Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 30
V I K I N G U R
■fgp. 9‘ . 1 (
’Mk Æ j ; ; MgT
f kS'
ir| lif: j
Þróunin hefur verið mjög ör, nú hafa„ mek-
anískar“ vogir vikið fyrir háþróuðum
tölvuvogum.
Löggildingarstofan tilheyrir nú iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytinu. Sig-
urður Axelsson, núverandi forstjóri
Löggildingarstofunnar, tók á móti
okkur í hlýlegri skrifstofu sinni að
Síðumúla 13.
„Það stendur til að flytja héðan í árs-
byrjun 1993 eftir rúntlega 15 ár. Það
eróhætt að fullyrða að húsnæðið full-
nægi ekki þeim kröfum sem við gerum
til prófunaraðstöðu.
Fyrsta húsnæði Löggildingarstof-
unnar var á Laufásvegi 16 og hafði
hún aðeins eina stofu til umráða en
þann 14. maí 1919 bættist önnur við.
Samhliða auknum umsvifum höfum
við auðvitað þurft stærra húsnæði.“
— Hvert er hlutverk Löggildingar-
stofunnar?
„Hlutverk hennar hefur allt frá
byrjun verið eftirlit, prófanir og lögg-
ildingar voga og mælitækja en með
tímanum ltafa starfshættir breyst. í
upphafí var auk voganna átt við vog-
arlóð, metrakvarða og mæliker, bæði
fyrir fasta og fljótandi vöru. 1 dag eru
flestar vogir með kraftnema og ra-
feindabúnað fyrir aflestur. Við höfum
minna með beinar rúmtaksmælingar
að gera en meira með rennslismæla
með teljara eins og til dæmis bensín-
dælur og vatnsmæla. Nú standa yfir
miklar breytingar á starfseminni. Það
er þó ekki vegna f ramfara í mælitækni,
heldur fremur vegna aukinnar sam-
ræmingar iðnaðarþjóða á löggjöf
sinni, þ.e. ntenn auka staðlanotkun
með niðurfellingu tæknilegra við-
skiptahindrana rnilli landa. Til að
mæta nýjum þörfum hefur verið
ákveðið að breyta og auka við starfssv-
ið Löggildingarstofunnar. Meðal ann-
ars eru deildirnar innan stofunnar
orðnar tvær, faggildingardeild og
mælifræðideild. Verkefnum þeirrar
síðarnefndu má skipta í tvennt og sér
eftirlitsdeild um annan þáttinn en
kvörðunarstofa um hinn.
Eftirlitið er framhald af því hlut-
verki, sem stofan hefur haft frá stofn-
un, en þó með mikilli aðlögun að sant-
ræmdum mælitæknilegum kröfunt
Evrópulanda og reyndar einnig kröf-
um alþjóðastofnana eins og OIML
(Alþjóða lögmælifræði stofnunin).
Þetta eftirlit byggist á því að viss mæli-
tæki er skilt að laka út eða löggilda
samkvæmt lögum og reglugerðum til
þess að tryggja ntegi rétt hins almenna
borgara og reyndar allra aðila í við-
skiptum sem fram fara samkvæmt ein-
hverjum mælingum.
Kvörðunarstofan fylgist með mæli-
Barnið er varla komið í heiminn þegar það er
sett á staðlaða vigt og síðan kemur vigtin
meira og minna við sögu hvers og eins.
30