Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 34
Alaska er fallegt og heillandi og þeir sjómenn sem þangað sœkja segja að ekki hvað síst sé það óm- enguð náttúran þar sem heillar. Þessar myndir sýna að þarna er mikil náttúrufegurð en lífið er ann- að úti á miðunum. eru þeir sóttir á sömu mið. Á þessum árstíma er oft veðravíti á Alaskantið- um og 40 mílna vindur á klukkustund er kallað gott veður en vindur hefur mælst á þessurn slóðum allt upp í 110 mílur á klukkustund. Það er mjög al- gengt að sjómenn fari fyrir borð og týnist og skip og bátar farist. Aðbún- aður hvað varðar öryggi sjómannanna er slæmur því það er reynt að halda öllum kostnaði niðri og því hefur gengið illa að fá útgerðirnar til að kaupa þau öryggistæki sem hér á landi eru talin sjálfsögð og eru jafnvel lög- leidd. Á Alaskamiðum eru auðvitað veidd- araðrar tegundiren krabbi, en íslend- ingarnir fara helst á þær veiðar sem gefa skjótan gróða, og það er krabb- inn. Hann er veiddur í einskonar gildr- ur, ferhyrndar járngrindur með neti utan um og vegur hver grind um 700 pund. Þegar þær eru komnar á skips- ljöl, uppstaflaðar í hundraða tali, þaktar ísingu svo að hér virðist vera ísskápur án utanbyrðis, þá er þyngdin orðin margfalt meiri. Starf hásetans er að miklu leyti fólgið í því að brjóta ísinn af gildrunum og af bátnum og getur slíkt veðurfar tafið veiðarnar svo mjög að engin stórveiði verður. Það er ekki spurt að því hver á vaktina, það er unnið þar til menn geta ekki lengur staðið í fæturna og þá er skipst á um að fá sér blund. Fingurnir bólgna og skinnið springur svo úr blæðir og ekki er óalgengt að menn kali í andliti og á fingrum. Það koma líka slík óveður að menn þakka guði fyrir að komast í var í tæka tíð. Þá er sárt að heyra í talstöð- inni neyðarkall báts, en geta ekki kom- ið til hjálpar nema að gjalda fyrir með lífi sínu. Stundum eru bræður, feður eða synir á þeim bát sem er að farast og ekkert er hægt að gera nema að bíða — bíða eftir að einhver komi þeim til bjargar — bíða eftir að veðrið gangi niður en það getur tekið allt að sex sólarhringum. Það er þrotlaus vinna að halda bátnum á floti þó að í var sé komið og lítið er um að menn geti hvílt sig, enda er hávaðinn slíkur af veður- ofsanum að varla heyrist mannsins- mál, hvað þá að hægt sé að sofa. 34

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.