Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Qupperneq 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Qupperneq 53
Hverfihettan (rotocap) er búnaður sem kemur í stað hefðbundinnar gormstéttar og veldur því að lokinn snýst um nokkrar gráður í hvert sinnsem hann opnar og jafnar þann- ig varmaálagið á lokakeiluna. I’egar hettan slitnar, hægir smám saman á snúningi lokans og að lokum hættir hann að snúast. Þegar svo er komið líður oftast tiltölulega skammur tími þar til lokinn ofliitnar að hluta og brennur ef ekkert er að gert. Ráðið sem notað hefur verið gegn þessu hefur verið að skipta um hverfihettur reglubundið og nægjan- lega tímanlega áður en snúningur lokans hefur stöðvast. Þessi þröngu tímamörk á notkunartíma hverfihett- anna gera það að verkum að oft eru þær í fullkomnu lagi þegar skipt er um hettur og þeim gömlu hent. Stafar það aðallega af því að á flestum dísilvélum er mjög erfitt um vik að fylgjast með snúningi lokanna þegar vélin er í gangi vegna þess að þeir eru undir loki þar sem allt flýtur í olíu. Nú er komið á markað hér íslenskt mælitæki sem Útgerðartækni hf. hefur þróað og séð um smíði á og ætlað eriil að mæla snúning lokanna. Með mælitækinu er því hægt að sjá hvort hverfihettan vinnur rétt þótt dísilvélin vinni með fullum afköstum. Það ætti því að vera minni hætta á skemmdum á útblásturslokum og færri tafir sem leiða af slíkum bilun- um þar sem tæki þetta er notað reglubundið lil að fylgjast með snún- ingi lokanna. Eins og vel má sjá á myndunum er tækið einfalt og fyrirferðarlítið. En það er líka auðvelt í notkun. Aðeins þarf að koma fyrir 15 mm stálröra- nipplum í ventlalokum vélarinnar yfir hverfihettunum og má þá renna nema mælitækisins niður að hverfi- hettunni og lesa snúning lokans án þess að fjarlægja ventlalokin. Með notkun þessa mælitækis má því fylgjast betur með lokunum í vélinni og tryggja að ekki sé verið að henda hverfihettum sem eru í full- komnu lagi og að hverfihettur sem ekki eru í lagi séu fjarlægðar. Mögu- leikar á að fylgjast með snúningi lokanna verða betri og mábúast við lengri endingu þeirra jafnt sem hverfihettanna og þannig minnka kostnað við endurnýjun þessara hluta. Tækið má líka nota hvort sem vélin er búin hverfihettu sem komið er fyrir ofan á lokagormi eða undir honum. Framleiddar hafa verið tvær gerðir af tækinu, sú sem sýnd er á mynd- inni og ætluð er til að færa á milli loka til að kanna hvort þeir snúist eðlilega. Þessi gerð er mjög einföld og gefur snúning lokans til kynna með því að ljós á henni blikkar við hvern hring sem lokinn snýst. Má þá telja hve ntarga hringi lokinn snýst á rnínútu. Helstu mál tækisins eru sýnd á teikningunni en það vegur um 450 gr- Hægt er líka að fá tækið þannig útfært að nemi er fast staðsettur við hvern loka sem fylgjast á með og ein aflestrarstöð er fyrir alla nemana. Stöðin kannar þá með reglulegu millibili snúning allra lokanna og gefur til kynna með viðvörun ef snúningur einhvers þeirra fer niður fyrir innstillt viðvörunarmörk. Örn Marelsson hjá fyrirtækinu Útgerðartækni hf., Hafnarhúsinu Tryggvagötu, 101 Reykjavík veitir allar nánari upplýsingar urn tækin. ♦ L GSvarahlutir ^ Hamarshöffta 1 Hamarshöfða 1 Sími 676744, Fax:6737Ó3 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.