Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 37
boð á Suðurlandi. Það sést á þessu að það þýðir í sjálfu sér lítið að setja sér áform frarn í tímann. Maður veit ekkert hvað bíð- urmanns." En í starfi framkvœmdastjóra Vinnu- veitendasambarídsins er mönnum venjulega gerðar upp illar hvatir og peir sagðir vera óvinir hins vinnandi manns. Gerðipað pér ekki erfittfyrir? „Hugsanlega, en sarnt fann ég aldrei rnjög til þess. Við vorum að breyta vinnu- brögðum á þessum tíma og taka upp aðra samskiptahætti við verkaiýðshreyflnguna. Þessi nýju vinnubrögð hafa ugglaust gefið starflnu aðra ímynd. Þetta var afskaplega skemmtilegur tími. Ég öðlaðist mikla reynslu og kynntist góðum mönnum sem ég lærði af. Einn þeirra var Eðvarð Sigurðs- son. Að hlusta á hann rifja upp gamla tíma á næturlöngum fundum, þegar lítið hreyfðist í sjálfum samningunum, var á vissan hátt eins og að fara í háskólanám í pólitík.“ Forsætisráðherrastól fórnað Nú varðst pú formaður Sjálfstœðis- flokksins einungis 36 ára gamall, varstu ekki helst til ungur og reynslulít- ill ípað starf? „Auðvitað var ég alltof ungur og hefði mátt sjá það þá. Eftir á er þetta mér mun ljósara. En ungir rnenn velta því ekki lyrir sér hvort þeir hafl aldur til að takast á við störf heldur ganga að verkefnunum. Ég gerði það.“ Hver var erfiðasti tímipinn ípólitík? „Ég held að mér hafl liðið verst þegar flokkurinn klofnaði rétt fyrir kosningar 1987 og Albert Guðmundsson stofnaði Borgaraflokkinn. Þessi klofningur hafði af- gerandi áhrif fyrir stöðu flokksins og ein- nig íyrir mína pólitísku stöðu.“ Finnst pér nú að pú hefðir getað brugðist öðruvísi við upphlaupi Alberts en pú gerðir? „Þegar ég horfl til baka geri ég mér grein fyrir því að það hefði mátt taka með öðrum hætti á málum. Vissulega skorti mig reynslu og kannski refskap til að taka á svo vandasömu máli. Klofningin skrifa ég hins vegar ekki á minn reikning. Þetta snerist líka um að standa vörð um ákveð- in siðferðisgildi. Frá þeim gat ég ekki hvik- að.“ En nú sýnir sagan að pað borgar sig ekki að kijúfa flokka, og pað hefði Al- bert mátt vita. „Við Albert áttum mjög heiðarlegt sam- tal tveimur kvöldum áður en hann stofn- aði Borgaraflokkinn þar sem við fórum yflr stöðuna. Ég sagði honum að framboð hans myndi skaða Sjálfstæðisflokkinn og hafa alvarlegar afleiðingar f'yrir mig per- sónulega. Hann myndi væntanlega á hinn bóginn verða sigurvegari en sá sigur yrði skammvinnur. Hann sagðist vera sammála mati rnínu. Og allt gekk þetta eftir.“ Albert var greinilega ekki að hugsa um hag flokksins, var hann rekinn áfram af persónulegum metnaði? „Ég er ekki viss um að hami hafl ráðið atburðarásinni að öllu leyti sjálfur." Þorsteinn ásamt Þórunni dóttur sinni Sjómannablaðið Víkingur 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.