Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Side 54
V í K I N G U R MARKAÐSFRÉTTIR ÞRÖSTUR HARALDSSON BLAÐAMAÐUR HORFURNAR Breytingarnar í íslenskum sjávarút- vegi gerast hratt þessa dagana. Á ráð- stefnu sem ég sótti fyrir skemmstu kom fram að ekki fer á milli mála að kvótinn er að safnast á hendur æ færri fyrirtækja og útgerðarmanna. Ellefu stærstu fyrirtækin í íslenskum sjávar- útvegi eiga nú um 30% af öllum afla- heimildum sem úthlutað er af sjávar- útvegsráðuneytinu. Fyrir hálfu öðru ári var hlutdeild þessara sömu fyrir- tækja einungis helmingurinn af því sem hún er nú, eða rúm 14%. Á sextán mánuðum keyptu þessi fyrirtæki afla- heimildir að verðmæti á að giska tveir milljarðar króna en heildareign þeirra í kvóta er metin á um sautján millj- arða. Fyrirtækin í þessum hópi voru blanda af gömlum „risum“ í íslenskum sjávarútvegi, fyrirtæki á borð við Granda og Útgerðarfélag Akureyr- inga, og nýrri fyrirtækjum sem vaxið hafa í krafti frystitogaraútgerðar, fyrirtæki einsog Samherji og Skag- strendingur. F.innig eru þarna fyrir- tæki sem hafa orðið stór við samruna eða uppkaup á öðrum fyrirtækjum. Alls hafa þessi fyrirtæki tvöfaldað veiðiheimildir sínar á þessum sextán mánuðum og gott betur. Að sjálf- sögðu þýðir það að útgerðarmenn, sem áður höfðu heimildir til að veiða ríflega fimmtfu þúsund tonn af þorsk- ígildum, hafa dregið saman seglin eða hætt rekstri. Þeir geta nú ornað sér við milljarðana tvo sem þeir fengu fyrir viðskiptin. Á því leikur því enginn vafi að hagræðingin í íslenskum sjávarút- vegi gengur hratt fyrir sig. Varla líður svo vika að ekki heyrist af því að fyrir- tæki hafi sameinast eða eitt keypt ann- að, og þorskígildin eru á miklum spretti milli landsliluta. Athyglisvert er hve stór hlutur Norðurlands er í kvótakaupunum, norðlensk fyrirtæki hafa bætt verulega við sig kvóta á kostnað annarra landshluta. Enda eru tvö af þremur stærstu fyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi norðlensk. Sjálfsagt greinir menn á um hvort þessi þróun sé af hinu góða. Sumir liafa haldið því fram að þetta sé allt í lagi svo fremi eignarhaldið á fyrirtækj- unum sem eftir lifa sé nógu dreift, þ.e. að þau séu almenningsfyrirtæki. Oðru máli gegni um einkafyrirtæki þar sem duttlungar örfárra manna geta ráðið þvf hvernig aflanum er ráðstafað. Þær raddir heyrast einnig að það sé óheilla- þróurt að fiytja allan veiðiskap við landið út í stórvirka togara því vitað mál sé að fiskur sem veiðist á línu eða handfæri sé miklu betra hráefni. Þeir benda á að engum detti í hug að senda togarafisk flakaðan úr landi með fiug- vélum og fá þannig hæsta mögulega verð fyrir hann. Það sé einungis trillu- fiskur sem landað er samdægurs sem hægt sé að nýta í slíkan útflutning. Á áðurnefndri ráðstefnu benti einn ágætur brautryðjandi í fiskmarkaðs- málum á það að öll fyrirtækin á listan- um sem vitnað var til hefðu ekki ein- göngu rétt til að veiða fiskinn heldur einnig til að ráðstafa honum í vinnslu. — Þessi fyrirtæki selja ekki fisk heldur fiskafurðir. Ef ég fer um borð í einhvern togarann frá Granda og býð skipstjóranum 100 kr. fyrir kílóið kemur Brynjólfur Bjarnason og segir að hann sé búinn að kaupa allan fisk- inn um borð fyrir 60 krónur kílóið, sagði hann. Þetta dæmi sýnir að þeim fyrirtækjum vex ásmegin sem snið- ganga fiskmarkaðina. Það dregur úr þeim áhrifum sem markaðirnir gætu haft á þróun íslensks sjávarútvegs og flestir (allavega utan fyrirtækjanna ell- efu) eru sammála um að hafi hingað til verið af hinu góða. Hærra fiskverð hefur skilað sér í auknum tekjum sjó- rnanna (eða í það minnsta dregið úr kauplækkunaráhrifum aflasamdrátt- arins) og ýtt á eftir hagræðingu í vinnslunni sem er ekki minna mál en að draga úr sókninni. Á þessari ráðstefnu var helsta um- ræðuefnið hver ætti fiskinn í sjónum og hvernig ætti að stjórna aðgangin- um að þverrandi liskstofnum. Þar var nefnt eitt dæmi um ntisheppnaða fisk- veiðistjórnun við vesturströnd Norð- ur-Ameríku. Þar veiðist lúða í nokkr- um mæli og lengi vel var sóknin í hana að smáaukast. Svo þóttust menn greina að stofninn væri í hættu og ákváðu að banna lúðuveiðar ákveðna daga á ári. Útgerðarmenn brugðust við með því að kaupa sér stærri og fleiri skip og smátt og smátt þróaðist þetta á þann veg að nú eru lúðuveiðar leyfðar í 36 klukkustundir á ári. Þenn- an stutta tíma stundar veiðarnar óvíg- ur floti öflugra veiðiskipa og enginn þorir að spá um afleiðingarnar. Þetta var reyndar nefnt sem víti til varnaðar þeim sem halda því fram að taka beri upp hreint sóknarmark í veiðunum hér við land. Það var mál manna að slíkt kerfi gæti ekki gengið nema því fylgdi markviss og örugg stýring á fjárfestingum. Að öðrum kosti þenst flolinn enn meira út en nú er raunin. Útgeröarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum. skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.