Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 14
Benedikt Gunnarsson verkfræðingur skráði Tryggvi Helgason og bátur, ekki ólíkur Birgi EA 263. 14 VÍKINGUR Á árunum eftir 1930 tók Tryggvi Helgason mjög virkan þátt í stjórnmálum og verkalýðsbaráttu. Var hann formaður verka- lýðsfélagsins í Hrísey meðan hann átti heima þar, og síðan formaður Sjómannafélags Norður- lands í 40 ár eftir að við fluttum til Akureyrar, en vorið 1933 flutti ég með móður minni til Hríseyjar þar sem hún hóf sambúð með Tryggva. Hann var þarna í fyrstu sam- tímis formaður á vélbátum frá Hrísey. Var hann aflamaður og eftirsóttur formaður. Þetta var á tímabili verkfalla og Tryggvi stóð þá í fylkingar- brjósti þegar átök voru. Ekki var hann látinn gjalda þess hjá þeim útgerðarmönnum, sem hann var formaður hjá, þar til vorið 1936 að boðað var til sjó- mannaverkfalls við Eyjafjörð. Þá var hann ekki falaöur til bátsformennsku á komandi vertíð. Var nú ekki um annað að ræða fyrir hann en að kom- ast yfir eigið atvinnutæki og keypti hann þá Birgi EA - 263, sem var 8,5 tonna eikarbátur, súðbyrtur tvístöfnungur. Var hann með bátinn á dragnót við Eyjafjörð vor og haust en á reknetum yfir sumartímann.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.