Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Síða 29
Það er fleira sem breytist. í
haust verður gerö krafa um að
nemendur verði búnir að Ijúka
meira almennu námi, áður en
þeir hefja nám í faggreinum, en
áður var. Þannig er stefnt að
því að nám í þeim greinum
verði markvissara. í tillögum
nefndar, sem vann að breyting-
unum, segir að nám í almenn-
um greinum verði að mestu að-
skilið frá kennslu í faggreinum
og því námi skuli lokið áður en
tilteknir áfangar skipstjórnar-
námsins hefjast. Talsverðar
breytingar eru fyrirhugaðar á
siglingatíma þeirra sem hefja
skipstjórnarnám.
Bæði kerfin næsta
haust
Áður en lengra er haldið er
rétt að geta þess, að á næsta
skólaári verður í síðasta sinn
boðið upp á gamla kerfið. Þeir
sem hefja nám í haust geta val-
ið hvort námskerfið þeir kjósa.
Á skólaárinu 1992 verður ekki
lengur hægt að hefja nám sam-
kvæmt því kerfi sem verið hefir
við lýði.
í greinargerð nefndarinnar
segir meðal annars um breyt-
ingar á námi í almennum grein-
um: „Þar sem margar greinar
fagnámsins byggja á ákveðinni
undirstöðuþekkingu í almenn-
um greinum mun þetta fyrir-
komulag nýtast nemendum
betur og gera kennslu í fag-
náminu markvissari en áður.
Þá mun þetta fyrirkomulag
einnig auðvelda þeim nemend-
um, sem lokið hafa tilteknum
námseiningum framhalds-
skóla, aðgang að skipstjórnar-
náminu. Einnig telur skólan-
efndin að þessi breyting muni
hafa jákvæð áhrif á stöðu skól-
ans í framhaldsskólakerfinu
þegar til lengri tíma er litið.
Magnús Jóhannesson sigl-
ingamálastjóri er formaður
skólanefndarinnar. Hann seg-
ist vonast til þess að þessar
breytingar komi til með að auð-
velda skipstjórnarmönnum að
fá góða stöðu í landi þegar þeir
hætta til sjós.
Inntökuskilyrði og
siglingatími
Inntökuskilyröi í Stýrimanna-
skólann verða svipaðs eðlis og
áður. Það er vottorð um sjón,
heyrn, málfæri, vottorð um
sundkunnáttu og heilbirðgis-
og sakavottorð. Breytingarnar
verða eftirtaldar. Inntökuskil-
yrði í hvern bekk verða tvenns
konar. Annars vegar kröfur um
menntun og hins vegar kröfur
um siglingatíma þar sem um
verulegar breytingar er að
ræða. Engar kröfurverðagerð-
ar um siglingatíma fyrir þá sem
fara í fornámið, en lágmarks
siglingatími til inngöngu í fyrsta
stig verður sex mánuðir; en var
tuttugu og fjórir mánuðir áður.
Rök skólanefndarinnar fyrir
styttri siglingatíma eru helst
þessi: í fyrsta lagi er gert ráð
fyrir meiri þjálfun nemenda
með tilkomu siglinga- og fisk-
veiðisamlíkis. í öðru lagi mælir
lögskráning betur virkan sigl-
ingatíma nú en áður var. [ þriðja
lagi telur nefndin að æskilegt
sé að hluti siglingatímans sé
tekinn eftir að námi lýkur. Þetta
getur þýtt, að þegar námi er
lokið þurfi viðkomandi að vera
háseti í allt að eitt ár áður en
hann öðlast réttindi. Magnús
Jóhannesson segist telja þess-
ar breytingar til hins góða.
Hann telur það til hins betra að
verðandi skipstjórnarmenn séu
undirmenn í einhvern tíma áöur
en þeir fá réttindi. Þá segist
Magnús telja að sex mánuðir
eigi að duga fyrir flesta til að sjá
hvort þeir vilji velja sér sjó-
mennsku að ævistarfi.
Frá pungaprófinu til
skipherrans
Með breyttu skipstjórnar-
námi verður hægt að öðlast allt
frá pungaprófi að skipherrarétt-
indum. í fornámi að fyrsta stigi
verður hægt að taka þrjátíu
tonna réttindi, sem valgrein.
Fyrsta stigið gefur síðan rétt-
indi til skipstjórnar á allt að tvö
hundruð rúmlesta skipum inn-
anlands og réttindi undirstýri-
manna á fiskiskipum af hvaða
stærð sem er. I öðru stigi verð-
ur hægt að fá skipstjórnarrétt-
indi á fiskiskipum, undirstýri-
mannsréttindi á kaupskipum
og skipstjórnarréttindi á kaup-
skipum, allt að tvö hundruð
rúmlestir, innanlands. Þriðja
stigið gefur réttindi til skip-
stjórnar á kaupskipum og
fjórða stigið gefur sem fyrr rétt-
indi til að vera skipöherra á
varðskipum.
Ör þróun
tækjabúnaðar
Nefndin segir að löngu sé
tímabært að endurskoða sumt
af eldra kennsluefni, meðal
annars með hliðsjón af þeirri
þróun sem orðið hefur í tækja-
búnaði skipa og nýrri tækni.
Þróun í tækjabúnaði skipa und-
anfarin ár hefur meðal annars
leitt af sér verulega fækkun í
áhöfnum skipa og hefur mest
fækkað þeim störfum þar sem
menn gátu áður öðlast mikil-
væga reynslu til sjós, án þess
að þurfa að berá um leið mikla
starfsábyrgð. Nefndin segir að
þessar miklu breytingar geri
það að verkum að leggja verði
meiri áherslu á ýmsa hagnýta
þjálfun í skipstjórnarnáminu,
svo sem með notkun ýmiss
tækjabúnaðar, til dæmis sigl-
inga- og fiskleitartækja. Þessi
þjálfun krefst margvíslegs
tækjabúnaðar fyrir skólann. Á
síðasta ári var tekinn í notkun
Engar kröfur
veröa geröar um
siglingatíma fyrir
þá sem fara í
fornámið, en
lágmarks
siglingatími til
inngöngu í fyrsta
stig veröur sex
mánuðir.
VÍKINGUR 29