Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 29
Það er fleira sem breytist. í haust verður gerö krafa um að nemendur verði búnir að Ijúka meira almennu námi, áður en þeir hefja nám í faggreinum, en áður var. Þannig er stefnt að því að nám í þeim greinum verði markvissara. í tillögum nefndar, sem vann að breyting- unum, segir að nám í almenn- um greinum verði að mestu að- skilið frá kennslu í faggreinum og því námi skuli lokið áður en tilteknir áfangar skipstjórnar- námsins hefjast. Talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar á siglingatíma þeirra sem hefja skipstjórnarnám. Bæði kerfin næsta haust Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess, að á næsta skólaári verður í síðasta sinn boðið upp á gamla kerfið. Þeir sem hefja nám í haust geta val- ið hvort námskerfið þeir kjósa. Á skólaárinu 1992 verður ekki lengur hægt að hefja nám sam- kvæmt því kerfi sem verið hefir við lýði. í greinargerð nefndarinnar segir meðal annars um breyt- ingar á námi í almennum grein- um: „Þar sem margar greinar fagnámsins byggja á ákveðinni undirstöðuþekkingu í almenn- um greinum mun þetta fyrir- komulag nýtast nemendum betur og gera kennslu í fag- náminu markvissari en áður. Þá mun þetta fyrirkomulag einnig auðvelda þeim nemend- um, sem lokið hafa tilteknum námseiningum framhalds- skóla, aðgang að skipstjórnar- náminu. Einnig telur skólan- efndin að þessi breyting muni hafa jákvæð áhrif á stöðu skól- ans í framhaldsskólakerfinu þegar til lengri tíma er litið. Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri er formaður skólanefndarinnar. Hann seg- ist vonast til þess að þessar breytingar komi til með að auð- velda skipstjórnarmönnum að fá góða stöðu í landi þegar þeir hætta til sjós. Inntökuskilyrði og siglingatími Inntökuskilyröi í Stýrimanna- skólann verða svipaðs eðlis og áður. Það er vottorð um sjón, heyrn, málfæri, vottorð um sundkunnáttu og heilbirðgis- og sakavottorð. Breytingarnar verða eftirtaldar. Inntökuskil- yrði í hvern bekk verða tvenns konar. Annars vegar kröfur um menntun og hins vegar kröfur um siglingatíma þar sem um verulegar breytingar er að ræða. Engar kröfurverðagerð- ar um siglingatíma fyrir þá sem fara í fornámið, en lágmarks siglingatími til inngöngu í fyrsta stig verður sex mánuðir; en var tuttugu og fjórir mánuðir áður. Rök skólanefndarinnar fyrir styttri siglingatíma eru helst þessi: í fyrsta lagi er gert ráð fyrir meiri þjálfun nemenda með tilkomu siglinga- og fisk- veiðisamlíkis. í öðru lagi mælir lögskráning betur virkan sigl- ingatíma nú en áður var. [ þriðja lagi telur nefndin að æskilegt sé að hluti siglingatímans sé tekinn eftir að námi lýkur. Þetta getur þýtt, að þegar námi er lokið þurfi viðkomandi að vera háseti í allt að eitt ár áður en hann öðlast réttindi. Magnús Jóhannesson segist telja þess- ar breytingar til hins góða. Hann telur það til hins betra að verðandi skipstjórnarmenn séu undirmenn í einhvern tíma áöur en þeir fá réttindi. Þá segist Magnús telja að sex mánuðir eigi að duga fyrir flesta til að sjá hvort þeir vilji velja sér sjó- mennsku að ævistarfi. Frá pungaprófinu til skipherrans Með breyttu skipstjórnar- námi verður hægt að öðlast allt frá pungaprófi að skipherrarétt- indum. í fornámi að fyrsta stigi verður hægt að taka þrjátíu tonna réttindi, sem valgrein. Fyrsta stigið gefur síðan rétt- indi til skipstjórnar á allt að tvö hundruð rúmlesta skipum inn- anlands og réttindi undirstýri- manna á fiskiskipum af hvaða stærð sem er. I öðru stigi verð- ur hægt að fá skipstjórnarrétt- indi á fiskiskipum, undirstýri- mannsréttindi á kaupskipum og skipstjórnarréttindi á kaup- skipum, allt að tvö hundruð rúmlestir, innanlands. Þriðja stigið gefur réttindi til skip- stjórnar á kaupskipum og fjórða stigið gefur sem fyrr rétt- indi til að vera skipöherra á varðskipum. Ör þróun tækjabúnaðar Nefndin segir að löngu sé tímabært að endurskoða sumt af eldra kennsluefni, meðal annars með hliðsjón af þeirri þróun sem orðið hefur í tækja- búnaði skipa og nýrri tækni. Þróun í tækjabúnaði skipa und- anfarin ár hefur meðal annars leitt af sér verulega fækkun í áhöfnum skipa og hefur mest fækkað þeim störfum þar sem menn gátu áður öðlast mikil- væga reynslu til sjós, án þess að þurfa að berá um leið mikla starfsábyrgð. Nefndin segir að þessar miklu breytingar geri það að verkum að leggja verði meiri áherslu á ýmsa hagnýta þjálfun í skipstjórnarnáminu, svo sem með notkun ýmiss tækjabúnaðar, til dæmis sigl- inga- og fiskleitartækja. Þessi þjálfun krefst margvíslegs tækjabúnaðar fyrir skólann. Á síðasta ári var tekinn í notkun Engar kröfur veröa geröar um siglingatíma fyrir þá sem fara í fornámið, en lágmarks siglingatími til inngöngu í fyrsta stig veröur sex mánuðir. VÍKINGUR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.