Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Qupperneq 39
í tilefni af 50 ára afmæli Landssambands íslenskra útvegsmanna var ráðist í það stórvirki að gera kvikmynd um sögu útgerðar og sjávarútvegs íslendinga frá árabátaöld fram á okkar daga. Afmælisgjöfin fékk nafnið Verstöðin ísland. Markmiðið Markmiðið með gerð myndarinnar er að efla vitund þjóðarinnar fyrir mikilvægi íslensks sjávarútvegs að fornu og nýju, auk þess að auka þekk- ingu yngra fólks á undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar. Myndin varðveitir heimildir um íslenskan sjávarútveg í kvikmyndaformi fyrir framtíðina. 50 milljónir Verstöðin ísland er í fjórum hlut- um. Þrír fyrstu hlutarnir eru sögulegs- eðlis en síðasti þátturinn nútímamynd. I fyrstu þremur hlutunum tvinnast saman gantlar ntyndir og leiknar sviðssetningar á merkum útgerðar- stöðum og sjósókn. Kvikmyndin er rúmar fjórar klukkustundir að lengd. Hver hluti er um 60 mínútur að lengd — síðasti hlutinn er þó lengstur eða fullar 73 mínútur. Óhætt er að full- yrða að hér sé um að ræða stærsta og viðamesta verkefni sem ráðist hefur verið í á sviði heimildakvikmynda- gerðar hér á landi. Kostnaðurinn er tæpar 50 milljónir króna eða um fjórð- ungur þess sem leikin íslensk kvik- mynd kostar miðað við lengd. Árabátatíminn Fyrsti hluti myndarinnar segir frá útgerðarháttum þjóðarinnar á ára- bátatímanum en sá tími stóð yfir allt frá landnámsöld og fram til síðustu aldamóta. Örstutt yfirlit er um sjávar- útvegssögu liðinna alda og fjallað um þilskipatímann. Þá eru fyrstu spor vél- væðingar í sjávargreinum rakin en notkunin hófst upp úr síðustualda- mótum, fyrst í bátaútgerðinni en svo með tilkomu togaraútgerðar. Vélvæð- ingin hafði í för með sér byltingu í sjávarútvegi fyrir gamla bændasantfé- lagið eins og glöggt kemur fram í myndinni. Við upphaf heimsstyrjald- arinnar fyrri verða svo kaflaskil. Nýja ísland Annar hluti myndarinnar spannar þrjátíu ár, frá 1920-1950. Þróunar- saga sjávarútvegsins á þessum árum er rakin en á þessurn tíma leggur sjávar- útvegurinn grunn að þeirri gjör- breyttu samfélagsgerð á Islandi sem tekur við af gamla bændasamfélaginu. Myndin sýnir þá miklu uppbyggingu sem átti sér stað í útgerð og fískvinnslu á þriðja áratugnum á sama tíma og miklir erfiðleikar á fiskmörkuðum steðjuðu að. Lýst er baráttunni í sjáv- arútveginum á kreppuárunum er tók á sig nýja mynd við breyttar aðstæður í seinni heimsstyrjöldinni. Öðrurn hluta myndarinnar lýkur með nýsköp- uninni, endurreisnarátaki eftirstríðs- áranna. Baráttan Þriðji hluti myndarinnar Verstöðin ísland spannar árin frá 1950 allt fram til ársins 1989 og fjallar um baráttu íslendinga fyrir tilverugrundvelli sín- um. Sveiflurnar í aflabrögðum á þess- um tíma leiða til þess að úthafsveiðar koma til sögunnar í æ ríkari mæli. Átökin um útfærslu landhelginnar fær sinn skerf en á sama tíma á skut- togaravæðingin sér stað. Greint er frá kvótakerfinu sem íslendingar settu til að takmarka eigin sókn. Þriðji hluti myndarinnar endar á tilkomu stóru loðnuskipanna og vaxandi vinnslu um borð í frystiskipum. Ár í útgerð Fjórði og síðasti hluti myndarinnar leggur áherslu á samspil útgerðar og fiskveiða í lok níunda áratugarins. Myndin hefst á vetrarvertíð og endar á jólunt. Vertíðarbáturinn Suðurey VE og ísfisktogarinn Breki VE eru full- trúar fiskiskipaflota landsmanna. Skipverjar þessara skipa og útgerðar- menn leika aðalhlutverkin. Suðurey stundarnetaveiðar á vetrarvertíðinni, trollveiðar yfir sumartímann og síld- veiðar í nót um haustið. Togarinn Breki er farinn að láta á sjá í byrjun mundarinnar og er hann sendur í lengingu og meiriháttar viðhald til Póllands urn sumarið. Um haustið hefur hann veiðar á ný og siglir undir jól með aflann á markað í Bremerhav- en. Fimm sviðsetningar Verstöðin ísland er að mörgu leyti óvenjuleg mynd og má m.a. nefna að engin viðtöl eru í myndinni svo formið reynir mikið á myndefnið. Við gerð sögulegu myndhlutanna voru fimm atriði sett á svið. Upphafsatriðið frá árabátatímanum var sviðsett í Ósvör í Bolungarvík þar sem reist var árabáta- verstöð á rústum verstöðvarinnar sem fyrir var. „Verstöðin" gegnir nú hlut- verki sjóminjasafns í Bolungarvík. Frá skútuöld voru sviðsett tvö atriði, ann- að í Neðstakaupstað á ísafirði en hitt atriðið var tekið um borð í kútter Sig- urfara á Akranesi. Fjórða atriðið var sviðsett í Hausastaðafjöru á Álftanesi og lýsir móttöku vélbáts í upphafivél- bátaaldar. Fimmta atriðið er sviðsett í fjöllum og lýsir ferðum vermanna á milli landshluta um hávetur. Hátt í 40 manns koma fram í leiknum atriðum myndarinnar, allt áhugafólk á þeim stöðum þar sem atriðin voru kvik- mynduð. Handritagerð, gagnasöfnun og stjórn myndarinnar annaðist Erlend- ur Sveinsson, kvikmyndatakan var í höndum Sigurðar Sverris Pálssonar en Þórarinn Guðnason sá um liljóð- upptöku. Þeir félagar fengu frjálsar hendur um alla mótun verksins en LÍÚ fjármagnaði myndina alfarið. Undirbúningsvinna hófst haustið 1986 en kvikmyndataka í mars 1988. Kvikmyndatöku var að mestu lokið ár- ið 1990 en endanlegri úrvinnslu 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.