Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 41
Kafbáturinn „Torska"
vekur forvitni margra
sem heimsækja innri
höfnina.
annarskonar sjómennska stunduð. Auk fiski-
skip? og fraktskipa er flutningur ferðamanna
drjúgur atvinnuvegur. Stórar ferjur, nánast lysti-
skip, halda uppi ferðum um höfnina og nágrenni.
Þar er boðið upp á það besta í mat og vínum
meðan ferðamenn njóta útsýnisins.
Leigubílar á landi og leigubátar á sjó. Þannig
ferðast menn um þetta svæði. Margir eru þeir
sem aka sjálfir og það er auðvelt að aka í Banda-
dkjunum, þegar frá eru taldar nokkrar borgir eða
öllu heldur gamlir hlutar borganna, þar sem
þröngt er á þingi og einstefna gildir á mörgum
götum. En í Baltimore, eins og áflestum stöðum í
þessu landi, eru menn hjálpsamir og fúsir til þess
að segja villtum íslendingi til vegar. Sá er þetta
ritar lenti í villu nokkru fyrir sunnan Baltimore - fór
of fljótt út af aðalbraut og lenti þá inn á aðra.
Skoðandi vegakort á rauðu Ijósi vissi hann ekki
fyrri til en ung og falleg stúlka birtist við bílglugg-
ann og spurði hvort verið væri að leita. „Ég sá aö
Þið voruð að spá í kortið," sagði hún. Ekki er að
orðlengja það að áður en grænt Ijós kviknaði á
þessum gatnamótum hafði þessi hjálpsama
stúlka leiðbeint á rétta slóð og þar með firrt frekari
vandræðum.
Höfnin í Baltimore er heill heimur út af fyrir sig.
Hér hefir aðeins verið drepið á nokkra hluta henn-
ar. Svipað og í öðrum stórborgum eru hverfin fyrir
ofan hana mismunandi aðlaðandi. Farmaður
sem hér stígur á land þarf ekki að láta sér leiðast
því borgin býður upp á fjölbreytt menningarlíf. Þar
eru fjölmörg söfn, tónlistarviðburðir eru tíðir og
þeir sem sækja leikhús og óperu finna þar margt
við sitt hæfi. Þarna eru fjölmargir kvöld- og næt-
urstaðir, allt frá kyrrlátum börum þar sem leikið er
á píanó til stórra diskóteka, að ógleymdum jazz-
stöðum, sem eru víða í miðborginni.
Það er reynsla þess sem þetta ritar að íslenskir
farmenn sem koma til nýrra áfangastaða vilji
gjarna sjá sig um, skoða umhverfið og þá út fyrir
borgarmörkin. Þetta er auðvelt í Baltimore og
þegar það helsta í borginni hefir verið skoðað er
sjálfsagt að nota tímann og skreppa til Washing-
ton, annað hvort í bíl eða lest. Ferðin þangað
tekur hvort sem er innan við eina klukkustund.
VÍKINGUR 41