nám- skeiðinu er stefnt að því að nemendur geti stjórnað segl- skútu á svæðum þar sem þeir eru kunnugir. Þeir eru æfðir í að finna stefnuna sem stýra skal til að komast frá einum stað til annars og finna stað bátsins á hverjum tíma. Stjórna bátnum úr og í höfn. Þriðja og síðasta námskeiðið miðar að því að nemendur geti siglt skútu á svæðum þar sem þeir eru ókunnugir. í tengslum við verklega nám- ið þarf að vera bóklegt nám. í raun og veru er sama á hvoru er byrjað, en ef byrjað er á verk- legu er æskilegt að næst komi bóklegt og síðan verklegt o.s.frv. Bóklegu greinarnar eru siglingafræði, siglingareglur, veðurfræði o.fl. Námskeið í þessum greinum eru haldin frá september til apríl og fara fram í húsnæði skólans að Lágmúla 7 Reykjavík. Þau eru eins og verklegu námskeiðin í þrennu lagi. Fyrsta námskeiðið er til réttinda á I30 rúmlesta bát eða minni hér við land. Annað er til hafsiglinga (Yachtmaster Off- shore) á skútum. Þetta eru al- þjóðleg réttindi og þar er aukið við siglingafræðina og bætt við námsefni sem nefnist sjó- mennska. Hún fjallar um alla þá þætti er snúa að öryggi skipsins. Svo sem undirbúningi ferðar og hvernig skal brugðist við ýmsum aðstæðum á hafi úti. Á þessu námskeiði er einn- ig kennd veðurfræði. Á þriðja og síðasta námskeiðinu (Yachtmaster Ocean) er aðal- námsgreinin stjörnufræði. Kennt er að nota sólina, tunglið og stjörnurnar til að finna stað skútunnar. Holl og skemmtileg tómstundaiðja og íþrótt. Það er enginn vafi á því að fyrir allt innisetu fólk, sem stundar átakalítil störf, eru sigl- ingar mikil heilsubót. Kyrrðin, ferskt sjávarloftið og þægileg þreyta að ferð lokinni gerir skútusiglingar næstum þvf að ástríðu. Á seglbáti þarf að hífa upp seglin og strekkja skautin, þetta reynir svolítið á vöðvana þótt ekki séu það neinar afl- raunir. Þegar þekking í sigl- ingafræði og siglingareglum er Ifka fyrir hendi fyllast menn ör- yggiskennd sem eykur ánægj- una af siglingunni margfalt. Siglingar getur þú iðkað bæði hér heima og erlendis. Þú getur ferðast á sjónum og skoðað landiö frá nýju og skemmtilegu sjónarhorni. Þú getur farið styttri eða lengri ferðir meðfram ströndinni og t.d. tekið þátt í siglingakeppn- um sem bæði er spennandi og lærdómsríkt. Alþjóðlegt samstarf. Siglingaskólinn varð aðili að Alþjóðasambandi siglinga- skóla (ISSA) árið 1986. Mark- mið ISSA er að tryggja að ávallt séu góðir siglingaskólar með hæfa kennara fyrir hendi. Til að ná því markmiði leggur ISSA áherslu á þróun kennslutækni og alþjóðlega samhæfingu fræðslu og þjálfunar í sigling- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.