Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 65
I HENDI
ÞER
Slíku skilti yrði síðan komið
fyrir við allar hafnir landsins til
að festa í sessi þá hugarfars-
breytingu sem orðið hefur
meðal sjómanna í þessum efn-
um. Það varð úr að LÍÚ tók að
sér að fjármagna samkeppnina
og lagði til verðlaunin með
höföingsskap, 400 þús. kr.
Skilafrestur þátttakenda
rann út í byrjun apríl og höfðu
þá borist 39 tillögur sem voru
sýndar í Norræna húsinu dag-
ana 12. og 13. apríl. Verðlauna-
tillagan reyndist tilheyra Garö-
ari Péturssyni, starfandi aug-
lýsingateiknara. Allir
þátttakendur fengu sama text-
ann í hendurnar til að vinna úr
og gera myndmál við.
Þetta verk eiga íslenskir sjó-
menn, og aðrir sem leið eiga
um hafnir landsins, innan
skamms von á að sjá I fullri
stærð við allflestar hafnirnar.
Auðvitað eru skiptar skoðanir
um það hvort myndin og textinn
séu heppileg. Boðskapurinn er
þó augljós; við höfum það í
hendi okkar hvort hafið við ís-
land er hreint og þar af leiðandi
hvernig hag íslands er borgið.
Hreinleiki hafsins við ísland
er nú þegar orðinn mesti fjár-
sjóður þessa lands og hann
verður undirstaða velferðar ís-
lendinga í framtíðinni. Við vitum
að íslendingar geta seintfram-
leitt ódýrari matvæli en aðrir
—það er margsannað bæði í
sjávarútvegi og landbúnaði —
enda kannski ekki svo mikill
áhugi á því. Hins vegar geta
íslendingar framleitt betri mat-
væli en aðrir og gera það nú
þegar á mörgum sviðum.
Víða á mörkuðum erlendis
eru gæði matvæla oftlega
tengd hreinleika þeirra og þess
umhverfis sem þau koma úr.
Þetta viðhorf sækir á og verður
brátt meginviðmiðun fiskkaup-
enda á öllum stigum á helstu
mörkuðum okkar í nágranna-
löndunum. Fyrir hreina og heil-
næma vöru úr hreinu og heil-
næmu umhverfi eru menn og
munu verða tilbúnir að greiða
hátt verð.
Verndun hafsins fyrir meng-
un og óþverra er í sjálfu sér gott
mál þótt hvergi kæmu þar nærri
efnahagsleg rök af þessu tagi.
Þegar þau leggjast hins vegar
á eitt með mórölskum rökum
þá er málið sáraeinfalt og ætti
ekki að valda neinum innantök-
um. Á það er verið að minna
sjómenn og aðra sjófarendur
með því að setja þessi skilti upp
við hafnir landsins.
Ég vona að þetta mál gangi
svo hratt fyrir sig úr þessu að
við getum séö skiltin komin upp
við hafnirnar fyrir sjómanna-
daginn næstkomandi, jafnvel
að þau verði afhjúpuð á sjó-
mannadaginn. Ég vona einnig
að íslenskir sjómenn verði
einskonar útverðir í þessum
málum og láti mengunarmál
sjávar til sín taka í framtíðinni,
sem og önnur mál sem varða
afkomu þeirra og allrar þjóðar-
innar. Það ætti því ekki að telj-
ast svo langsótt að stiila upp
skilti við hafnirnar sem minnir
sjómenn og aðra sjófarendur á
gæði hafsins fyrir land og þjóð.
Höfundur verölauna-
merkisins, Garöar Pét-
ursson ásamt forseta
fslands, frú Vlgdísi
Finnbogadóttur.
Höfundurinn og Kri-
stján Ragnarsson for-
maður LfÚ takast í
hendur. LÍÚ kostaði
samkeppnina og lagði
til verðlaunin.
VÍKINGUR 65