Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Qupperneq 37
Sjórinn heillar
Sjórinn hefur heillað íslendinga svo
lengi sem sögur fara af. Því erekki óeðli-
legt að þeir kjósi að ferðast sjóleiðina
milli landa. Um aldir var ekki kosta völ
ef Islendingar vildu heimsækja aðrar
þjóðir, sjóleiðin var sú eina. Svo kom
flugið og farþegaflutningar á sjó lögð-
ust af — um tíma. Nú, þegar flugið er
orðið almenningseign og nýjabrumið
farið af því, líta menn gjarnan aftur til
sjóleiðarinnar, því varla er hægt að
hugsa sér þægilegri slökun í upphafi
sumarleyfísferðar en tveggja daga sjó-
ferð nteð góðu skipi þar sem stjanað er
við mann. Sjómenn ættu ekki síður en
aðrir að njóta þess, sérstaklega þar sem
aðrir sjá um að sigla skipinu.
Norræna ferðaskrifstofan óskar vinn-
ingshöfunum gleðilegs sumarleyfts og
góðrar heimkomu.
Emil Örn Kristjánsson
framkvæmdastjóri
NORRÆNA
ERÐASKRIFSTOFAN
Kveðja frá ferðaskrifstofunni ykkar
Um leið og við hjá Samvinnuferðum Landsýn óskurn vinningshafanum
til hamingju með vinninginn í áskrifendaleikSjómannablaðsins Víkings,
viljum við nota tækifærið og þakka Farmanna-og fiskimannasambandi
íslands fyrir ánægjulega samvinnu á liðnum árum.
Eins og öllum er kunnugt, eru Samvinnuferðir Landsýn í eigu nokkurra
stærstu verkalýðs- og launþegasamtaka landsins og Farmanna- og flski-
mannasambandið er einn af eigendum ferðaskrifstofunnar. Þess má geta
að Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri þess, situr í stjórn fyrirtækisins.
Hvers konar samstarf við félaga sambandsins er okkur hér því hugleikið
og sjálfsagt, enda í anda þess meginmarkmiðs fyrirtækisins að gefa sem
flestum tækifæri til að ferðast á sem hagstæðustu verði. Við vonum að
okkur takist að halda áfratn á þeirri braut.
Við vonum einnig að félagar innan sambandsins hafi kunnað að meta
tilboð okkar til eldri félaga í vetur, þegar við sendum nokkur hundruð bréf
til „eldri borgara" innan sambandsins. Þessu munum viðhalda áfram.
Ég vil svo að endingu hvetja ykkur, eigendur góðir, til þess að eiga áfram
góð samskipti við ykkar eigin ferðaskrifstofu og fullvissa ykkur urn að
starfsfólk hér á skrifstofunni, á söluskrifstofum og umboðsmenn urn land
allt munu kappkosta að veita eins góða þjónustu og þeim er unnt.
Með bestu kveðju:
Helgi Pétursson
markaðsstjóri
SsmvinmiíeriirLaiiúsýii
Pökkunarkerfi fyrir neytendapakkningar
Kassagerð Reykjavíkur hf. býður fisk-
framleiðendum heildarlausnir á pökkun
framleiðslu þeirra.
i því felst meðal annars:
Greining á þörfum viðkomandi framleið-
anda. Val á vélbúnaði og aðlögun að sér-
stökum aðstæðum hvers og eins. Hönn-
un og smíði nauðsynlegs aukabúnaðar
s. s. færibanda. Hönnun og framleiösla
umbúða. Uppsetning búnaðar og þjálfun
starfsfólks. Eftirlit og viðhald.
KASSAGERD REYKJAVÍKUR HF.
ER UMBO0SA0ILI A ISLANDI
FYR'R: DÍOtÍte®0G KLIKLOK
Veitve
■‘/"v# v.
KS2
Kassagerö Reykjavíkur hf.
KLEPPSVEGI 33 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 38383 - FAX 91-38598.
BATTRE
37