Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 42
IMO-ÞINGIÐILONDON Sigurjón M. Egilsson blaðamaður Verður Slysavarnaskóli sjómanna fyrirmynd að menntun undirmanna? 42 VÍKINGUR MANNLEGI ÞÁTTURINN í SJÓSLYSUM OG ÓHÖPPUM „Sannleikurinn er sá að or- sakir 80 til 90 prósenta allra slysa og mengunaróhappa má rekja til mannlegra yfirsjóna. Þess vegna beinir Alþjóðlega siglingamálastofnunin, IMO, sjónum sínum að mannlega þættinum í ríkari mæli en áður. Það er að segja menntun og þjálfun áhafna. Þreyta hefur verið nefnd í þessu sambandi, heilsufar og fleira," sagði Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri, en hann sat fundi í London í janúar á vegum Alþjóðlegu siglingamálastofn- unarinnar, ásamt fjórum öðrum íslendingum. „Meðal annars er rætt um að opinberir aðilar hafi meiri af- skipti af vinnufyrirkomulagi um borð í skipum. Á síðasta þingi IMO, í nóvember 1989, var samþykkt ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld og sigl- ingamálayfirvöld i einstökum ríkjum að hvetja útgerðir skipa til að setja upp áætlanir sem tryggja að öllum þeim reglum sem hafa verið settar, til að koma í veg fyrir mengunar- óhöpp og slys, verði framfylgt." Fiskiskip hafi forgang „Á þingi í nóvember 1989 var samþykkt, að tillögu íslands og hinna Norðurlandanna, að málefni fiskiskipa verði for- gangsverkefni hjá Alþjóða sigl- ingamálastofnuninni á næstu árum. Öryggismálum fiskiskipa hefur sáralítill sómi verið sýnd- ur hingað til. í þessari ályktun fólst að farið yrði út í ýmsar að- gerðir. I fyrsta lagi hvað varðar smíði og búnað skipa. í annan stað var lögð áhersla á drög um menntun og þjálfun fiskimanna og í þriðja lagi að taka upp skráningu á slysum sem verða um borð í fiskiskipum. Síðast- liðið vor lögðum við fram tillögu að slíku formi, og þegar eru farnar að safnast inn upplýs- ingar. Um áramótin höfðu fjórt- án ríki sent inn upplýsingar um slys sem urðu á árunum 1985 til 1989. Þessari slysaskráningu er ætlað að vera grundvöllur breytinga í framtíðinni, sama hvort um er að ræða gerð skipa, búnað þeirra eða mennt- un og þjálfun áhafna." Menntun undirmanna Á fundinum í London fjallaði undirnefnd um menntun og þjálfun áhafna. Þar náðist fram tillaga um grundvöll að mennt- unarkröfum fiskimanna. Tillag- an, sem var lögð fram af Islend- ingum, var að hluta til byggð á þeim kröfum sem gerðar eru hér á landi. íslendingunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.