Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 48
Guðmundur
Pétursson
vélfræðingur og
véltæknifræöingur
starfar hjá
teiknistofu KGÞ á
Akureyri.
48 VÍKINGUR
EIGNAST
NÝ
VARD-
SKIP
Nú er rétt um ár síðan
danska varðskipið Ingolf hyllti
íslenska fánann með tuttugu
og einu fallbyssuskoti í Reykja-
víkurhöfn, en þá var skipið í
sinni síðustu eftirlitsferð á
NorðurAtlantshafi.
Ingolf var þriðja skipið í
danska flotanum, nefnt eftir
Ingólfi Arnarsyni, fyrsta land-
námsmanninum á íslandi. Það
er eitt af fjórum varðskipum
Dana af svokallaðri „Hvid-
björns-gerð“ sem nú hverfa af
sjónarsviðinu hvertaf öðru. Hin
skipin eru Hvidbjörnen, Vædd-
eren og Fylla.
Öll þessi skip ættu að vera
íslendingum að góðu kunn, því
með þeim hafa verið unnin
margvísleg störf til velferðar og
öryggis öllum sæfarendum hér
á norðurslóðum. Dönsku varð-
skipin og íslenska Landhelgis-
gæslan hafa hin síðari ár stór-
aukið samstarfiö sfn f milli á
sviði öryggis- og björgunar-
mála. Einnig hafa heimsóknir
dönsku varðskipanna til ís-
lenskra hafna orðið tíðari.
Það er öllum í fersku minni
þegar þyrla frá Vædderen
bjargaöi fimm mönnum úr
áhöfn Suðurlandsins, sem
fórstájóladag 1986 miðja vegu
á milli íslands og Noregs. Ferð
þyrlunnar til og frá slysstað tók
3 klukkustundir og var aðeins
eftir eldsneyti til flugs (12 til 15
mfnútur þegar hún lenti heilu
og höldnu með skiþþrotsmenn-
ina um borð ( Vædderen. Það
var einnig Vædderen sem flutti
handritin heim til Islands árlð
1971.
Þessi skip, sem nú eru að
kveðja, hafa lagt sitt af mörkum
vfðar en við íslandsstrendpr,
því þau þafa veitt skipum á öllu
hafsvæðinu frá Grænlandi til
meginlands Evrópu aðstoð í
formi læknisþjónustu, aðstoðar
skipa við siglingar í ís, viðgerða
og flutnings á tækjum, slökkvi-
starfa og einnig séð um að
flytja fólk á milli afskekktra
staða auk björgunar- og leitar-
starfa o.fl.
Oft verður að vinna þessi
störf við erfiðar aðstæður, í
fárviðrum með snjókomu og ís-
ingu, og í dimmyiðrum á hafís-
svæðum. Sum þessara svæða
eru einhver mestu veðravíti á
jörðinni.
Aldur þessara skipa er farinn
að segja til sín, enda nær þrjá-
tíu ára gömul, en það er hár
aldur á skipum af þessari gerð
sem svo mikil krafa er gerð til
eins og áður er getið. Ingolf var
smíðaður hjá Svendborg Værft
A/S í Svendborg í júní 1963.
Hjá sömu skipasmíðastöð