Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 31
FRÁVÖGGU TIL GRAFAR tækjum eftirlitsdeildar en býður ann- ars almenna þjónustu sem beinist einkum að gæðakerfum og prófunar- stofum. Fagsvið kvörðunarstofu eru enn sem kontið er massi, rúmmál og hitastig. Stefnt er að því að bæta við kvörðum fyrir lengd og hugsanlega á fleiri sviðum, en nú er unnið að end- urnýjun tækjabúnaðar oghúsnæðis eins og fram hefur komið. Þessi þjón- usta verður í samkeppni við fjölda að- ila í nágrannalöndum okkar og hugs- anlega einhverja innlenda aðila. Pess má geta hér að eitt mikilvæg- asta hlutverk Löggildingarstofunnar er öflun, varðveisla og viðhald lands- mælistaðlanna, en það er sú viðmiðun sem allar mælingar á sömu fagsviðum byggja á ef mælitækin hafa ekki beinni tengsl við hina alþjóðlegu frummæli- staðla. Til að skýra þetta eitthvað nán- ar má nefna kílógrammalóðið í Sévres í París. Það er alþjóðlegi frummæli- staðallinn fyrir massaeininguna kg. Hjá SP í Svíþjóð er eftirmynd af París- areintakinu og okkar kílógrammalóð hefur verið borið saman við eintak Svíanna." — Ykkar starfssvið spannar þá í rauninni allt sem okkur landsmönn- um viðkemur. „Já, það er óhætt að fullyrða það og allt frá vöggu til grafar. Segja má að barnið sé varla komið í heiminn þegar það er sett á staðlaða vigt og síðan kemur vigtin meira og minna við sögu í lífi hvers og eins, hvort sem um er að ræða vigtun á einstaklingnum sjálfum vegna mismunandi tilfella, á hlutum sem hann kaupir, matvöru eða hverju sem er. Jafnvel þarf að mæla kistuna þegar maður yfirgefur þetta líf. Oll okkar viðskipti byggjast á vigtun. Ef við lítum á lifibrauðið okkar, sjávar- útveginn, þá er sama hvar drepið er niður fæti, allt þarf að vigta, hvar sem er og hvað sem er. Allt frá því að aflan- um er landað og þangað til varan er unnin og send úr landi.“ — Hefur mikil þróun átt sér stað á þessu sviði? „Já, þróunin hefur verið mjög ör í mælitækjum. Nú hafa „mekanískar" vogir vikið fyrir háþróuðum tölvuvog- um. Segja má að þróunin sé svo ör að okkar tæknimenn þurfa sífellt að vera í endurþjálfun." Sigurður er einn af ellefu starfs- mönnum Löggildingarstofunnar. Fjórir tæknimenn eru í eftirlit, einn verkfræðingur vinnur á stofunni, einn sérfræðingur er á prófunarstofu, einn rafvirkjameistari, tveir skrifstofu- menn og loks fulltrúi forstjóra. Sig- urður tók við sem forstjóri árið 19*76. „Ég byrjaði að vinna hér um ára- mótin 1961. Fram að því hafði ég starf- að sem flugvirki hjá Loftleiðum. Starf- ið hér var heillandi svo ég fékk frí til að læra um mælitæki og vogir, svo og um eftirlit og umsjón. Ég fór til Bretlands og var í þrjú ár við nám uns ég útskrif- aðist sem tæknifræðingur á þessu þrönga sérsviði. Auk þess starfaði ég hjá löggildingarstofum erlendis. Árið 1968 var ég settur fulltrúi við stofuna hér og hafði umsjón með eftirlits- og viðhaldsdeild en 1976 tók ég svo við sem forstjóri. Árin hér hafa verið sér- lega ánægjuleg. Starfið hefur verið íjölbreytt og gefandi. Ég hef átt því láni að fagna að hafa mjög áhugasamt starfsfólk. Það er næsta ótrúlegt að geta annað svo viðamiklu starfi um allt land með svo fáum starfsmönnum. Það krefst góðrar yfirsýnar og sam- stillts skipulags allra hér.“ ♦ íí Járntækni hf. Fjölnisgata 1A, Akureyri Sími: 96-26610 / 26620 Fax: 26804 • Öll járn- og rennismíði. • Fræsivinna. • Vélsmíði. • Þjónusta við útgerðina. • Smíðum úr rústfríu stáli og áli. • Efnissala — gerum tilboð. • Splittvindur. • Smíðum álfrystipönnur Sendum sjómönnum og fiskvinnslu- fólki bestu kveðjur á sjómanna daginn. ISHUSFELAG ISFIRÐINGA Eyrargata 2-4. • P.O.Box 18 Sími 94-3870 • Fax 94-4720 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.