Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 52
Hafmeyjan á Löngulínu
hefur mátt þola ýmislegt
í tímans rás en hún á sér
fyrirmynd í ævintýri eftir
H. C. Andersen.
52 VÍKINGUR
óvenju mildum vetrum sem
hafa dregið úr þörfinni á olíu,
kolum og vegasalti. Hins vegar
jukust gámaflutningar um 9%
og fóru 116.000 gámar um
höfnina á árinu 1989. Fjöldi
skemmtiferðaskipa sem hafði
viðkomu var mikill, 142 talsins,
en það er uþb. eitt skip á dag
yfir ferðamannatímann.
NELSON OG
ÍSLANDS-
KLUKKAN
Kaupmannahöfn hefur verið
vinsæll kaupsýslustaður allt frá
tíma víkinganna. Skjólsælar
víkur og vogar Amager og Sjá-
lands hafa laðað til sín kaup-
sýslumenn og sæfarendur
hvaðanæva úr heiminum. Á10.
öld var Kaupmannahöfn lítið
verslunar- og fiskipláss en upp
frá því fór vegur staöarins vax-
andi. Á 11. öld byggði Absalon
Hróarskeldubiskup kastala á
lítilli eyju úti fyrir þorpinu auk
þess sem hann víggirti plássið.
Auður og velsæld íbúanna
jókst hægt og bítandi og árið
1445 var borgin gerð að höfuð-
borg Danmerkur og konungs-
fjölskyldan settist þar að.
Framfarirnar hafa þó ekki
verið óslitnar. Borgin var um-
setin árin 1658-60 þegar Danir
áttu í stríði við erkifjendur sína
Svía og árið 1801 gerði Nelson
flotaforingi stórskotaliösárás á
borgina. Þá voru Napóleons-
styrjaldirnar í fullum gangi og
Englendingar voru að hefna sín
á Dönum sem höfðu tekið af-
stöðu með Napóleon. Það var
einmitt upp úr þeirri árás sem
danski kóngurinn lét safna
saman kirkjuklukkum á íslandi
til að endurnýja koparþökin og
turnana sem Nelson hafði eyði-
lagt, en um þetta hefur Halldór
Laxness fjallað á meistaraleg-
an hátt í íslandsklukkunni.
Og í síðari heimsstyrjöldinni
lögðu Þjóðverjar Kaupmanna-
höfn undir sig og háðu þar
margar skærur við dönsku
andspyrnuhreyfinguna.
HUGAÐ AD
LANDVINNINGUM
Nú er öldin önnur og friöur í
landi. Þjóðverjar eru í hópi
stærstu viöskiptavina Dana, en
það nægir hafnaryfirvöldum
ekki. Þau hyggja á frekari land-
vinninga og ætla að laða til sín
bandarísk og japönsk stórfyrir-
tæki. Markmiðið er að fá þau til
að koma upp vöruhúsum og
umskipunaraðstöðu í Kaup-
mannahöfn. Þetta hefur gengið
afar vel hvað Japanina snertir.
Til dæmis hefur stórfyrirtækið
Sony komið sér upp mjög nýt-
ískulegri dreifingarmiðstöð í
Fríhöfninni og sendir þaðan
vörur til allra helstu hafna í
Skandinavíu.
Hafnaryfirvöld sýndu hve út-
sjónarsöm þau eru þegar þau
kræktu í Sony. Þau könnuðu ít-
arlega hverjar væru þarfir fyrir-
tækisins á skandinavískum
markaði, komu upp aðstöðu
sem féll að þessum þörfum og
buðu Sony leigusamning til
langs tíma. Þessari aðferð
hyggjast yfirvöld beita um alla
Fríhöfnina. Þar er hægt að
hanna vöruhús frá grunni og
laga þau að þörfum þeirra fyrir-
tækja sem vilja koma sér upp
aðstöðu í höfninni.
Hafnaryfirvöld guma einnig
af því að geta boðið upp á að-
stöðu til að setja saman bíla og
aðrar framleiðsluvörur á hafn-
arsvæðinu. „Með því móti spar-
ast landflutningar til fjarlægra
verksmiðja," segir Eric Scha-
fer.
í framtíðinni ætla hafnaryfir-
völd að stækka höfnina og
bæta aðstöðuna enn frekar.
Verið er að hanna ný viðlegu-
svæði þar sem hægt er að
auka verulega geymslurými
fyrir stórflutninga. Einnig er
fyrirhugað að bæta umferðar-
mannvirki, vegi og brýr, þótt
tenging hafnarinnar við danskt
vegakerfi sé á allan hátt til fyrir-
myndar.
„Markmið okkar eru skýr og
einföld," segir Eric Schafer.
„Við viljum að í Kaupmanna-
höfn standi mönnum til boða
besta hugsanlega þjónusta á