Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 17
MED TRYGGVA HELGASYNI af Grímsey, ekki mjög djúpt, u.þ.b. 8 mílur, á svokölluðum Nöfum, nokkuð dýpra þó en hinir bátarnir, en það var vani Tryggva. Átti ég vakt frá mið- nætti en Tryggvi síðan frá kl. 4 og þar til tímabært væri að draga. Um nóttina var blanka- logn og bjart veður svo að ég þurfti öðru hvoru að keyra á trossuna til þess að hún héldist greið, en að keyra á trossuna var að bakka og teygja á kapl- inum, sem netin héngu á, en hann var festur við bátinn frammi á stefni. Ef kul var þá rak nægilega til að trossan héldist greið. Nú vek ég T ryggva eins og til stóð og hann kemur á dekk. Ekki hafði hann fyrr litið til veð- urs en hann kallar í mig all snöf- urlega og segir mér að rífa Jón upp í hvelli því við verðum strax að draga. Jón virtist skynja að eitthvaö sérstakt væri í aðsigi og var óvenju fljótur upp. Þegar upp kom var Tryggvi búinn að gera allt klárt, m.a. búinn að opna lestina, og var þegar haf- ist handa við dráttinn. Veiði var a.m.k. sem svaraði tveim tunn- um í net, en ein tunna í net þótti sæmilegt og ein og hálf tunna gott. Til að byrja með hristum við úr eins og venjulega, en eft- ir að við höfðum dregið og hrist úr þrem eða fjórum netum ákvað Tryggvi að drifa netin inn og ofan í lest með síldinni í. Við Jón litum í forundran hvor á annan og til veðurs en sáum ekkert athugavert. Var karlinn nú orðinn kolruglaður? En við strákarnir áttuðum okkur á því að honum var brugðið og létum hendur standa fram úr ermum. Þegar lestin var orðin full voru þau net sem eftir voru lögð í ganginn aftur með stýrishús- skappanum, og lyftist báturinn þá betur upp að framan. Voru nú lestar skálkaðar og mastrið, sem var á hjörum, lagt niður á stýrishúsið og sett á fulla ferð til lands, enn þá í bliðu veðri, en nú fór aö dimma í lofti. Þegar hér var komið sögu hef ur klukk- an verið sex, að ganga sjö, en nú missi ég tímaskyn. Smátt og smátt fór að ku la að suð-vestan með snörpum vindhviðum, sem urðu að rok- um eftir því sem á leið, þar til komið var dúralaust ofsaveður. Nú hvítrauk sjórinn, en ekki náði upp neinum teljandi sjó- gangi, en sjór var krappur. Fljótt fór að bera á því að sjór gekk í bátinn, en engin lensip- umpa var tengd mótornum, aðeins handdæla, sem virkaði eins og bullustrokkur eða eins og gömlu smjörstrokkarnir, var því langt í frá að þessi búnaður væri þægilegur þegar stöðugt þurfti að dæla eins og nú var orðið. Jón fór niður í lúkar um það bil sem veðrið var gengið upp og sást ekki á dekki meðan á þessu gekk, og var ég því á dælunni nema þegar ég þurfti að leysa Tryggva af við stjórn á bátnum þegar hann þurfti niður til að líta eftir vélinni sem allan tímann gekk án feilpústs, ella hefðum við varla verið til frá- sagnar. Ég stóð því nær allan tímann á dekki í pusinu, en vegna veðursins var ekkert vit í öðru en að Tryggvi stæði við stjórnvöl, nema annað væri óhjákvæmilegt. Reyndum við nokkrum sinnum, en án árang- urs, að porra strákinn upp. En samt, ég fann ekki fyrir þreytu meöan á þessu stóð. í fyrstu var stefnan tekin á Siglufjörð, heimahöfnina, en síðar slegið nokkuð undan með stefnu í var undir Hestinum, sem er fjall utanvert við Héð- insfjörð, þar sem síðar, eða í maí 1947, fórstflugvél frá Flug- félagi (slands með 25 manns innanborðs, sem allir fórust. Tryggvi beitti nú vélinni með u.þ.b. hálfu afli og sló meira af þegar brattar hvikur skullu á bátinn. Þegar komið var upp undir Hestinn og við farnir að lóna út með í landvari og heldur farið að slá á mesta hamaganginn, þá sáum við til báts, íslendings frá Vestmannaeyjum, sem var stór og gangmikill í samanburði við skelina okkar. Voru þeir skipverjar þarna að svipast um eftir okkur, en það var þá farið að óttast um okkur. Þeir fylgdu okkur eftir inn í mynni Siglu- fjarðar. Nú fór ég fram í lúkar að líta til hásetans og þá áttaði ég mig á því hverjar vítiskvalir hann hlaut að hafa liðið, því þarna niðri var að heyra eins og byrðingin væri lamin að utan með mörgum stórsleggjum, slíkur var krafturinn ennþá þótt í var væri komið. Ekki gerðu þeir á íslendingi það endasleppt við okkur því þeir komu yfir til okkar og hjálpuðu til við að hrista út netunum. Þetta var síöasta sjóferð Birgis. Eftir þetta kom óviðráð- anlegur leki að bátnum. Við komumst þó með hann til Akur- eyrar, heim, en þar var hann dreginn upp á kamb, og endaði að lokum sína tilveru á þrett- ándabrennu hestamannafé- lags. Er skemmst frá því að segja að þessi réttur var gjörsamlega óætur, alveg furðulega vondur. Tryggvi vildi þó ekki viðurkenna það fyrr en mörgum árum seinna og slavraði í sig óþverrann. VÍKINGUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.