Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 46
áfram skytta á Hval 4. Þá varð Ingólfur Þórðarson skipstjóri á Hval 4. Ingólfur var einnig kennari við Stýrimannaskólann. Síðar var Ingólfur skipstjóri með Hval 3- Sigursveinn Þórðarson, bróðir Ingólfs, var þá ráðinn skipstjóri á Hval 4. Ég byrjaði sem skipstjóri árið 1957 á Hval 4 og var með hann þar til Hvalur 8 var keyptur á árinu 1962. Ég var skipstjóri með hann í fjögur sumur. Eftir það vann ég í ketilhúsinu í Hvalstöðinni þar til hval- veiðum var hætt árið 1989. MARGIR HVALIR VEIDDIR Á FERLINUM Veistu hvað þú hefur skotið marga hvali um ævina? Já, já, ég á það einhvers staðar skráð allt saman. Alls eru það 1409 stórhvalir og auk þess eitthvað á annað hundruð hrefn- ur. Á ferlinum skaut ég 842 langreyðar, 250 sandreyðar, 16 steypireyðar og 2 hnúfubaka. Þeir voru lítið á okkar slóðum en honum hefúr fjölgað gífurlega mikið. í Morgunblaðinu 7. september 1961 er frétt um hvalveiðamar undir fyrirsögninni „Hefur skotið yflr þúsund hvali á 10 árum.“ í fréttinni er haft eftir Lofti Bjama- syni, forstjóra Hvals, að enginn íslending- ur hafi skotið eins marga hvali í Norður- höfum. í undirfyrirsögn fréttarinnar er tal- að um „Afrek Kristjáns Þorlákssonar skip- stjóra á Hval IV. “ En ferill Kristjáns varð lengri og aflinn varð 1409 stórhveli þar til hann hætti á sjó vegna iskíasgigtar. En hve stór var stærsti hvalurinn sem veiddur var á ferlinum? Stærsti hvalurinn sem ég veiddi var 79 fet. Það var steypireyður sem Norðmenn- imir kölluðu alltaf bláhvali og lengdin var alltaf mæld í fetum, en Jónas Sigurðsson skaut stærsta hvalinn sem komið var með í hvalstöðina. Það var líka steypireyður sem mældist 84 fet á lengd. Stóra steypireyðurin sem ég skaut var vegin hluta fyrir hluta og það er til listi yflr það: Kjötið vó Spik Rengi Tunga Lungu Hjarta Ným Magi Lifur Þarmar 56.444 kg. 26.651 “ 2.263 “ 3.158 “ 1.256 “ 631 “ 547 “ 416 “ 935 “ 467 “ AIls vegur því allt það sem vegið var 92.764 kg, en það sem ekki var vegið var blóðið, beinin, sporður og bægsli. Hvalur- inn allur heíúr því ekki vegið mimia en 115 tonn. Fyrstu vertíðina sem ég var á hvalveið- um vom engar takmarkanir á veiðum. Það kom oft fyrir að hvalbátamir komu með fjóra eða fimm hvali í einum túr. Þá var kjötið oft orðið skemmt og óhæft til manneldis því að túrinn tók of langan tíma. Þessu var svo öllu breytt. Það var settur kvóti á veiðarnar og við máttum ekki vera lengur en 30 tíma úti í hverjum túr. Það mátti heldur ekki skjóta undirmáls- hvali. Langreyður varð að ná 50 fetum, og 46 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.