Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 37
Seagirt — nýja hafnarsvæðið —var 10 ár í byggingu og kostaði 220 miljónir bandaríkjadala. Sjálft er svæðið 265 ekrur lands og við fyrstu sýn verður Ijóst að hver þumlungur er nýttur til hins ýtrasta. Skipulagning svæðisins hófst 1980 og dagskipun til þeirra sem sáu um útfærslu þessa nýjasta hluta hafnarinnar í Baltimore var að af- greiðsla skipa gengi þar fljótar og betur en á öðrum sambærilegum stöðum og að kostnaður við afgreiðslu skips og farms yrði þess vegna minni en hjá keppinautunum. Gámaflutningabílar og járnbrautarlestir gegna að sjálfsögðu lykilhlut- verki í starfrækslu Seagirt, næst sjálfum flutn- ingaskipunum. Þess vegna er afgreiðsla gáma á °g af þessum flutningatækjum fljótleg og allt skipulag sem best má verða. Hlið að svæðinu eru tölvuvædd og bílstjórar stóru flutningavagnanna hafa samband við stjórnendur afgreiðslu um sér- staka síma. Þeir fá þá leiðbeiningar um hvert skuli aka og þurfa ekki að fara úr bílnum fyrr en losun eða lestun hefst. Þá er nýjungum beitt við lestun og losun gáma sem fluttir eru til eða frá gámavellinum með járnbraut- um. A Seagirt-hafnarsvæðinu eru sjö risakranar notaðir við upp- og útskipun gámanna. Þeir eru framleiddir af Sumitomo Heavy Industries í Jap- an, en rafbúnaður og tölvuforrit eru bandarísk. Þessi afkastamiklu tæki vinna með ótrúlegum hraða og öryggi. Þrír krananna eru tveggja þrepa (dual-hoist) en fjórir einfaldir (single-hoist) og Qeta þeir fyrrnefndu híft allt að 55 gáma á klukku- stund þegar mannskapurinn hefir hlotið nægjan- loga æfingu í meðferð tækjanna. Það ætlaði á hinn bóginn ekki að ganga þrautalaust að kenna mönnum á þessi háþróuðu tæki. Eftir að fyrstu kranarnir voru komnir á svæðið s l. vor hófst kennsla í meðferð þeirra. Jim Schu- ylor yfirkranastjóri sá um kennsluna. „Það væri synd að segja að það hefði gengið þrautalaust. hessi tæki voru svo gjörólík því sem við höfðum áður að menn stóðu á gati og voru ekkert feimnir við að láta í Ijós óánægju sína. Síðar þegar þeir sáu hverskonar undratæki þetta voru, breyttist oanasgjan í gleði og nú eiga menn varla orð yfir hve gott sé að vinna á þessum krönurn," sagði Jim þegar byrjunarörðugleika bar á góma. Um Seagirt-hafnarsvæðið geta farið 150.000 Qámar ári, en það er 50% aukning í gámaflutning- um um höfnina í Baltimore. Starfsmenn hafnarinnar leyna ekki hrifningu sinni og stolti yfir Seagirtfarmstöðinni og lái þeim hver sem vill. Þeir eru líka dálítið upp með sér af Pví sem áður gerðist á þessum slóðum, allt frá 1960. Um það leyti breyttistafgreiðslaskipa veru- lega úr því að flytja stykkjavöru lausa í lestum skipa, í gámaflutninga. Hafnarverkamenn á ýms- um stöðum voru síður en svo hrifnir af breyting- unni. (New York voru þeir t.d. tregir til að afgreiða gámaskip, sem svo varð til þess að skipakomum þangað fækkaði. í Baltimore fóru menn öðruvísi að. Strax upp úr 1960 lét yfirstjórn hafnarmála í Maryland- ríki, Maryland Port Administration, breyta hluta hafnarinnar til afgreiðslu gámaskipa og nokkru síðar var byggð ný farmstöð, Dundalk Marine Terminal, sem í dag nær yfir 570 ekrur og er stærsti einstakur hluti hafnarinnar. Þessi framkvæmd jók skipakomur og atvinnu á svæðinu og reyndist hreinasta gullnáma. Yfir 60 skipafélög sigla skipum sínum til Balti- more og skipakomur þangað eru nálægt 3000 á ári. Baltimore-höfn skapar atvinnu fyrir rúmlega 52 þúsund manns í Baltimore og nágrenni og svo vitnað sé í ríkisstjóra Maryland, William Donald Schaefer, þá er höfnin og sú starfsemi sem þar fer fram ein styrkasta stoð efnahagslífsins á þessu svæði. Ríkisstjórinn, sem án efa hefir í mörg horn að líta, lætur heldur ekki sitt eftir liggja við að afla höfninni viðskipta. Þegar þessi grein var í burðarliönum var hann nýkominn úr ferð til Asíu. Tilgangur hennar var að fá skipafélög í þeim heimshluta til þess að hefja viðkomur í Baltimore. Sumarið 1990 fór Schaefer ríkisstjóri í ferð um Evrópu í sama skyni. Við heimkomuna sagði hann m.a. frá því, að Maryland-ríki myndi vinna með Flugleiðum að auknum ferðamannastraumi til þessa landshluta. Það ertil mikils að vinna. Tekjur af höfninni eru nú meira en 1,5 biljón bandaríkjadala á ári. Flest- ar vörutegundir sem fluttar eru út frá Bandaríkjun- um eða þangað frá útlöndum fara um höfnina í Baltimore. Hún er sú fjórða aö umfangi í vörum taliö og sú stærsta í út- og innflutningi bifreiða. Enn eru farþegaskip ótalin en mörg skemmti- ferðaskip, sem sigla til Karabíska hafsins og til Suður-Ameríku, leggja frá landi í Baltimore. Fyrsta járnbraut í Ameríku. Baltimore varð borg árið 1729. Þá þegar var höfnin mikilvægur ákvörðunarstaður skipa frá Evrópu. Skipasmíðastöðvar voru reistar og smíði stórra seglskipa varð mikill og arðvænlegur at- vinnuvegur langt fram á 19. öld. í stríðinu 1812 lögðust ensk herskip undan Baltimore og hófu fallbyssuskothríð á borgina. Borgarbúar svöruðu í sömu mynt og enskir urðu að láta undan síga. Meðan stórskotahríðin stóð sem hæst samdi Francis Scott Key þjóðsöng Bandaríkjanna „Star VÍKINGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.