Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Qupperneq 62
V í K I N G U R
RF - BAKHJARL
Á TÍMUM BREYTINGA
í tæplega sextíu ár eða frá árinu
1934 hefur Rannsóknastofnun físk-
iðnaðarins starfað í þágu fiskiðnað-
arins enda var meginmarkmiðið með
stofnuninni að stuðla að bættum hag
hans. Aukin þekking í fiskiðnaði
krefst sérþjónustu á borð við þá sem
RF veitir.
Fjölmargir aðilar leita þjónustu hjá
RF og má nefna ýmis opinber fyrir-
tæki, framleiðslufyrirtæki, einstakl-
inga, sölusamtök, útgerðir, vélafra-
mleiðendur, umboðsaðila, út- og
innflytjendur, ráðgjafa, hönnuði og
uppfinningamenn.
En hvaða þjónusta er í boði? Hún
er afar fjölbreytt og felst m.a. í sjálf-
stæðum rannsóknum stofnunarinn-
ar.Þjónusturannsóknum á borð við
efna- og örverumælingar. Uttektum,
ráðgjöf og rannsóknum tengdum
þeim. Til að stuðla að bættri nýtingu
Við rákumst á klausu í blaðinu
Fréttir, sem gefið er út í Vestmanna-
eyjum, þar sem bent er á hættuna á
því að Stýrimannaskólinn verði lagð-
ur niður. Astæðan er sú að ínýsa-
mþykktri reglugerð um stýrimanna-
skóla er skilyrði fyrir inngöngu einn
vetur í framhaldsskóla. Hingað til
hefur próf úr 10. bekk grunnskóla
nægt.
NOR-FISHING
’92
Dagana 11.-15. ágúst verður fjórt-
ánda alþjóðlega sjávarútvegssýningin
haldin í Þrándheimi í Noregi, Nor-
Fishing ’92.
Þessi viðamikla sýning þekur
15.000 fermetra svæði, 13.000 innan
dyra en 2000 utan. Sýningin er í sex
sýningarhöllum og það verða yfir
500 fyrirtæki sem sýna nýjustu fram-
leiðslu sína og þjónustu tengda sjáv-
eru vinnsluferli athuguð, nýting
tnæld, komið er með tillögur til úr-
bóta og hvernig fylgja megi þeirn
eftir, ráðgjöf um notkun aukaefna,
umbúðir og fleira. Öflun upplýsinga
um nýjungar, tæki, einkaleyfi og
fleira. Tækjaprófun og athugun á
vélakosti. Vöruþróun, en RF hefur
hönd í bagga með þróun á uppskrift-
um nýrra afurða og hvernig betrum-
bæta megi eldri uppskriftir. Þróunin
felst einnig í gæðamati á nýjum af-
urðum, þjálfun í gæðamati, sérhæfð-
um námskeiðum á ýmsum sviðum,
s.s. í umbúðafræðum, um vöruþróun
í sjávarfangi og í hreinlætismálum.
Nú starfa um 50 manns hjá RF,
þar af sérfræðingar í greinum tengd-
um fiskiðnaði, m.a. efnafræði, örver-
ufræði, matvælafræði, verkfræði og
fiskeldisfræði.
Menn eru uggandi unt framtíðina,
ef farið verður eftir þessari reglu-
gerð í haust. Telja þeir að þarna sé
kominn þröskuldur sem verði til þess
að enginn sæki um 1. stigið næsta
skólaár. Gæti það leitl til þess að
enginn nemandi yrði í skólanum
eftir að þeir sem nú eru á 1. stigi
útskrifast vorið 1993.
arútvegsframleiðslu. Það verður því
fátt sem tengist sjávarútveginum sem
ekki verður á Nor-Fishing ’92 sýn-
ingunni.
TÓBAKIÐ
BURT!
Áhugamenn um tóbaksvarnir
hafaunnið mikið og gott starf á und-
anförnum árum. Ymsum brögðum
hefur verið beitt til að halda okkur
frá þessum skaðvaldi sem tóbakið er,
áróðurinn hefur verið gegndarlaus,
ekki síst í því augnamiði að gera ungt
fólk fráhverft tóbaki, og fræðslan
hefur verið mikil. En betur má ef
duga skal. Það var okkur á ritstjórn
Víkingsins mikil ánægja að fá bréf
frá Krabbameinsfélaginu fyrir stuttu
þar sem við vorum beðin um að
leggja málefninu lið á einfaldan hátt.
Krabbameinsfélagið skorar á útgef-
endur og ljósmyndara blaða og tíma-
rita að forðast að birta myndir af
reykjandi fólki, ekki síst ef um er að
ræða áhrifamiklar fyrirmyndir ungs
fólks, til dæmis vinsæla tónlistar-
menn, sýningarfólk eða leikara.
Sömu áskorun er beint til þeirra sem
framleiða efni til sýningar í sjónvarpi
og í kvikmyndahúsum.
SKIPULAGT
SJÁLFSNÁM
UM ATVINNU-
MÁL OG
TÆKIFÆRA-
SKÖPUN
Upplýsingaþjónusta Háskólans,
sem Jón Erlendsson veitir forstöðu,
hefur gefið út ritlinginn „Skipulagt
sjálfsnám um atvinnumál og tæki-
færasköpun". Þar er kynnt það starf
sem UH hefur sérhæft sig í urn
nokkurra ára skeið.
UH hefur aflað umfangsmikilla
sambanda við erlenda aðila er starfa
að eflingu atvinnulífs með fjölbreyti-
legum hætti. Einnig hafa menn þar á
bæ aflað upplýsinga um margháttuð
tækifæri sem í boði eru. M.a. hefur
verið útbúið gagnasafn með upplýs-
ingum um rúmlega 400 aðila er
bjóða sérleyfi.
STÝRIMANNASKÓLINN
í HÆTTU?
62