Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 52
V í K I N G U R
NYJUNGAR OG TÆKNI
EINAR G. GUNNARSSON
ÍSLENSK NÝJUNG
Til að fylgjast með snúningi á út-
blásturslokum í dísilvélum
Þegar tekin var upp brennsla á
svartolíu í dísilvélum kom í ljós, eins
og talið hafði verið, að eftirlit með
vélunum og einstökum álagshlutum
þeirra verður að vera betra og reglu-
bundnara en oft tíðkast til að ekki sé
hætta á alvarlegum bilunum.
Einn af þessum hlutum vélanna
sem álag eykst verulega á við
brennslu á svartolíu er útblásturslok-
inn.
Varmaálag og álag vegna útfell-
inga á lokana verður meira en ella og
hefur aðalráðið til að koma í veg
fyrir skemmdir á þeim verið að stytta
þann tíma sem líður milli þess að
lokarnir eru teknir upp til skoðunar
og hreinsunar. Líka hefur verið
kornið fyrir svokölluðum hverfihett-
um á lokaleggnum.
STOFNAD
7. okt. 1893
Skipstjóra- og stýrimannafélagið
‘Zldan
^VENFÉL4C/j
STOFNAÐ
11. feb. 1959
hefur á undangengnum árum,
leitast við að efla félagsstarf og tengsl við félagsmenn.
Verðandi skipstjórnarmenn athugið! Við inngöngu í félagið er lagður
grunnur að félags- og kjaralegum réttindum. Höldum hópinn, vertu með.
Skrifstofan er í Borgartúni 18, 105 Rvík., s. 629938, fax 629934.
Aldan sendir félögum sínum og fjölskyldum þeirra
kveðjur á sjómannadaginn og árnar þeim allra heilla.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN er elsta stéttarfélag landsins.
52