Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 49
E L G R I L L 0 að stríðsátökum þar sem mannslíf voru í veði á báða bóga. Ég tók heldur ekki eftir því hvort ljósmyndarinn náði myndum af sjálfri árásinni. Þetta var allt svo spenn- andi.“ Um borð í E1 Giillo var ekki vitað um hættuna fyrr en í þann mund sem árásin var að hefjast. Skipstjóri skipsins hafði setið á tali við yfirstýrimann og var í þann mund að ljúka samtalinu, var staðinn upp þegar hann heyrði vélbyssuskothiTð. Daginn áður höfðu borist skilaboð um að Bandaríkjamenn, sem voru í bækistöð ut- ar í Seyðisfírði, mundu halda skotæfmgu þennan dag. Þegar vélbyssuskotlrnðin hófst sagði skipstjórinn við stýrimanninn að nú mundi þessi æfing Kana hafin. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar ógurleg sprenging kvað við og svo hver af annarri. Skipið hristist og kastaðist til. Skipstjórinn féll við og hentist fram gang fyrir framan stýrimannsklefann. Hann stóð þó skjótt á fætur og hljóp upp í brú. Loftskeytamaður skipsins stóð við Oerlikon loftvarnabyssu frenrst á stjóm- borðs brúarvæng og skaut án afláts í átt að flugvélunum þrem sem nú voru að hverfa yfir suðurfjöllin. Á bakborðs brúarvæng vom skodiðar enn að undir- búa skotárás á flugvélarnar en voru seinni fyrir en loftskeytamaðurinn. Skip- stjórinn og menn hans álitu að flugvél- amar þrjár væru af gerðinni F.W. 200. (Focke WulfCondor) og væm í 10 þús- und feta hæð. Þijár sprengjanna höfðu fallið í 8-10 metra fjarlægð frá framskip- inu bakborðsmegin, ein í svipaðri fjar- lægð stjórnborðsmegin en sú fimmta nokkru fjær og nær landi. E1 Grillo tók nú að sökkva hratt að framan og sýnilegt var að miklar skemmdir höfðu orðið á skips- skrokknum neðan sjólínu. Einar Vilhjálmsson var á leið að Hrólfi laust fyrir hádegi þennan dag. Hann hafði átt erindi í bæinn og var á heimleið. Hann var staddur spölkorn fyrir utan Melstað þegar heyrðist til flugvéla og hann sá þrjár stórar fjögurra hreyfla vél- ar koma úr austri og stefna á Seyðisfjarð- arkaupstað. Flugvélarnar vom í mikilli hæð. Hann missd sjónar á þeim um hnð þegar Strandartind bar á milli. Hann heyrði síðar sprengingar. Þegar flugvélarnar þrjár sneru aftur til austurs og flugu út með Seyðisfirði hófst mikil loftvarnaskot- hríð á þær frá herstöð Bandaríkjamanna á Þórarinsstaðamelum. Einar sá flugvél- arnar kastast til þegar sprengikúlur sprungu skammt frá þeim en þrátt fyrir það héldu þær stefnu og hurfu til hafs. Auðvelt var að fylgjast með ferli skot- anna, þar sem tíunda hver kúla var sjálf- lýsandi til þess að auðvelda skyttunum ædunaiverk sitt. Yfirstýrimaður hafði komið á stjóm- pall á hæla skipstjórans, sem nú gaf skip- un um að reyna að renna skipinu á land. Vélaliði var skipað að vera tílbúið. Yfir- stýrinranni sagði hann að fara fram á og létta akkeri. Það kom strax í ljós að akker- isvindan var óvirk vegna skemmda frá sprengjunum. Þar sem allir olíugeymar skipsins voru svo til fullir, var eina flotið í framlestinni og vélarrúminu. Nú fylltist framlestin af sjó og unt leið og skipið seig hratt spýtdst olía upp á þilfarið og út um rifur á skipssíðunni. Skipstjóri gaf nú yfirstýrimanni skipun um að sleppa akk- eriskeðjunni en 2. stýrimanni að sjósetja bakborðslífbát á aftara bátaþilfari og björgunarfleka. E1 Grillo seig mjög ört að frarnan. Skip- stjóri ályktaði að skipið mundi sökkva á næstu augnablikum og gaf nú flestum í áhöfninni skipun um að yfirgefa það. Meðan á þessu stóð sendi loftskeyta- maður skipsins skeytí í land: „Emm að sökkva — reynum að renna skipinu á land“ Svarskeytí barst um hæl: „Er skipið skemmt?" Skipstjóri svaraði: „Já, sendið bát.“ 2. stýrimaður tilkynnti skipstjóra að stýri skipsins væri úr sambandi, önnur stýriskeðjan slitin og stýrisfjöðrin föst. Aðeins 15 mínútum eftir árásina vatn- aði yfir bakka og akkerisrindu og sýnilegt var að skipið myndi ekki fljóta öllu leng- ur. Skipstjóri gaf skipun um að öll áhöfn- in skyldi yfirgefa skipið og að lífbátur afturá biði. Hann hraðaði sér til íbúðar sinnar, tók dagbók skipsins og fleiri skjöl. Þegar hann var á leið út sá hann poka með leyniskjölum svo sem dulmálslykl- um ofl. Skipstjóri lét pokann inn í íbúð sína, hugsaði sem svo að þau væm betur geymd á hafsbotni en þar sem einhver óhlutvandur gæti náð til þeirra. Hann hraðaði sér aftur eftir skipinu og var síð- asti maður í lífbátinn. Þá var klukkan 11:20 í því sökk framendi skipsins til botns. KEMHYDRO- salan Sími 91-12521, Reykjavík ^ C-treat 6 gegn gróður- og skelmyndun í sjólögnum. ^ Fueltreat 710 Svartolíubætiefni. DM 8:1 og 410 T æringarvarnar- efni fyrir gufukatla. Cooltreat 651 Tæringarvarnar- efni fyrir díselvélar. ^ Breskir Olíu-og rafskautakatlar, katlaþjónusta. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar ógurleg sprenging kvað við og svo hver af annarri. Skipið hristist og kastaðist til. 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.