Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 5
Að stíga gæfuspor
Mikil værigæfa utgerðarmanna ef þeir allir sem einn féllust á það
sjónarmið að tekjur útgerðar skildu á nýjan leik ráðast af aflabrögð-
um og verði fyrirafla upp úrsjó. Það varaldrei markmið núverandi
laga um stjórn fiskveiða að tekjur útgerðar gætu stjórnast af leigu-
kvótabraski. Það er reyndar merkilegt að þær útgerðir sem fylgt
hafa þeirri reglu að ávinningur útgerðar sé af veiðum og hæstu
gangverðum fyrir veiddan afla skipa og skipshafnar eins og kjara-
samningar LÍU og sjómannasamtaka kveða á um eru jafnframt þær
útgerðir sem hvað best em reknar. Við getum bent á útgerðir eins
og Ljósavík, Ögurvík, útgerð Þéturs Jónssonar RE, Hákonar ÞH og
Svans RE. Fleiri mætti upp telja en það sem einkennir þessar út-
gerðir eru góð laun starfsmanna, góð samskipti áhafnar og starfs-
manna fyrirtækjanna ílandi og afar fátíðir árekstrar við stéttarfélög.
Öll þessi fyrirtæki virðast einnig vera vel rekin.
Það er vægast sagt illskiljanlegt hvers vegna forysta LÍÚ hefur
tekið sér fyrir hendur að verja það leigukvótabrask sem átt hefur sér
stað á undanförnum árum hjá sumum útgerðum og íraun hefur
valdið þeim hörku illdeilum sem LÍÚ og sjómannasamtökin hafa háð
um kvótabrask og verðmyndun síðastliðin 6 til 7 ár. Illdeilursem leitt
hafa til allra verkfalla síðastliðinn áratug og eru nú enn á ný að verða
til þess að í verkfall stefnir á næsta ári. Væri nú ekki þjóðráð og
gæfusporað samninganefnd LÍÚ fengi þá forsvarsmenn útgerða,
sem ávallt fara að kjarasamningum og komast áfram með góðan og
hagkvæman rekstur ár eftir ár án illdeilna og leigukvótabrasks, til
þess að kynna samningamönnum LÍÚ hvernig hægt erað stunda
eðlilegan útgerðarrekstur. Rekstursem byggir á þvígöfuga hlutverki
útgerðar, sem hún á að geta hagnast á að veiða aflann og selja afl-
ann eftirað hann var veiddurá hæsta verði öllum til hagsbóta, bæði
fyrir land og þjóð. Síðan þegarþessi endurmenntun samninga-
manna LÍU hefur farið fram væri rétt að setjast yfir gerð nýs kjara-
samnings afalvöru enda ætti þá að vera auðsamið við sjómenn um
þær sjátfsögðu kröfur þeirra að útgerðin ætti skilyrðislaust að gera
út skipin til þess að veiða kvótann sem á þau erskráð á hverju ári,
ella bæri útgerðinni að skila kvótanum til ríkisins. Jafnframt yrði orð-
ið við þeirri sjálfsögðu kröfu sjómanna að útgerðin ætti ávallt að
uppfylla það skilyrði að reyna að fá sem hæst verð fyrir aflann og
þannig að hámarka bæði tekjur útgerðar og sjómanna eins og kjara-
samningar kveða á um. Þar sem það hefur marg sýnt sig að sam-
keppni býr til rétt verð efrétt og heiðarlega erað verðmyndun á vör-
unni staðið, fari best á þviað þau stjórnvöld sem nú sitja og kennt
hafa sig við markaðslausnir sæju til þess að lög landsins væru hald-
in og að fiskmarkaðsverð yrði sú markaðslausn sem leysti núverandi
deilur um verðmyndun á sjávarafla. Verði sjónarmið þeirra sem virða
settar samskiptareglur kjarasamninga innan LÍÚ ráðandi, þá þarf
ekki að kvíða þvfað illdeilur undanfarinna ára verði ekki settar niður í
næstu samningagerð.
Með von um að menn noti þann tíma, sem eftir, eráðuren til
átaka kemur, til þess að semja um sanngjarnar leiðir svo koma megi
á sátt milli aðila.
Gleðileg jól.
Guðjón A. Kristjánsson
Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands,
Borgartúni 18, 105 Reykjavík.
Ritstjórn: Síðumúla 15, 108 Reykjavik, sími 553 1414, fax 553 1419.
Afgreiðsla: sími 562 9933. Auglýsingar: sími 587 4647.
Ritnefnd: Guðjón A. Kristjánsson
Benedikt Valsson
Hilmar Snorrason
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Magnús Egilsson
Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir
Setning og tölvuumbrot: Halldór B. Kristjánsson
Filmuvinna, prentun & bókband: Grafík
Forseti FFSl': Guðjón A. Kristjánsson.
Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson.
Aðildarfélög FFSl': Skipstjóra- og stýrimannafélag (slands, Skipstjóra- og stýri
mannafélag Norðlendinga, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík;
Bylgjan, Isafirði; Hafþór, Akranesi; Kári, Hafnarfirði; Sindri, Neskaupstað;
Verðandi, Vestmannaeyjum; Vísir, Suðumesjum; Ægir, Reykjavík.
/i t
6 Umfang kvótaviðskipta og
viðtal við Guðjón Guðmunds
son alþingsimann
7 Sigfús A. Schopka fiskifræð-
ingur um sjálfrán þorsks
8 Óheyrilegur símakostnaður sjómanna
10 Ólafur Laufdal var eitt sinn sjómaður og fylgist enn með aflafréttum
12 Ránargull, frétt um útgáfu merkilegrar bókar
14 Fannar Freyr Bjarnason er sjómaður, hann keppti um titilinn Herra
Island
16 Ný stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands
18 Utan úr heimi: Gámur í heimsreisu, Betra að hafa htutina ílagi
19 El Nini erfiður siglingum, Dýr ofhleðsla, Stútur undir stýri
20 Ekkert hangs, Reykingamenn
22 Flensa geysar um borð í skemmtiferðaskipi, Eitt gjaldþrot i viðbót,
Myndbirtingar bannaðar, Sjóránsvandinn, Endurbætt höfn
23 Fræg bjalla hringdi fyrir Diönu, Sektaðir
Forsíðumyndin
Jólastemning við
höfnina í Reykjavík
Þorvaldur Örn
Kristmundsson
tók myndina
w
30 Eru sjómenn að tapa hreystisímyndinni?
Anna Elísabet Ólafsdóttir næringafræðingur skrifar um matarvenjur
sjómanna og leggur til breytt mataræði
32 Frá þingi Fanmanna- og fiskimannasambandsins
Ályktun um kjara- og menntamál
41 Á síld
Kostulegur kafli úr bók Magnúsar Óskarssonar, Með bros í bland
45 Hefur skotið 1409 stórhveli
Kristján Þorkelsson skipstjóri og hvalaskytta
56 Sérstætt ár
Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasabands
íslands koma víða við þegar hann setti 38. þing sambandsins
62 Afdrifaríkar ákvarðanir og skólaskipið Glaður
Jónatan Sveinsson, lögmaður og fyrrverandi kennari við
Stýrimannaskólann, rifjar upp þegar hann var á sjó
68 Myndir úr afmælishófi FFSÍ
34 Málefnin mikilvægari
en metnaðurinn
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í
persónulegu viðtali
25 Ósanngjöm og röng umræða
Magnús Jóhannesson, formaður skólanefn
dar Stýrimannaskólans í Reykjavík
/ ^ ,
70 Skipasmíðastöðin á ísafirði 71 Rafver 73 Merkúr 74 Á.M. Sigurðsson
75 ísmar 77 Kassagerð Reykjavíkur
5
SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR