Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 17
MED TRYGGVA HELGASYNI
af Grímsey, ekki mjög djúpt,
u.þ.b. 8 mílur, á svokölluðum
Nöfum, nokkuð dýpra þó en
hinir bátarnir, en það var vani
Tryggva. Átti ég vakt frá mið-
nætti en Tryggvi síðan frá kl. 4
og þar til tímabært væri að
draga. Um nóttina var blanka-
logn og bjart veður svo að ég
þurfti öðru hvoru að keyra á
trossuna til þess að hún héldist
greið, en að keyra á trossuna
var að bakka og teygja á kapl-
inum, sem netin héngu á, en
hann var festur við bátinn
frammi á stefni. Ef kul var þá
rak nægilega til að trossan
héldist greið.
Nú vek ég T ryggva eins og til
stóð og hann kemur á dekk.
Ekki hafði hann fyrr litið til veð-
urs en hann kallar í mig all snöf-
urlega og segir mér að rífa Jón
upp í hvelli því við verðum strax
að draga. Jón virtist skynja að
eitthvaö sérstakt væri í aðsigi
og var óvenju fljótur upp. Þegar
upp kom var Tryggvi búinn að
gera allt klárt, m.a. búinn að
opna lestina, og var þegar haf-
ist handa við dráttinn. Veiði var
a.m.k. sem svaraði tveim tunn-
um í net, en ein tunna í net þótti
sæmilegt og ein og hálf tunna
gott. Til að byrja með hristum
við úr eins og venjulega, en eft-
ir að við höfðum dregið og hrist
úr þrem eða fjórum netum
ákvað Tryggvi að drifa netin inn
og ofan í lest með síldinni í. Við
Jón litum í forundran hvor á
annan og til veðurs en sáum
ekkert athugavert. Var karlinn
nú orðinn kolruglaður? En við
strákarnir áttuðum okkur á því
að honum var brugðið og létum
hendur standa fram úr ermum.
Þegar lestin var orðin full
voru þau net sem eftir voru lögð
í ganginn aftur með stýrishús-
skappanum, og lyftist báturinn
þá betur upp að framan. Voru
nú lestar skálkaðar og mastrið,
sem var á hjörum, lagt niður á
stýrishúsið og sett á fulla ferð til
lands, enn þá í bliðu veðri, en
nú fór aö dimma í lofti. Þegar
hér var komið sögu hef ur klukk-
an verið sex, að ganga sjö, en
nú missi ég tímaskyn.
Smátt og smátt fór að ku la að
suð-vestan með snörpum
vindhviðum, sem urðu að rok-
um eftir því sem á leið, þar til
komið var dúralaust ofsaveður.
Nú hvítrauk sjórinn, en ekki
náði upp neinum teljandi sjó-
gangi, en sjór var krappur.
Fljótt fór að bera á því að sjór
gekk í bátinn, en engin lensip-
umpa var tengd mótornum,
aðeins handdæla, sem virkaði
eins og bullustrokkur eða eins
og gömlu smjörstrokkarnir, var
því langt í frá að þessi búnaður
væri þægilegur þegar stöðugt
þurfti að dæla eins og nú var
orðið.
Jón fór niður í lúkar um það
bil sem veðrið var gengið upp
og sást ekki á dekki meðan á
þessu gekk, og var ég því á
dælunni nema þegar ég þurfti
að leysa Tryggva af við stjórn á
bátnum þegar hann þurfti niður
til að líta eftir vélinni sem allan
tímann gekk án feilpústs, ella
hefðum við varla verið til frá-
sagnar. Ég stóð því nær allan
tímann á dekki í pusinu, en
vegna veðursins var ekkert vit í
öðru en að Tryggvi stæði við
stjórnvöl, nema annað væri
óhjákvæmilegt. Reyndum við
nokkrum sinnum, en án árang-
urs, að porra strákinn upp. En
samt, ég fann ekki fyrir þreytu
meöan á þessu stóð.
í fyrstu var stefnan tekin á
Siglufjörð, heimahöfnina, en
síðar slegið nokkuð undan með
stefnu í var undir Hestinum,
sem er fjall utanvert við Héð-
insfjörð, þar sem síðar, eða í
maí 1947, fórstflugvél frá Flug-
félagi (slands með 25 manns
innanborðs, sem allir fórust.
Tryggvi beitti nú vélinni með
u.þ.b. hálfu afli og sló meira af
þegar brattar hvikur skullu á
bátinn.
Þegar komið var upp undir
Hestinn og við farnir að lóna út
með í landvari og heldur farið
að slá á mesta hamaganginn,
þá sáum við til báts, íslendings
frá Vestmannaeyjum, sem var
stór og gangmikill í samanburði
við skelina okkar. Voru þeir
skipverjar þarna að svipast um
eftir okkur, en það var þá farið
að óttast um okkur. Þeir fylgdu
okkur eftir inn í mynni Siglu-
fjarðar. Nú fór ég fram í lúkar að
líta til hásetans og þá áttaði ég
mig á því hverjar vítiskvalir
hann hlaut að hafa liðið, því
þarna niðri var að heyra eins og
byrðingin væri lamin að utan
með mörgum stórsleggjum,
slíkur var krafturinn ennþá þótt í
var væri komið. Ekki gerðu þeir
á íslendingi það endasleppt við
okkur því þeir komu yfir til okkar
og hjálpuðu til við að hrista út
netunum.
Þetta var síöasta sjóferð
Birgis. Eftir þetta kom óviðráð-
anlegur leki að bátnum. Við
komumst þó með hann til Akur-
eyrar, heim, en þar var hann
dreginn upp á kamb, og endaði
að lokum sína tilveru á þrett-
ándabrennu hestamannafé-
lags.
Er skemmst frá
því að segja að
þessi réttur var
gjörsamlega
óætur, alveg
furðulega vondur.
Tryggvi vildi þó
ekki viðurkenna
það fyrr en
mörgum árum
seinna og
slavraði í sig
óþverrann.
VÍKINGUR 17