Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 29
Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari hefur staðið í ströngu, sem og aðrir sem vilja að skólinn verði áfram í sínu
GAMLA SKÓLAHÚSI.
þarf í endurbyggingu og viðhald. Húsið
sjálft er mjög illa farið og úttekt sýnir að
það kosti um 200-300 milljónir að gera
það vatns- og vindhelt. Fyrirkomulag
hússins er sniðið að þörfum þess tíma er
það var reist. Hvergi innan skólakerflsins
hafa þarflr breyst jafn gífurlega og í sjó-
mannamenntuninni. Einhvern tíma kem-
ur að því að nauðsynlegt verður að byggja
nýtt skólahús fyrir sjómannamenntun.
Það hafa verið reistir nýir sjómannaskólar
í okkar nágrannalöndum á undanfömum
árum. Uppbygging nýs skóla er eitthvað
sem tekur nokkur ár.”
- Sem formaöur skólanefndar Stýri-
mannaskólans hvað finnst þér um þá
hugmynd sem nú er uþþi með aðflytja
skólann uþþ á Höfðabakka?
„Mér sýnist sem svo að með því væmm
við að fara í lakari aðstöðu en við höfum
nú þegar. Ég ætla ekki að útiloka að það
finnist eitthvað annað húsnæði sem hent-
aði betur en staðan er einfaldlega þannig
J> að æskiiegast væri að stefna að því að byg-
gja nýtt hús. Nýtt hús þarf til að ná utan
um sjómennamenntunina, gera hana að-
laðandi og fá henni þann sess sem henni
ber. Þessi umræða sem kernur upp núna
um húsnæðismálin er ekki háð þeim til-
lögum sem gerðar vom um breytingu á
náminu."
- Þjóð sem byggir ajkomu sína á sjáv-
arútvegi og er háð flutningum á sjó
mefl aflföng á hún ekki afl eiga góflan
sjómannaskóla og bjóða gófla sjó-
mannamenntun?
„Það þarf ekki að hal'a rnörg orð uni þá
nauðsyn. Að mínum dómi er það sorglegt
hvernig viðhorf til sjómannamenntunar
hafa smátt og smátt breyst til hins verra í
þjóðfélaginu. Það skiptir svo miklu rnáli
fyrir velsækl þjóðarinnar að við höfum
sem hæfasta einstaklinga til að stýra ís-
lenskum skipum. Þess vegna ber okkur að
leggja rneiri rækt við þetta nám. Metnað-
arleysi rná ekki taka af okkur ráðin. Annað
sem kemur til er þörfln á endurmenntun í
þessari grein. Endurmenntunamámskeið
hafa verið haldin í skólanum með góðum
árangri og er vaxandi þáttur í starfsemi
skólans. Ef við ætlum að halda uppi há-
marksgæðum námsins þarf allt námið að
mínum dómi að fara fram á einum stað á
landinu. Kostnaðarlega séð er það ódýr-
ara og þannig tryggjum við best fag-
mennsku. Þær breytingar sem núna verða
á náminu em m.a að skilið er á milli al-
menna námsins og fagnámsins. Almenna
námið er hægt að stunda í fjölmörgum
framhaldsskólum landsins. Fyrir bragðið
styttist hið eiginlega fagnám og fjarvera
frá heimabyggð er styttri, þrátt fyrir að
heildamámið lengist.“
- Geta nýstofnuð Hollvinasamtök Sjó-
mannaskóla íslands haft jákvœð áhrif
til að ná þessutn málumfram?
„Ég er afar ánægður með þann áhuga
sem kominn er fram og stofnun Hollvina-
samtakanna. Þessi samtök geta hjálpað
við að ná fram rneiri skilningi nteðal þjóð-
arinnar og þar með að ná fram breyting-
um á náminu sem útgerðarmenn og sjó-
menn em sammála um að gera. En ekki
síst til að skerpa þá írnynd sem á að vera á
þessu námi meðal þjóðarinnar.“
Sjómannablaðið VÍKINGUR
29