Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 56
AÐ STYRA 56 VÍKINGUR T rúlega hefir þráin til mannaforráða verið svipuð hjá ungum hrafnistumönnum og þeim sem byggja nútíma ís- land. Meðal unglinga kemur snemma fram viljinn til þess að skara fram úr fjöldanum, teljast fremri jafnöldrum að andlegu og líkamlegu atgervi. Vera for- inginn, sem aðrir skulu fylgja og þeir hinir sömu lúta vilja hans. Fara eftir skipunum sem hann gefur. Framkvæma það sem hann eða hún álíta réttast. Slíkar og þvílíkar hugsanir og áform eru af hinu góða. Án keppnisskaps og framtíðar- drauma verður framþróun ekki sem skyldi. Kyrrstaða jafngildir hrörnun, jafnt í veraldlegum sem andlegum efnum. Hjá þeim sem alast upp við sjó kemur viljinn til mannafor- ráða oft fram sem ósk og von viðkomandi um að verða með tímanum stýrimaður, skipstjóri eða að hafa mannaforráð í vél- arrúmi skips. Sem betur ferfyrir eyþjóð, sem byggir afkomu sína að meginhluta til á sjó- sókn, fiskiveiðum og sigling- um. Víst voru þeir glæsilegir, skipstjórnarmennirnir sem lögðu að landi á æskuslóðum þess er þetta ritar. Vörpulegir karlar, dökkir einkennisbúning- ar, gullbryddir, þegar milli- landaskip eða varðskip komu. Hraustir og veðurbarðir menn í stökkum eða í fallegum peys- um þegar fiskiskipin komu af hafi. En hvort sem menn gengu í heimaprjónaöri peysu eða klæðskerasaumuðum ein- kennisbúningi, var virðing þeirra sem tóku á móti enda og settu fast á polla eða hring, jöfn og sönn. Ábyrgðin Vitur maður hefir sagt að svo sé forsjóninni fyrir að þakka, að ... kvenfarþega. sá sem tekst ábygðarstarf á herðar, þeim hinum sama legg- ist oftast til vitsmunir og hygg- indi til þess að valda því. Hið sama eigi sér stað um embætti ýmisskonar sem mönnum hlotnast um ævina. Viðurkennt er að stjórnun farartækja er vandasöm og ábyrgðarstarf. Því kynnast flestir, þótt ekki sé nema þegar þeir læra á bíl. Ennþá erfiðari og ábyrgðarfyllri er stjórnun annarra farartækja, t.d. skipa og flugvéla. Því stærri sem þessi farartæki á legi eða í lofti eru, því meiri er ábyrgðin. Stjórnendur bera ekki einungis ábyrgð á eigin lifi og limum, heldur og miklum fjölda fólks, farþega, skipshafnar, flug- áhafnar, flugfarþega. Auk verðmæta sem fólgin eru í far- artækjum og farmi. í lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslensk- um skipum segir svo í 2. kafla: ... og mannsins hennar „Á hverju skipi skal vera einn skipstjóri". Þar hafa menn það. Meðan stóru farþegaskipin fluttu ríka fólkið yfir Atlantshaf- ið, áður en flugvélar tóku við því hlutverki, var sagt að tveir skip- stjórar væru á flestum þessara lúxusskipa, þessara fljótandi glæsihótela. Annar skipstjórinn hafði það hlutverk að snæða með farþegunum á 1. farrými og var á lélegri íslensku kallað- ur „selskaps skipstjóri". Hinn eiginlegi skipstjóri, sem réð yfir skipinu, siglingu þess og bar ábyrgð, lét ekki sjá sig meðal farþega. Ljóst er af tilvitnaðri laga- grein að á íslenskum skipum er ekki gert ráð fyrir slíkri verka- skiptingu; að sérstakur „sel- skaps skipstjóri" sé munstrað- ur á skip. Á íslenskum farþegaskipum tíðkaðist að skipstjóri snæddi með farþegum og á þeim stærri

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.