Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 36
„Ég hafði um tíma íhugað að læra hag- fræði en af fjárhagsástæðum treysti ég mér ekki til að fara í nám til útlanda. Ég velti því einnig fyrir mér að læra stjóm- málafræði í Osló og bar þá hugmynd und- Mótorvindingar og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði Raflagnaþjónusta í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum Vatnagörðum 10 • Reykjavík S 568-5854 / 568-5855 • Fax: 568-9974 ir kennara minn, Sigurð Ingimundarson, föður Jóhönnu. Hann leit á mig og sagði að ef ég vildi verða kennari og kommún- isti skyldi ég fara í stjórnmálafræði, en ef ekki skyldi ég gera eitthvað annað. Hann þurfti ekki að segja meira því ég mat dóm- greind hans mjög mikils, og enn nteir eft- ir þessi ráð.“ Blaðamennskusálin Morgunblaðs- MEGIN Þú hefurfengist við ýmislegt. Þú varst blaðamaður á Morgunblaðinu og svo ritstjóri Vísis einungis 27 áragamall. Af hveiju snerirðu þér að blaðamennskui „Ég var á öðru ári í lögfræðinámi í Há- skólanum þegar Eyjólfur Konráð og Styrmir báðu mig að aðstoða við pólitísk skrif á Morgunblaðinu fyrir borgarstjóm- arkosningarnar 1970. Mér þykir sennilegt að þeir hafi verið búnir að fá leyfi hjá Matthíasi áður en þeir töluðu við mig. Ég vann síðan við pólitísk skrif í sumarleyf- um og þingfrétta- og borgarstjómarskrif á vetmm. Eftir námið varð ég að gera upp við mig hvort ég vildi heldur vinna í blaða- mennsku eða við lögfræðistörf. Ég sá ekki fram á að ég rnyndi hafa gaman af að star- fa við lögmennsku, þrátt fyrir þá ánægju sem ég hafði af náminu. Ég fór því á Morg- unblaðið og gerðist ári seinna ritstjóri á Vísi. Það eina sem ég spurði um þegar ég var ráðinn sem ritstjóri á Vísi var hvort ekki væri örugglega sátt um ráðninguna. Ég var fullvissaður um að svo væri en það leið Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viögeróir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta vió íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuóu starfsfólki. ekki nema mánuður þar til allt sprakk í loft upp og hluti af yfirstjórn og blaða- mönnum blaðsins stofnuðu DB. Það höfðu lengi verið deilur með hluthöfun- um og þær áttu sér alfarið rætur í hluthafa- hópnum en ekki inn á ritstjórninni. Þessi klofningur kom mér í opna skjöldu og gerði því verkefnið rneira krefjandi þar sem samkeppnin var orðin æði hörð. Við sem unnum á Vísi vildum skapa fjöl- breytt blað sem einkenndist af líflegri fréttamennsku, samfara almennri þjóðfé- lagsumfjöllun og afþreyingarefni. En á vissan hátt var fastmótaðri blaðamennska á Morgunblaðinu en Vísi. Hvert blað hef- ur auðvitað sína sál og kannski var mín blaðamennskusál meira á Morgun- blaðslínunni en Vísislínunni, þegar öllu er í botninn hvolft eftir á. En ég hafði hvað sem því líður mjög rnikla ánægju af árun- um á Vísi.“ Á þessum tíma var Geirfinnsmálið á allra vörum. Vísir sinnti því máli af kaþþi og Óli Jó talaði um Vísismaftuna og ekki var annað að heyra en hann teldiþig tilheyra henni. „Mér fannst það ekki sanngjarnt af mín- um gamla og góða kennara sem ég mat alltaf ntjög mikils. Þessi ummæli voru látin falla um yfirstjóm blaðsins vegna greinar sem Vilmundur Gylfason skrifaði í blaðið. Ég held að Vilmundur hafi verið vel mein- andi en hann sást ekki alltaf fyrir. Við Ólaf- ur höfðum nægt skap og viðkvæmni til að takast á um þessi mál en samskipti okkar urðu síðar með ágætum. Við áttum sam- leið um tíma á Aljtingi og þá ríkti fullt traust okkar t milli.“ Eftir rúm fjögur ár á ritstjórastóli hœttirðu á Vísi og gerðistframkvœmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. Voru það ekki viðbrigði? „Það sem gerði framkvæmdastjórastarf- ið hjá Vinnuveitendasambandinu eftir- sóknarvert, þegar mér var boðið það, var tilhugsunin um að verða þátttakandi í at- burðarás fremur en áhorfandi sem skrif- aði um atburðina, eins og ég hafði verið sem blaðamaður og ritstjóri. Þegar ég tók að mér starfið fannst mér ég um leið vera að snúa bakinu við öllum fyrri hugmynd- um um að fara í pólitík því sennilega er þetta starf eitt það allra ólíklegasta í lantl- inu til pólitísks frama. Ég sinnti þessu starfi þar til lagt var að mér að fara í fram- 36 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.