Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 77
NyJUNGAR
TÆKNI
geisla sem vísar til stjórnboröa
og sá þriöji er frá geisla sem
vísar til bakborða. Til viðbótar
þessum þrem gluggum er
hægt aö fá á skjáinn fisksjá
meö uppsjávar- eöa botn-
stækkun. Pappírsskrifarann
er hægt að tengja litamælinum
eða nota hann sjálfstætt. Þegar
pappírsskrifarinn er tengdur
litamælinum er hægt aö geyma
mælingarnar og bera saman
þegar veitt er aftur á sama
svæöi. ScanBeam Sounder
FCV-10 er hægt aö tengja net-
sökkhraðamæli, öörum dýptar-
mæli, lóran-C/GPS, sjávarhita-
mæli o.fl. Sé FCV-10 notaöur
meö höfuðlinumæli, þá sést
þegar fiskur kemur inn í vörp-
una eöa fer undir eöa yfir hana,
en jafnframt er hægt að fylgjast
meö dýpinu. Umboö fyrir Fur-
ano hér á landi hefur Skipa-
radíó hf., Fiskislóö 94, Reykja-
vík.
Leiðsögu- og veiðitölva
í öllum stærri skipum eru tölvur
nú notaðar til margvíslegra
verkefna. Öllum siglinga- og
fiskleitartækjum er nú oröið
stjórnaö meö tölvu. Eitt af
þessumtækjumertölvuplotter-
inn Turbo 1000/2000 frá
franska fyrirtækinu Sodena.
Hann byggist á IBM samhæföri
AT tölvu (80286 örgjörvi) meö
háupplausnar litaskjá (VGA).
Tölvan er fyrir 24 volta jafn-
straum og þolir hristing og velt-
ur skipsins. T urbo 2000 er með
fengingu fyrir staösetningar-
tæki, dýptarmæli, sjávarhita-
mæli 0g ARPA ratsjá. Tölvan
er auðveld í notkun og er stjórn-
aö meö valmyndum og bendli.
Á kortaskjánum koma aðeins
fram þær upplýsingar sem
notandinn vill fá fram hverju
sinni. Tölvan vistar öll gögn á
disklingi jafnharöan og þau
koma inn. Ef rafstraumur rofnar
tapast því ekkert nema í mesta
lagi 5 mínútur af slóö skipsins.
Kortin eru venjuleg sjókort
(Merkator) sem hefur verið
breytt á stafrænt form fyrir tölv-
una.
Sjókortið getur veriö í þaö
stórum mælikvarða aö þvermál
þess á skjánum sé aðeins 0,1
sjómíla. En minnsti mæli-
kvarðinn gefur möguleika á að
kalla fram á skjáinn kort sem er
allt aö 5000 sjóm. Kalla má
fram lóranlínur á tölvukortið
meö nákvæmni upp á 1/1000 úr
mikrósekúndu. Nýr staður
skipsins kemur stöðugt frá
staðsetningartækjum og mark-
ast á skjáinn og tölvan reiknar
út frá því hraöa skipsins yfir
sjávarbotninn. TurtDO 2000
geymir togslóö, upplýsingar
um veiöisvæöi o.fl. sjálfkrafa
undir nafni, lit og númeri. Þess-
ar upplýsingar má síðan kalla
fram undir einhverjum af áöur-
geindum möguleikum eöa
þeim öllum. Turbo 2000 sýnir
dýpiö á skjánum og sé einhver
staður merktur og geymdur
undir atviksmerki fer dúpið á
staðnum ásamt fleiri upplýs-
ingum í geymsluna um leiö.
Upplýsingar um staði á
skjánum má fá fram með því aö
færa bendilinn á staðinn og
smella takka. Hægt er aö
skoða svæöi á kortinu utan
þess svæöis sem siglt er á án
þess aö trufla skráningu á slóð
skipsins. Einnig má skipta um
staðsetningartæki án þess að
þaö trufli skráningu á slóö
skipsins. Turbo 2000 hefur inn-
byggöa veiðidagbók þar sem
hægt er að skrá afla eftir teg-
undum, magni, staösetningu,
dýpi og veiðarfærum. Hægt er
síðan að leita í þessari dagbók
eftir mismunandi forsendum til
Leiðsögu- og veiðitölv
an Turbo 2000. Á skján
um er kort yfir alla Vest
urEvrópu.
VÍKINGUR 77