Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 22
V í K I N G U R „ORANGE ROUGHY“ BÚRFISKUR í ATLANTSHAFI Eftirfarandi grein birtist í tímaritinu „Fiskets Gang“ fyrir skömmu og þar sem nær engar upþlýsingar hafa ennfengist hérlendis um þennan „nýja“ verðmikla fisk álwað Víkingurinn að snara greininni. Líffræði og útbreiðsla „Orange roughy" (Holopstethus atlanticus Collett 1889) er af búrfiska- ætt en sú ætt kallast á ensku „slime- heads“ vegna þess að fiskarnir hafa slímfylltar holur undir roðinu á hausnum. Búrfískar lifa almennt við botn á dýpstu hlutum landgrunna. Margar tegundanna finnast í heims- höfunum þreni og þjappast saman á sérstökum svæðum. Búrfiskar veiðast bæði í botn- og flottroll og eins á línu og nýtast til matar eða í bræðslu. Það var upp úrl980 að FAO, Matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna, fór að gefa þessurn fískum gaum sem hugs- anlegri auðlind. Fiskarnir innihalda líka vaxkennda olíu sem gæti verið verðmæt. Búrinn er múrsteinsrauður á litinn en kjafturinn svartur að innan svo og tálknbörðin. Hann er einkum þekktur vegna mikillar veiði við Ástralíu og Nýja—Sjáland. Fræðirit segja að búr- inn sé dreifður um austanvert Atlants- haf, frá íslandi til Marokkó, frá Walvis Bay til Durban í Ástralíu en sjaldgæf- ari kringum miðbaug. í vestanverðu Atlantshafí hefur búrinn einungis fundist í Maineflóa. Aðrar tegundir af sömu ættkvísl eru útbreiddar í Atl- antshafí, einnig í hitabeltinu, en eru helmingi smávaxnari er „Orange roughy" sem getur orðið allt að 70 sm mueous cavities Teikning af fiski af búrfiskaætt. langur. Ein tegund af sömu ætt er búrfiskbróðir (H. mediterreneus) sem verður allt að 30 srn og finnst oft nokk- uð grynnra en búrfískur. Við Nýja—Sjáland er búrinn á 700- 1700 m dýpi.Veiðarnar hafa aðallega farið fram á 850-1000 m dýpi á hrygn- ingartímanum (júní /júlí). Austan við Nýja—Sjáland hefur einnig fengist mikill afli á 1600-1700 m dýpi. Þar ogá fleiri stöðum hafa veiðarnar verið stundaðar mestallt árið. Hins vegar hafa veiðarnar gengið best um hrygn- ingartímann vestan Nýja—Sjálands. Við rannsóknir á þessum svæðum hafa fundist 10-45 srn langir fiskar (standardlengd = heildarlengd físks- ins að frátöldum sporði). Sama stærð- ardreifíng er hjá hængum og hrygn- um og algengasta stærð í afla er 30- 40 sm fiskur. Kvarnirnar eru notaðar til aldurs- greiningar. Þó hringirnir í kvörnun- um hafi verið túlkaðir nokkuð mis- munandi þá sýna niðurstöður að vöxt- ur er hægur. Þannig eru 30 sm fískar 15-25 ára gantlir og hæsti aldur tæp 30 ár. Búrinn verður kynþroska um 30 srn langur og 20 ára gamall. Hrygning stendur yfír stuttan tíma að vetrinum (júní/júlí við Nýja—Sjáland), senni- lega í febrúar/mars í Norður—Atl- antshafi þegar fiskurinn myndar torf- ur um 100 m frá botni. Eggjafjöldi er frá 26.000-90.000 í hverri hrygnu, um 22.000 á hvert kíló í líkamsþyngd. „Orange rougiiy" er því meðal þeirra nytjafiska sem hvað fæst hrogn hafa. Fiskifræðingar á Nýja—Sjálandi halda að náttúruleg dánartala sé um 10% á ári og vilja meina að sóknin (fiskveiði- dánarstuðullinn) eigi að vera um 15% á ári. Erfðafræðirannsóknir með raf- KJELL H NEDREAAS, HAFRANNSÓKNASTOFNUNINNI í BERGEN ÞÝÐING: JÓN KRISTJÁNSSON 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.