Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 46
V f K I N G U R vom nánast um 30 af hundraði þeirra sem vom á staðnum. Það vakti athygli bæjarbúa að Bretar skutu aldrei á þýsku flugvélarnar sem komu yfir fjörðinn, enda þótt þeir hefðu sett upp nokkrar loftvarnabyssur. Þegar flugvélanna varð vart þustu bresku hermennirnir út úr skálunum og skýldu sér við íbúðarhús bæjarmanna. Það var eins og þeir væm í felum. Það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn komu og tóku við hinn 5. september 1942 að þetta breyttist. Þeir kornu með stórar loftv- arnabyssur og gnægð skotfæra og yrði Húnanna (Þjóðverjanna) vart logaði loft- ið af skothrið. Bandaríkjamenn settu fljótlega kaf- bátagirðingu í fjörðinn og sömuleiðis lögðu þeir tundurduflagirðingar. Sum duflanna vom botnlæg og tengd tundur- þráðum í landi. Þannig gat herinn sprengt þau frá sérstakri stjórnstöð, sem SKIPA- OG BÁTAVÉLAR 9-1100 hestðfl YANMAR véiarnar eru ein- staklega léttar og fyrir- ferðarlitlar og þekktar fyrir vandaða hönnun og mikla endingu. Eigum á lager og væntan- legar: Gerð 4LH: 110,140 og 170 hö. Gerð 4JH: 41,52,63 og 74 hö. Hagstætt verð. Sala- Ráðgjöf - Þjónusta M MERK M IHII Skútuvogi 12A ■ ® 82530 var hjá bænum Þórarinsstöðum sunnan (jarðar. Þaðan lágu duflalínurnar norður yfir fjörðinn. Frá Hánefsstaðaeyrum lá flotduflagirðing norður yfir og á henni var hlið. Varðskip flotans gætti hliðsins og urðu allir sem leið áttu um fjörðinn að hafa samband við það. Þá var enn dufla- girðing utar í firðinum. Seyðisfjörðurinn var á þessum ámm sannkölluð herskipahöfn. Þangað komu herskip sem voru í ormstunni um Ad- antshafið. Þeirra á meðal Hood, sem þýska herskipið Bismark sökkd síðar fyrir norðvestan Island. Þeir Einar og Hörður Vilhjálmssynir frá Hrólfi reru oft til fiskj- ar og vom fengsælir því mikill fiskur var í Seyðisfirði á þessum tíma. Áhafnir hersk- ipanna sem lágu úti á firðinum kölluðu oft og báðu þá að selja fisk. Þeir fóru þá helst að stóm herskipunum, King Geor- ge V, Hood og fleiri stórskipum. Þarna fóm fram vömskiptí. Fyrir fiskinn fengu þeir ýmislegt sem var fáséð á skömmtun- artíma stríðsáranna, ávextí, niðursuðu- vörur ofl. Risastór flugvélamóðurskip vom þarna tíðir gestir og orrustuskip, beitiskip og tundurspillar komu og fóru. En Þjóð- veijar komu líka í heimsókn af hafi. Þýskur kafbátur heimsækir Seyðisfjörð Það var eitt sinni um nótt — klukkan að ganga tvö — að fólk kom af dansleik og var á leið út með firðinum. Það tók þá eftir stómm kafbáti sem sigldi inn fjörð- inn með suðurströndinni, alla leið inn að Ölfueyri þar sem kafbátanetið var. Hann sigldi svo út á miðjan fjörðinn og lagðist við varðskip flotans sem lónaði þar á lognkyrmm sjónum. Einar Viljálmsson, 14 ára sonur lijón- anna á bænum Hrólfi var vakandi og fór ásamt fleira heimilisfólki út að horfa á. Varðskipsmenn virtust ekki verða kaf- bátsins varir og engin hreyfmg síist þar um borð. Hjálmar sýslumaður Vilhjálmsson var látinn vita af kafbátnum og hann hafði samstundis samband við herstöðina á Vestdalseyri. Þar vom m.a. miklar fall- byssur og tveir stórir ljóskastarar sem sí- fellt var beint út fjörðinn. Á Vestdalseyri morsuðu menn með ljóskösturunum og tókst um síðir að gera skipsmönnum á varðskipinu ljóst hvaða gesti þeir hefðu fengið í heimsókn. Fjörðurinn er mjór og þessa nótt var stilla og hljóðbært. f varðskipinu varð uppi fótur og fit. Varðskipsmenn mönn- uðu fallbyssu sem var á palli fyrir framan yfirbygginguna og beindu henni að kaf- bátnum, en hann var svo nærri að ógjör- legt var að miða svo neðarlega. Kafbátur- inn seig í kaf og hvarf. Varðskipið var lítill togari og hafði ekki djúpsprengjur. Herskip sem lá inni á Seyðisfjarðarhöfn var sent á staðinn en það kom fyrst eftir um það bil tvær stundir. Þeir fóru mikinn út fjörðinn og létu djúpsprengjum rigna á bæði borð. Daginn eftir barst frétt um að brak hefði rekið við Brimnes og einnig að þar hefði sést olíubrák. Allt benti til þess að kafbátnum hefði verið grandað. Þennan dag var Mb. Gulltoppur, bátur Þórarins Daníelssonar, að veiðum. Bátsveljar höfðu lagt línuna út af Skálanesbjargi og voru að draga. Þá kemur allt í einu kaf- bátur úr djúpinu og siglir út með bjarg- inu. Kafbátsmenn komu upp og röðuðu sér á þilfar bátsins og veifuðu til skipveija á Gulltoppi á meðan kafbáturinn sigldi hjá á hægri ferð. Enginn vafi var talinn á að þarna hefði verið sá hinn sami sem heimsótti Seyðis- fjörð og varðskip bandamanna nóttina áður. Augljóslega hafði þessi kafbátur verið kominn inn fyrir tundurduflabeltin í firðinum, bæði þau sem hægt var að sprengja úr landi og takkadufl sem einn- ig voru þar. Síðar á stríðsárunum kviknaði í stjórn- stöðinni og hún brann til grunna. Nú var illt í efni, öll stjórntæki til sprenginga duflanna öskubrúga ein en brunnir Þegar flugvélanna varð vart þustu bresku hermennirnir út úr skálunum og skýldu sér við íbúðarhús bæjarmanna. Það var eins og þeir væru í felum. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.