Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 95
REYNSIAN
ER OLYGNUST
í kynningarritinu SKIPASMÍÐASTÖÐVAR Á ÍSLANDI skýra nokkrir
útgerðarmenn frá reynslu sinni af íslenskri skipasmíöi, viðgerðum
og breytingum. Af ummælum þeirra má sjá að íslensku stöðvarnar
standa mjög framarlega hvað gæði vinnunnar varðar, enda hefur
sá tilgangur einn mótað íslenskar skipasmíðastöðvar frá upphafi
að mæta kröfum íslenskrar útgerðar sem best.
Við birtum hér nokkur ummælanna.
ODDEYRIN EA-210
Oddeyrin hf. fékk Oddeyrina EA-210 afhenta frá Slippstöðinni hf. i desember
1986. Skipið hefur verið í rekstri í nær 3 ár. Reynsla útgerðar af skipinu hefur
verið mjög góð. Skipið hefur ekki verið frá veiðum vegna bilana nema í þrjá
sólarhringa frá því í desember 1986. Þá bilun var ekki hægt að rekja til
smíðagalla. Skipið er vel hannað í alla staði, bæði með tilliti til veiðarfæra og
vinnslu afla. Smíði skipsins er i alla staði góð og getur Slippstöðin hf. verið stolt
af þessu verki.
f.h. Oddeyrarhf.
Þorsteinn Már Baldvínsson
SIGGI SVEINS ÍS 29
Skipið hefur reynst vel í alla staði. Allur frágangur á smíði og búnaði mjög góður.
Skipið hefur mjög góða toghæfni og miðað við stærð hefur það komið vel út.
Skipið var eitt ár í smíðum, fast verð, og stóðust allir samningar við
Skipasmíðastöð Marsellíusar, bæði hvað varðar kaup og timasetningar. Allt
samstarf við stöðina var mjög gott á meðan á smíðinni stóð.
f.h. Leitis hf.,
Guðmundur Sigurðsson.
ÁGÚST GUÐMUNDSSON GK 95
Skipið hefur reynst vel í alla staði. Allt samstarf við stöðina var mjög gott.
Allur frágangur og smíði er mjög vel af hendi leyst og stenst allan samanburð á
því besta sem ég hef séð um dagana. Það sést kannski einna best á því að ekkert
af því sem gert var hefur þarfnast lagfæringa eða endurbóta.
Þetta verk er Skipasmíðastöð Njarðvíkur til mikils sóma.
f.h. Valdimars hf.
Magnús Ágústsson.
FÉLAG DRÁTTARBRAUTA OG SKIPASMIÐJA
Hallveigarstíg 1,101 Reykjavík
Sími: (1)621590 Fax: (1)12742
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
HAFNAREY SU 110
Samstarf við skipasmiðastöðina Þorgeir og Ellert á Akranesi var hið
ákjósanlegasta á allan hátt. Skipið hefir á flestan hátt reynst eftir
björtustu vonum. Sjóhæfní þess góð og sterkbyggt. Það hefir togað
vel og bilanir í lágmarki. ^ Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf.,
Pétur Sigurðsson.
íslenskar skipasmíðastöðvar byggja á traustum grunni
þekkingar og reynslu og með náinni samvinnu við
íslenska útgerðarmenn má gera enn betur.