Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 14
TAL UM VINNUÞRÆLKUN
Svo er þessi
málflutningur líka
móðgun við
skipstjóra. Hann
gefur í skyn að
það sé ekkert mál
að sækja fiskinn í
sjóinn.
14 VÍKINGUR
Þeir lifa sem þora
— Er þetta ekki mótsögn?
Eru það ekki litlu einingarnar
sem gilda?
„Nei, ég er sannfærður um
að einingar í sjávarútvegi eiga
eftir að stækka. Ef viö lítum á
stærstu fyrirtækin, Granda og
Útgerðarfélag Akureyringa, þá
hefur hagur þeirra eflst mjög og
þau standa vel. Þeim hefur
verið breytt í almenningshluta-
félög og þau eiga eftir að
stækka áfram. Minni einingar
munu sameinast eða hverfa,
eftir lifa færri en stærri fyrir-
tæki.“
— Hefur það ekki skelfileg
áhrif á hinar dreifðu byggðir
landsins?
„Það þarf ekki að vera, þessi
þróun getur vel samræmst
byggðaþróuninni. Þau fyrirtæki
munu verða ofan á sem þora
að leggja út í breytingar, sam-
einingu við önnur fyrirtæki,
hagræðingu, fækkun skipa og
samræmingu veiða og vinnslu.
Þetta kostar mikið fé og átak.
Jafnframt held ég að þeim fyrir-
tækjum sem skráð verða á
hlutabréfamarkaði -almenn-
ingshlutafélöqum - muni
fjölga."
— Verður það líka hlutskiþti
Samherja hf. ?
„Já, ég hef trú á að svo verði
einn góðan veðurdag."
Skrýtnar
reikningskúnstir
— Þið í Samherja og raunar
öll þessi útgerð frystitogara
hefur legið undir nokkru ámæli
og verið gagnrýnd.
„Já, sú umræða hefur nú
verið á ýmsa lund. Ég get nefnt
sem dæmi þær ásakanir sem
bornar hafa verið fram um að
við fleygjum miklu af smáfiski.
Það vill svo til að við fáum Ijóm-
andi gott verð fyrir smáfisk, auk
þess sem einungis þriðjungur
af honum dregst frá kvótanum.
Fyrir frystitogara er mikil verð-
mæti að hafa út úr smáfiskin-
um. Þar við bætist að það eru
einungis örfáir dagar á ári sem
vinnslugeta frystitogara er
fullnýtt, þeir eru margir á sókn-
armarki og hafa td. yfirleitt ekki
fullnýtt karfakvóta sína. Hvers
vegna í veröldinni ættum við þá
að vera að henda verömætum
sem komin eru inn á dekk,
verðmætum sem hvorki hafa
áhrif á kvótann né draga úr
vinnslugetunni? Þeim sem
hafa uppi slíkar fullyrðingar og
standa sjálfir í rekstri fyrirtækja
í sjávarútvegi getur varla vegn-
að vel ef þeir hafa ekki meiri
reikningskunnáttu en þessi
málflutningur ber vitni um.
Svo er þessi málflutningur
líka móðgun við skipstjóra.
Hann gefur í skyn að það sé
ekkert mál að sækja fiskinn í
sjóinn. Hvers vegna er afli þá
svo misjafn þótt allar aöstæður
séu sambærilegar?
Við vorum líka bornir þeim
sökum að við fengjum allt að
10% yfirvigt á þann afla sem við
löndum á Englandi. Það hefði
þýtt að við værum bæöi að
brjóta gegn kvótalögunum og
hlunnfara sjómenn. Við létum
því gera óháða könnun á því
hversu mikil yfirvigtin væri og
hún reyndist vera 0,1% um
borð í Akureyrinni eöa einn
hundraðasti af því sem stað-
hæft var í Morgunblaðinu."
Togararnir hafa áhrif
í landi
— Það er líka talað um
vinnuþrælkun um borð í frysti-
togurum og sagt að þar vinni 24
skipverjar verk sem 100 manns
þyrfti til að vinna með hefð-
bundnum hætti.
„Já, það eru vissulega færri
menn sem vinna um borð í
frystitogurunum. En þá ber á
það að líta að afköst frystihúsa
hafa verið að aukast um 30-
40% á undanförnum árum eftir
tilkomu þess sem nefnt hefur
verið flæðilína. Ég vil nefna
þetta fyrirkomulag á vinnslu
frystitogaralínu því þaðan er
hún komin. Þarna er gott dæmi
um þau áhrif sem frystitogar-
arnir hafa haft á vinnsluna í
landi. Afköstin um borð í frysti-
togurunum byggjast á hag-
kvæmu fyrirkomulagi vinnsl-
unnar og samhentum mann-
skap, já og samviskusömum,
því stjórnunarkerfið um borð er
einfalt og ekkert verið að fylgj-
ast með störfum hvers og eins.
Eftir að frystitogararnir komu
til sögunnar hefur orðið fækkun
um borö í stóru ísfisktogurun-
um, jafnframt því sem veiðar-
færaslit er mun minna en áður.
Það er mín skoöun að enn sé
hægt að hagræða og vélvæða
um borð í ísfisktogurunum og
að launahækkanir til skipverja
verði fyrst og fremst sóttar í
fækkun á mannskap um borö.
Ég get nefnt sem dæmi að í
norskum ísfisktogurum er
aðeins einn vélstjóri, en hér eru
þeir tveir eða þrír. Ég veit hins
vegar að um þetta eru deildar
meiningar og að forystumenn
stéttarfélaganna eru mér ekki
sammála."
Það er enginn að
skaða sig
— Þið hafið verið sakaðir
um að brjóta vökulögin á skiþ-
verjum ykkar.
„Það er rétt. Ég veit hins veg-
ar ekki um neinn þann veiði-
skap sem stundaður er hér við
land þar sem vökulögin eru
ekki brotin ef mikið fiskast. í
fyrsta lagi ber þess að gæta að
frystitogararnir eru flestir nýir
og þar er betri aðbúnaður en á
flestum öðrum skipum flotans. í
öðru lagi er mér sagt að um