Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 45
Smásaga ur af göflunum þegar hann sér Skipiö. HANN er aö koma, HANN eraö koma, ýlfrar hundurinn. Ég er sannfærð. Hundurinn er ástfangnari af HON- UM en ég, nú eða þakkiátari eiganda sínum en ég. Ég reyni aö róa hundinn í iaumi, brosi í allar áttir, ég get ekki látið þær sjá hvað HANN á óþekkan hund, þær hijóta að hugsa: Á HANN svona lata konu? Nennir hún ekki að siða hund- inn HANS. Eða hvað hugsa þær? Nú, ef þær hugsa ekki, þá hljóta ÞEiR að hugsa það. ÞEIR horfa í land, og skoða hverjir eru í hvaða bíl. HANN vinkar, ég vinka, HANN kemur fyrstur frá borði, eins og skipstjóra sæmir. HANN kyssir mig. Sæl elskan. Ég kyssi HANN. Ástin mín, það er svo gott að fá þig heim. Ég var að hugsa um svolítið rómantískt kvöid fyrir okkur, bara við tvö í kotinu, ég plata mömmu til að taka hálfunglingana með sér heim °g geyma þá þar í nótt. En gaman, segir HANN. HANN er þreyttur, svolítið slæptur. Þetta er búinn að vera leiðinda- túr, langar siglingar, ekkert lens, allan tímann á móti hjá HONUM. Já, elskan, mamma er heima. Ég læt hana taka hálfungana, bara strax og við komum heim. Hundurinn stekkur á HÚSBÓNDA sinn, sleikir HANN, vælirog ýlfrar. Hreinu buxurn- ar HANS verða skítugar, hundurinn fékk að hlaupa í garðinum áður en við fórum, hann er forugurálöppunum. Svona, hundur, vertugóður. Hundurinn hoppar meira, traðkar á HONUM. Ég þríf í hundinn, rólegur góði, rólegur. Hann róast svolítið, en vælir. Loksins heima. Enyndislegt, heil helgi bara við tvö. Börnin hamast, væla, þú lofaðirað taka okkur með, þúsveikstokkur. ís og nammiþaggarniðurí þeim. Steikin i ofninn, einn ískaldan bjór. Síminn hringir. Já, blessaður. Jú, þetta er HANN. Nei, vinur, þú ert ekkert að trufla. Hvað segirðu, í kvöld?Já, það eralltílagi, það erekkert sem liggur fyrir hvort eð er. Jú, jú, krakkarnir verða ekki heima, bara við tvö. Jú, jú. blessaður komdu bara. Já, við sjáumst, bless. Ég var að hugsa um svolítið rómantískt kvöld fyrir okkur, bara við tvö í kotinu. . . VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.