Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Side 42
IMO-ÞINGIÐILONDON Sigurjón M. Egilsson blaðamaður Verður Slysavarnaskóli sjómanna fyrirmynd að menntun undirmanna? 42 VÍKINGUR MANNLEGI ÞÁTTURINN í SJÓSLYSUM OG ÓHÖPPUM „Sannleikurinn er sá að or- sakir 80 til 90 prósenta allra slysa og mengunaróhappa má rekja til mannlegra yfirsjóna. Þess vegna beinir Alþjóðlega siglingamálastofnunin, IMO, sjónum sínum að mannlega þættinum í ríkari mæli en áður. Það er að segja menntun og þjálfun áhafna. Þreyta hefur verið nefnd í þessu sambandi, heilsufar og fleira," sagði Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri, en hann sat fundi í London í janúar á vegum Alþjóðlegu siglingamálastofn- unarinnar, ásamt fjórum öðrum íslendingum. „Meðal annars er rætt um að opinberir aðilar hafi meiri af- skipti af vinnufyrirkomulagi um borð í skipum. Á síðasta þingi IMO, í nóvember 1989, var samþykkt ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld og sigl- ingamálayfirvöld i einstökum ríkjum að hvetja útgerðir skipa til að setja upp áætlanir sem tryggja að öllum þeim reglum sem hafa verið settar, til að koma í veg fyrir mengunar- óhöpp og slys, verði framfylgt." Fiskiskip hafi forgang „Á þingi í nóvember 1989 var samþykkt, að tillögu íslands og hinna Norðurlandanna, að málefni fiskiskipa verði for- gangsverkefni hjá Alþjóða sigl- ingamálastofnuninni á næstu árum. Öryggismálum fiskiskipa hefur sáralítill sómi verið sýnd- ur hingað til. í þessari ályktun fólst að farið yrði út í ýmsar að- gerðir. I fyrsta lagi hvað varðar smíði og búnað skipa. í annan stað var lögð áhersla á drög um menntun og þjálfun fiskimanna og í þriðja lagi að taka upp skráningu á slysum sem verða um borð í fiskiskipum. Síðast- liðið vor lögðum við fram tillögu að slíku formi, og þegar eru farnar að safnast inn upplýs- ingar. Um áramótin höfðu fjórt- án ríki sent inn upplýsingar um slys sem urðu á árunum 1985 til 1989. Þessari slysaskráningu er ætlað að vera grundvöllur breytinga í framtíðinni, sama hvort um er að ræða gerð skipa, búnað þeirra eða mennt- un og þjálfun áhafna." Menntun undirmanna Á fundinum í London fjallaði undirnefnd um menntun og þjálfun áhafna. Þar náðist fram tillaga um grundvöll að mennt- unarkröfum fiskimanna. Tillag- an, sem var lögð fram af Islend- ingum, var að hluta til byggð á þeim kröfum sem gerðar eru hér á landi. íslendingunum

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.