Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 84

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 84
Gámur skrifar 84 VÍKINGUR „ÉG SKIPTI" -splallaðí talstööina Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveit- endasambandsins skaut föstu skoti að sjómönn- um á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins á dögunum. Einar Oddur sagði að sjómenn hefðu verið sá hópur í þjóðfélaginu sem ekki virti þjóðar- sáttina sem gerð hefði verið. Sagði hann sjó- menn hafa framið skipstökur til að knýja á um hækkað fiskverð. Hér mun Einar Oddur eiga við sjómenn á Akureyri og Austfjörðum sem fengu fram nokkra leiðréttingu á sínu fiskveröi miðað við sjómenn í öðrum landshlutum sem selja svo og svo mikið magn af afla sínum á markaðsverði. Það kynlega við þessi ummæli Einars Odds er að hann sjálfur, sem forstjóri Hjálms á Flateyri hafði löngu áður hækkaö fiskverð til sinna sjómanna og voru sjómenn á Akureyri meðal annars með uppgjörsreikninga frá sjómönnum Einars Odds í höndunum þessu til sönnunar. Það var meðal annars sú staöreynd að þeir voru með þetta uppgjör í höndunum sem varð til þess að forstjórar ÚA gáfu eftir og sömdu um hærra fiskverð. Akureyrarsjómenn höfðu hótað því að birta uppgjör Einars Odds til að sýna fram á þann mikla mun sem var á því fiskverði sem þeir fengu og því sem Einar Oddur greiddi sínum mönnum. Nokkur deila hefur verið undanfarið i DV milli siglingamálastjóra, Magnúsar Jóhannessonar og Guðlaugs Jónssonar bátasmiðs um orsökina fyrir tíðum óhöppum smábáta síðustu misserin. Guðlaugur segir að þeir sem láti smíða fyrir sig smábáta kalli þá opna til aö losna við okur trygg- ingaiðgjöld Samábyrgðar fiskiskipa. Þá er ekki haft á þeim lensport. Séu þeir skráðir þilfarsbátar verður lensport að vera. Ef bátarnir eru skráðir opnir þarf ekki aö tryggja þá frekar en menn vilja. Sé 6 tonna trilla tryggð kostar það 80 þúsund krónur hjá venjulegu tryggingafyrirtæki. Sé smá- báturinn skráður þilfarsbátur verður að tryggja hann hjá Samábyrgðinni og þá kostar það 400 þúsund krónur. Hann segir menn vera með þil- farsbáta án lensports og kalli þá opna. Magnús segir þetta ekki Siglingamálastofnun að kenna. Menn ráði því sjálfir hvort þeir byggi opna báta, sem þá verði að hafa fríborð og greiða leið fyrir sjó niður í botn skipsins eöa hvort þeir byggi þilfarsbáta með lensporti. Hann segir glanna hleðslu orsök óhappanna. Magnús segir að bátur sem fór niður á dögunum, Gummi í Nesi hafi mátt bera 1,3 tonn en hann hafi verið með rúm 4 tonn þegar hann sökk. Þegar óhöpp á borð við þetta á sér stað reyna tryggingafélögin að ná bátunum upp til að kanna orsakir óhappsins. Þau ku vera orðin tortryggin á óhöppin enda hefur nokkrum sinnum komið í Ijós að menn hafi sökt bátum sínum til að ná út trygg- ingafénu. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur sem kunnugt er verið með harða gagnrýni í Sjó- mannablaðinu Víkingi á vinnubrögð kollega sinna hjá Hafrannsóknastofnun. Jón hefur að vísu hald- ið uppi gagnrýni á stofnunina í mörg ár og er því heldur óvinsæll maður hjá yfirmönnum þeirrar ágætu stofnunar. Á dögunum fór Jón niöur á Hafrannsóknastofnun til að ræða við Hjálmar Vil- hjálmsson um eitthvert ákveðið mál. Jakob Jak- obsson forstjóri frétti af því að Jón væri í húsinu. Uppi varð fótur og fit og Jakob mjög órólegur. Hann róaðist svo þegar hann frétti að þessi kunni friðarspillir væri farinn. Eitt heitasta deilumáliö meðal sjómanna um þessar mundir er sú ákvörðun nokkurra sjó- manna í Vestmannaeyjum aö taka þátt í kaupa kvóta með útgerðinni. Samkvæmt samningum er það óleyfilegt að útgerðin láti sjómenn greiða fyrir aðkeyptan kvóta. Sjómenn standa hinsvegar frami fyrir því að vera stillt upp við vegg; viljið þið kaupa kvóta með okkur eða verða atvinnulausir ella? Þetta er sú hótun sem þeir standa frami fyrir og menn guggna auðvitað og gefa eftir. Og talandi um kvótakaup. Nú eru greiddar 155 til 160 krónur fyrir þorskígildið í varanlegum kvóta. Útgerðarmenn segja þetta verð borga sig upp á 3 árum. Þeir eru hinsvegar margir sem segja að slík kaup borgi sig upp á einu og hálfu til tveimur árum. Þegar útgerðarmenn tala um 3 ár miða þeir við verðlagsráðverð á fiski. Þeir sem seldu á mörkuðum í Englandi og Þýskalandi síðustu 8 mánuðina áður en verðið lækkaði í vor eru að minnsta kosti engin 3 ár að greiða upp kvóta á 160 krónur kílóið. Enn ein mistökin í sjávarútvegsráðuneytinu varðandi kvótakerfið eru nú að koma í Ijós. Það er kvótasetning á skarkola og úthlutun kvótans. Eins og svo oft áður fá allir allt of lítinn kvóta til þess að útgerðin geti borið sig. En það sem verst er í þessu máli er að fyrir nokkrum mánuðum sögðu menn í sjávarútvegsráöuneytinu að engin hætta væri á að settur yrði kvóti á skarkolaveið- arnar. Margir útgerðarmenn fjárfestu þá í dýrum búnaði til veiöanna. Nú sitja þeir hinir sömu uppi með svo lítinn kvóta að veiðarnar borga sig ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.