Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 34
Þorsteinn Pálsson hefur verið sjávarútvegsráðherra frá árinu 1991.
Skoðanir hans á kvótakerfinu og hugmyndum um auðlindagjald þarf ekki
að kynna fyrir lesendum Víkings. Því var þess vandlega gætt í viðtali við
ráðherrann að minnast ekki á sjávarútvegsmál en því meir var forvitnast
um hagi hans og lífsskoðanir. Kolbrún Bergþórsdóttir talaði við Þorstein.
Málefnin
mikilvaegari en
metnaourinn
Þú virðist vera mjög stilltur maður,
varstu líka mjög stillt barn?
Já, ég held það. Ég man ekki eítir að
mikið hafi farið mikið íyrir prakkarastrik-
um. Þó segja sögur að við Bjöm rakari höf-
um verið teknir við að stela rabbabara úr
görðum á Selfossi þegar við vorum dreng-
ir. Það er líklega það allra lengsta sem ég
hef náð í óknyttum.
Gömul gagnfræðaskólasystir mín og
Karls Sigurbjömssonar í einn vetur, eítir
að ég fluttist til Reykjavíkur, sagði við mig
á dögunum að það væri sérstakt að horfa
til baka til þessa tíma, þar sem kirkjumála-
ráðherrann og nýi biskupinn hefðu verið
feimnustu strákamir í bekknum."
Manstu tilþess að foreldrar þínir hafi
lagt þér sérstakar lífsreglur í œsku?
„Foreldrar mínir ólu mig upp á gmnd-
velli lífsviðhorfa sem síðar urðu að
ákveðnum viðmiðunum í mínu eigin lífl.
Foreldrar mínir vom afskaplega hógvært
fólk og nægjusamt og framkoma þeirra
við aðra einkenndist af heiðarleika. Allt
em þetta eiginleikar sem ég virði og tel
eftirsóknarverða, og vona að mér hafi tek-
ist að tileinka mér þótt í smáu sé. Ég veit
að ég kemst ekki með tæmar þar sem þau
höfðu hælana í þessu efni.“
Þú varst unglingur á þeim árum þeg-
ar rokkið var allsráðandi. Hafðirðu
áhuga á þoþþtónlist?
„Ég er laglaus og hafði ekki áhuga á tón-
Iist. Börnin mín spyrja mig stundum að
því hvemig veröld rokksins hafi getað far-
ið framhjá mér, en hún gerði það mjög
auðveldlega. Myndlistin átti hins vegar
sterk ítök í mér og ég hafði mikla ánægju
af að teikna og mála. Þegar ég var í öðmm
bekk í Verslunarskólanum sló ég mjög
slöku við nám og var alvarlega að velta því
fyrir mér að fara í myndlistarskóla, en það
fór nú á annan veg. Ég sakna þess alltaf að
hafa týnt niður kunnáttu minni í myndlist.
Ég fékk snemma áhuga á stjómmálum
og vildi verða þátttakandi í umræðum um
þjóðfélagsmál. En ég var fremur feiminn
og hlédrægur og því var átak að hafa sig í
það. Ég held að áhuginn hafi rekið mig
áfram. Ég gekk í Heimdall áður en ég
hafði aldur til og ólst þar upp að meira
eða minna leyti.
f mínum huga lá alltaf beint við að
ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn en
stefnu hans var þó ekki haldið fast að mér
á heimili mínu. Foreldrar mínir vom á
þeim tíma á sitt hvorri stjómmálaskoðun-
inni. Faðir minn var sósíalisti og móðir
mín sjálfstæðiskona. Ég er því ekki
pabbapólitíkus. Frekar má segja að faðir
minn hafi tekið upp pólitík stráksins."
Þú fórst í Verslunarskólann og lœrðir
síðan lög við Háskóla íslands. Er lög-
frœðin ekki bœði þungt og leiðinlegt
fag?
„Nei. Þegar ég kom í Háskólann hafði
ég í fyrsta skipti mjög gaman af því að
læra. Ég naut þess að læra lög, fannst þetta
lifandi grein og ákaflega skemmtileg.
34
Sjómannablaðið Víkingur