Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 40
menn í innbyrðis samkeppni, ekki ein-
ungis milli flokka heldur líka innan flokka,
og andrúmsloftið einkennist nokkuð af
því.“
Ur hvaða hópi koma þínir bestu vin-
ir?
„Það er svo sérkennilegt að sú vinátta
sem stofnað var til á Verslunarskólaárun-
um hefur orðið sterkari og dýpri með ár-
unum. Fyrst eftir að Verslunarskólanám-
inu lauk tvístraðist hópurinn meðan
ntenn voru að koma sér fyrir og stofna
heimili, en síðan styrktist vináttan á ný. Á
þessum árum eignaðist ég mína bestu og
traustustu vini.
Ég legg mikla merkingu í orðið vinátta.
Kunningsskapur jafngildir ekki vináttu og
að vera félagi einhvers jafngildir heldur
ekki því að vera vinur hans. Vinátta er afar
sérstakt og traust samband sem aldrei
verður fullþakkað."
Ef við snúum okkur að fjölskyhlunni
þá var eiginkona þín ein af vonar-
stjörnum Sjálfstœðisflokksins og þótti
vœnlegt borgarstjóraefni. Finnst þér að
hún hafi fórnað pólitískum frama sín-
um þín vegna?
„Hún verður að svara því sjálf. Ég held
hins vegar að það hefði verið mikill akkur
í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa hana
í forsvari í borgarmálum."
Hvemig kynntust þið?
„Á sínum tíma vorum við kjörin í stjórn
Orators, ég sem formaður og hún sem
gjaldkeri. Stjórnarsamstarfið bar þennan
góða ávöxt og er því að okkar mati eitt
best heppnaða stjórnarkjör í Orator fyrr
og síðar.“
Eruð þið lík að eðlisfari?
„Það er bæði hægt að segja já og nei við
þessari spurningu. En við höfum afskap-
lega lík lífsviðhorf og hjónaband okkar
hefur verið sérlega hamingjusamt."
Hvaða eiginleikum hennar laðaðist
þú að?
„Hún er ákaflega aölaðandi persóna,
viljaföst, heiðarleg og ákveðin. Þessir eig-
inleikar ásamt persónutöfrum hennar
heilluðu mig og heilla enn.“
Starfi stjómmálamanns fylgir mikill
erill ogfjarverafrá heimili. Óhjákvcemi-
lega bitnar þetta á fjölskyldulífi og
kannski einna helst á börnunum. Hef-
urðu getað sinnt börnum þínum eins
ogjni befðir viljað?
„Nei, óneitanlega hef ég ekki sama tíma
og margir aðrir til að sinna fjölskyldunni
og samviskubitið nagar mig stundum þess
vegna. Ég reyni þó að gera sitt besta.“
„Ég hef gaman af því að lesa sögu
STJÓRNMÁLAMANNA EN ÞAÐ ER ENGINN
ÞEIRRA SEM ÉG LÍT Á SEM BEINA FYRIR-
MYND. ÞANNIG AÐ ÉG GET EKKI SVARAÐ
ÞESSARI SPURNINGU. ÉG HEF MÆTUR Á
MÖRGUM EN DÁI ENGAN.“
ÉG ER SKOÐANAPÓLITÍKUS
Hefurðu gaman af því að vera ráð-
herra?
„Ég hef gaman af viðfangsefnunum.
Öðru vísi gæti ég ekki gegnt starfi mínu.“
Segjum sem svo að Sjálfstœðisflokkur-
inn fari ekki í nœstu ríkisstjóm, hvað
verður þá um þig?
„Það rná Guð einn vita. Ekki veit ég
svarið.“
Nú er mikið rcett um sameiningu vin-
stri manna, hvemig sérð þú þá þróun
Jyrír þér?
„Ég er vitaskuld ekki hlutlaus en ég hef
alltaf jafn gaman af þeirri umræðu, sem er
reyndar að mestu endurtekning á því sem
áður hefur verið sagt. Ég held hins vegar
að munurinn núna sé sá að ákveðin hug-
myndafræðileg kreppa gerir það að verk-
um að A-flokkamir eiga bágt með að kom-
ast hjá því að sameinast. Líkast til mun í
framhaldinu verða til nokkuð stærri krata-
flokkur en óhjákvæmilegt er að við hlið
hans komi róttækara afl.
Þegar upp er staðið held ég að ekki
verði nein stórkostleg breyting í íslensk-
um stjórnmálum. Það eina sem myndi
gerbreyta pólitíkinni á íslandi væru rót-
tækar breytingar á kjördæmaskipaninni
sem gætu leitt til tveggja flokka kerfis. Ég
held að slík umskipti væru æskileg og
skynsamleg en því miður eru litlar líkur á
að þau muni verða í næstu framtíð.
Þeir sem vilja alvöru breytingar ættu að
leiða hugann að þessu stóra og vanda-
sama viðfangsefni. Ég gæti einnig séð fyrir
mér meiri aðskilnað framkvæmdavalds og
löggjafarvalds, sérstaka kosningu forsætis-
ráðherra og sameiningu embætta forseta
lýðveldisins og forseta Alþingis. En ég geri
mér grein í'yrir því að flestum finnst slík
stjómskipuleg róttækni út í hött. Álit mitt
er að hún auki pólitíska festu og efli lýð-
ræðið.“
Hverjir eru eftirminnilegustu stjórn-
málamenn sem Jni hefur kynnst?
„Af erlendum stjómmálamönnum kom
Ronald Reagan mér mest á óvart. Þegar ég
hitti hann skildi ég af hverju hann hafði
náð svo langt í pólitík. Hami hafði mjög
skýra og vel mótaða stefnu í öllum gmnd-
vallaratriðum og átti mjög auðvelt með að
koma henni til skila til viðmælenda sinna.
Það er erfitt að nefna einn íslenskan
stjómmálamann öðmm fremur, en fyrstu
ár mín á þingi var Garðar Sigurðsson þar
þingmaður Alþýðubandalagsins á Suður-
landi. Hann er rnjög traustur maður og var
mjög skemmtilegur þingmaður með af-
dráttarlausar skoðanir sem hann gat kom-
ið til skila í orðræðu svo allir tóku eftir. “
Hvaða stjórnmálamanni hefur þú
haft mest dálœti áfyrr og síðar?
„Ég hef gaman af því að lesa sögu stjórn-
málamanna en það er enginn þeirra sem
ég lít á sem beina ívrirmynd. Þannig að ég
get ekki svarað þessari spurningu. Ég hef
mætur á mörgum en dái engan.“
En hvernig stjórnmálamaður vilt þú
vera?
„Ég leitast eftir því að vinna verk mín
vel og fylgja sannfæringu minni. Ég lít
ekki á mig sem ástríðupólitíkus. Ég er
skoðanapólitíkus. Það stríðir með öðmm
orðum ekki á mig að vera í pólitík, en ég
er nægjanlega þver til að láta ekki dægur-
vinda eða stundarhagsmuni snúa skoðun-
um mínum.“ ■
40
Sjómannablaðið Víkingur