Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Qupperneq 47
Smásaga
Já, halló. Já, sæl elskan, jú HANN er kominn
heim. Ha, fóruð þið ekkert í gær?
Jú, ég vildi gjarnan, en HANN á von á fólki. Af
hverju kíkið þið bara ekki líka við ? Já, fínt, sjáumst
þá á eftir. Bless.
Sest niður. Dyrabjallan.
Stend upp og heilsa, blessaður. það eru mörg
ársíðan við höfum sést. (Hverí ósköpunum ernú
þetta, þessi maður er 15 árum eldri en síðast.)
Þeir ræða skip, útgerðir, fundi, menn. Ég hlusta.
Dyrabjallan. Já, halló, alltaf gaman að sjá ykk-
ur. Kolleginn mættur. Hún, konan hans, nennir
ekki að hlusta á félaga-, skipa-, útgerðartalið.
Hún drekkur stíft, og talar hátt.
Ding dong, ding dong, ding dong. Aftur og aft-
ur. Allur osturinn búinn, blandið líka. Ég þreytist,
býð góða nótt og fer í rúmið, klukkan orðin fimm.
Mikið hefur verið gaman í kvöld, kvennafélags-
mál, karlafélagsmál, kvennaskipamál, karla-
skipamál, kvennaútgerðarmál, karlaútgerðar-
mál. Yndislegt, rómantískt kvöld, gömlu félagarn-
ir, nýju félagarnir, félagar mínir, félagar HANS.
Þökk sér þeim í efstu hæðum að ekki er laugar-
dagskvöld í landi of oft.
Sunnudagur. Skelfing. Tók til Igær til aö þurfa
ekki að þrífa í dag. Of seint að iðrast eftir dauð-
ann.
Síminn hringir, síminn hringir, aftur og aftur.
HANN er upptekinn maður, HANN er skipstjóri.
Áttu pláss, það er fundur hér, það er fundur þar.
Sunnudagskvöld, HANN í símanum, ég í sóf-
anum.
Mánudagur. Þökk sé vinnunni, ekki meira
stress, ekki meiri sími, ekki fleiri heimsóknir.
Þó.... verðaðfá frífyrirhádegi, sleppi fundinum.
Tannlæknir hjá öðrum hálfunglingnum. Vanda-
mál með bílinn, HANN er að fara á fund, ég verð
of sein með hálfungann til tannlæknisins.
Við tökum strætó heim.
Kvöld. Mánudagur. Tek tit, elda, vaska upp,
það heyrist bla,bla, bla, bla, frásímanum. Ogþað
heyrist riiing, riinnnng riinnnggg, frá símanum.
Þetta símtæki vill ekki hætta. Heldur að það sé
mikilvægt.
Brottför klukkan tíu. Hundurinn skýst inn í bíl-
inn. Börnin nenna ekki með. Síminn þagnar.
Dyrabjallan þagnar. Hvíld aftur. Friður aftur.
Þangað til næst....
Brottför klukkan
tíu. Hundurinn
skýst inn í bílinn.
Börnin nenna
ekki meö. Síminn
þagnar.
Dyrabjallan
þagnar. Hvíld
aftur. Friöur aftur.
Þangaö til næst. .
LJÓSAFELL SU
VÍKINGUR 47