Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 35
MARKAÐSMAL
kvóta. „Við förum í frí núna
fram til 15. ágúst en þá byrj-
um við að kroppa í ufsakvót-
ann.“
En hvernig þótti Rúnari
þessi vertíð ganga?
„Þetta er þægilegasta ver-
tíð sem ég hef róið, og hef ég
þó róið um 30 vertíðir. Veðrið
var að vísu oft heldur leiðin-
legt, en þó ekki nema ein
bræla sem heitið gat. Við gát-
um því oftast verið á sjó alla
daga vikunnar og sóttum afl-
ann á okkar hefðbundnu slóð
hér út af Garðskaga, á Faxa-
flóa og upp undir Akranes. Ég
var heppinn með mitt fólk og
það voru engin slys. Svo þetta
gekk eins vel og á verður kos-
ið,“ sagði Rúnar Hallgríms-
son skipstjóri og útgerðar-
maður á Happasæli KE.
ÞORSKUR Heldur dró affur úr framboöi á íslenskum þorski í bresk-
um höfnum í aprílmánuði. Salan á ísuðum þorski úr skipum og
gámum nam samfals 1.296 tonnum í apríl sem er rúmlega 200
tonnum minna en í mars. Er greinilegt að áhrifa íslensku fiskmark-
aðanna gætir verulega á framboðið á þeim evrópsku. Verðið í
Bretlandi hækkaði hins vegar talsvert í apríl eða úr 137,83 krónum
fyrir kílóið að meðaltali í 161,29 krónur. Hækkunin í pundum varð
einnig umtalsverð eða úr 1,30 í 1,54 sterlingspund fyrir kílóið að
meðaltali. Á íslensku mörkuðunum dró heldur úr framboði af þorski í
apríl sem er merkilegt i Ijósi þess að þá er lokasprettur vertíðarinnar í
gangi. í apríl var landað 3.933 tonnum af þorski en 5.175 tonnum í
mars. Meðalverðið stóð nokkurn veginn í stað, hækkaði úr 90,57
krónum fyrir kilóið í mars í 91,15 krónur í apríl.
ÝSA Framboðið á ýsu í breskum höfnum jókst að mun í aprílmán-
uði, en þá var landað 1.018 tonnum af ýsu úr íslenskum skipum á
móti 768 tonnum í mars. Verðið var hins vegar mjög svipað, ívið
hærra þó. Að meðaltali fengust 1,70 pund fyrir kílóið af ýsu en það
jafngildir 177,52 krónum. í mars var meðalverðið 1,66 pund sem
jafngilti 174,88 krónum fyrir kílóið. Landanir á ýsu á íslensku mörk-
uðunum voru einnig talsvert meiri en í mars, eða 1.019 tonn á móti
787 tonnum. Og eins og eftir bókinni lækkaði meðalverðið nokkuð,
eða úr 105,90 kr. í mars í 101,43 krónur fyrir kílóið í apríl.
UPPBOÐSMARKAÐUR — ÞJÓNUSTA
Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði hefur til umráða nýlegt
4.000 m2 markaðshús við Óseyrarbryggju Hafnarfirði,
sem er í góðum tengslum við umferðaræðar á landi og sjó.
Uppboð alla virka daga kl. 09.00
Veitum seljendum og kaupendum
lipra og góða þjónustu.
Veríð velkomin, reynið þjónustuna!
Starfsmenn FMH
VIO FORNUBÚÐIR • PÓSTH. 383 • 222 HAFNARFIROI
SÍMI 651888 • TELEX 3000 „Fiskur"