Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Síða 46
áfram skytta á Hval 4. Þá varð Ingólfur
Þórðarson skipstjóri á Hval 4. Ingólfur var
einnig kennari við Stýrimannaskólann.
Síðar var Ingólfur skipstjóri með Hval 3-
Sigursveinn Þórðarson, bróðir Ingólfs, var
þá ráðinn skipstjóri á Hval 4.
Ég byrjaði sem skipstjóri árið 1957 á
Hval 4 og var með hann þar til Hvalur 8
var keyptur á árinu 1962. Ég var skipstjóri
með hann í fjögur sumur. Eftir það vann
ég í ketilhúsinu í Hvalstöðinni þar til hval-
veiðum var hætt árið 1989.
MARGIR HVALIR VEIDDIR Á
FERLINUM
Veistu hvað þú hefur skotið marga hvali
um ævina?
Já, já, ég á það einhvers staðar skráð allt
saman. Alls eru það 1409 stórhvalir og
auk þess eitthvað á annað hundruð hrefn-
ur. Á ferlinum skaut ég 842 langreyðar,
250 sandreyðar, 16 steypireyðar og 2
hnúfubaka. Þeir voru lítið á okkar slóðum
en honum hefúr fjölgað gífurlega mikið.
í Morgunblaðinu 7. september 1961 er
frétt um hvalveiðamar undir fyrirsögninni
„Hefur skotið yflr þúsund hvali á 10
árum.“ í fréttinni er haft eftir Lofti Bjama-
syni, forstjóra Hvals, að enginn íslending-
ur hafi skotið eins marga hvali í Norður-
höfum. í undirfyrirsögn fréttarinnar er tal-
að um „Afrek Kristjáns Þorlákssonar skip-
stjóra á Hval IV. “ En ferill Kristjáns varð
lengri og aflinn varð 1409 stórhveli þar til
hann hætti á sjó vegna iskíasgigtar.
En hve stór var stærsti hvalurinn sem
veiddur var á ferlinum?
Stærsti hvalurinn sem ég veiddi var 79
fet. Það var steypireyður sem Norðmenn-
imir kölluðu alltaf bláhvali og lengdin var
alltaf mæld í fetum, en Jónas Sigurðsson
skaut stærsta hvalinn sem komið var með
í hvalstöðina. Það var líka steypireyður
sem mældist 84 fet á lengd. Stóra
steypireyðurin sem ég skaut var vegin
hluta fyrir hluta og það er til listi yflr það:
Kjötið vó
Spik
Rengi
Tunga
Lungu
Hjarta
Ným
Magi
Lifur
Þarmar
56.444 kg.
26.651 “
2.263 “
3.158 “
1.256 “
631 “
547 “
416 “
935 “
467 “
AIls vegur því allt það sem vegið var
92.764 kg, en það sem ekki var vegið var
blóðið, beinin, sporður og bægsli. Hvalur-
inn allur heíúr því ekki vegið mimia en
115 tonn.
Fyrstu vertíðina sem ég var á hvalveið-
um vom engar takmarkanir á veiðum. Það
kom oft fyrir að hvalbátamir komu með
fjóra eða fimm hvali í einum túr. Þá var
kjötið oft orðið skemmt og óhæft til
manneldis því að túrinn tók of langan
tíma. Þessu var svo öllu breytt. Það var
settur kvóti á veiðarnar og við máttum
ekki vera lengur en 30 tíma úti í hverjum
túr.
Það mátti heldur ekki skjóta undirmáls-
hvali. Langreyður varð að ná 50 fetum, og
46
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR