Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 41
HVERNIG STEINBÍTUR FJÖLGAR SÉR LJÓSMYNDIR: KRISTJÁN EGILSSON SAFNVÖRÐUR TEXTI: JÓN KRISTJÁNSSON FISKIFRÆÐINGUR K ■ ^Lristján Egilsson hjá Náttúr- ugripasafninu í Vestniannaeyjum tók þessar myndir í vetur, en steinbítur hrygndi þá hjá þeim í safninu. Hrygn- an hætti að taka til sín fæðu rúmum tveim mánuðum fyrir got. Þegar leið að hrygningu var færður til hennar hængur og þá uppgötvaðist nokkuð sem ekki var vitað áður. Dýrin létu vel hvort að öðru og eðlun átti sér stað. Hjá flestum fiskum frjógvast hrognin eftir að þeim hefur verið gotið en hjá steinbítnum fór frarn innri frjóvgun. Gotið hófst 2. desember, um sex tím- um eftir mökunina sem hafði staðið með hléum í sex tírna. Það tók hrygn- una hálftíma að losa sig við öll eggin og þá hnoðaði hún þeim saman í kúlu sem hún hringaði sig síðan utan um. Kristján vildi ekki hætta á að hængur- inn færi að éta hrognin svo hann fjar- lægði hann úr búrinu. Eftir tvo mán- uði við 7,1 stiga hita klöktust hrognin út. ♦ Augnhrogn; sjá má augu fóstranna innan i eggjunum. Nýklakin seiði með forð- anæringu í kviðpoka. Foreldrarnir saman í búrinu stuttu eftir gotið. Eins gott að passa vel upp á sína. 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.