Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 55
að vera að eyða tíma í að splæsa þegar menn væru að flýta sér. Ég skal ábyrgjast hnútana, kallaði stýri- maðurinn. Skipstjórinn fór fram á og skaut á livalinn, en þá fóru ekki nema nokkrir metrar út af skotlínunni þegar hnúturinn brann í sundur við skutulinn. Skipstjórinn varð þá svo illur að það lá við að hann mölvaði pallinn sem hann stóð á. Hann stappaði niður fótunum og sló saman höndunum í bræði. Hann var skapmikill og skipaði stýrimanninum að fara aftur í eins og skot og láta ekki sjá sig á dekkinu oftar á skipi sínu. Stýrimaður- inn kom ekki upp á dekk aftur á leiðinni í land. í Hvalfirði varð að fara upp brattan stiga til að komast upp á bryggju. Stýri- maðurinn birtist og hafði þá rakað af sér mikið skegg sem hann var með. Hann kvaddi okkur alla í áhöfninni nema skip- stjórann, áður en hann vatt sér upp stig- ann. ÁÐUR EN NÆLON KOM TIL SÖGU Allir ltlauparar og skotlínur sem voru notaðar áður vom unnar úr hampi. Þegar þessar línur blotnuðu aftur og aftur bólgnuðu þær út og urðu helmingi sver- ari og þyngri en nýjar. Þá var ekkert nælon komið til sögu, bara hampur. Lín- an drakk í sig vatnið og varð þung og veitti mótstöðu. Hún dró skutulinn niður og breytti mikið réttri miðun skutulsins. Ef skotfærið var langt dugði ekki að miða á hvalinn. Þá fór skutullinn undir. Þá varð að miða yfir eða ofan við hvalinn eftir áætlun. Að sjálfsögðu var hættara við feil- skotum. Mikil breyting varð á þegar farið var að nota nælonskotlínur. Nælonið breyttist ekkert við að blotna og var alltaf eins þó að því væri skotið aftur og aftur. Allt varð vandaminna og það varð miklu auðveld- ara að sigta og hitta hvalinn. LISTAMAÐUR í BLÓÐINU? Fyrir tilviljun rakst ég á úrklippu frá ár- inu 1937 þar sem segir frá leiklist á Súða- vík. Ég sé ekki betur en nafnið Kristján Þorláksson korni við sögu. Það er ísa- fjarðarblaðið Skutull sem segir frá komu leiklióps frá Súðavík til að sýna gaman- leikinn Spanskfluguna á ísaflrði. Skutull segir: „Var í heild gerður ágætur rómur að meðferð leikendanna á hlutverkum sín- um og nokkrir þóttu sýna óvenjulega leikarahæflleika. Kvenhlutverkunum öllum voru sýnd góð skil en í karlhlutverkunum bar leikur Kristjáns Þorlákssonar af... Sjaldan hefur verið ltlegið jafn dátt og almcnnt í leikhúsi hér á ísaflrði eins og þegar Spanskflugan var sýnd. Er það hvorttveggja að leikurinn er bráðfyndinn og að túlkun leikendanna var jafn betri en menn eiga almennt að venjast. Vegna áskorana sýndu Álftflrðingar leikinn aftur á gamlársdag...“ Býrðu yflr duldum leikhæflleikum? Það held ég varla, en ég hafði gaman af þessu. LISTMUNIR ÚR HVALTÖNNUM Á heimili Ingibjargar og Kristjáns vekja útskornir gripir úr búrhvalstönnum at- hygli. Var það snemma á ævinni sem Kristján byrjaði að skera út? Nei, nei. Ég byrjaði á því eftir að ég fór að vinna í ketilhúsinu í Hvalstöðinni. Þá var ég alkominn í land. Þá fékk ég tóm til að dunda við að skera út, slípa tennur og hvaleyru og þess háttar. Hvaleyru sem ég kalla eru hlustir úr hvölum. Það er ekki hægt að skera út úr þeim en þau eru bara slípuð. Þau er fínir gripir þannig. Slípað hvaleyra lítur út eins og prófíllimi af hon- um Krjúséf sem allir heyrðu nefndan á sínum tíma. GÓÐ KYNNI Loftur Bjarnason forstjóri Hvals var eins og allir vita mjög öruggur maður og naut trausts. Ég get sagt frá dærni um það. Eitt árið var ég kominn heim eftir hvalvertíðina og var ekki búinn að fá gert upp áður en ég fór vestur. Ég fékk því sendan tékka á Landsbankaútibúið á ísa- firði. Ég fór auðvitað í bankann til að framvísa tékkanum. Gjaldkerinn í bank- anum var ungur maður og líklega nýbyrj- aður. Hann tók við tékkanum og var lengi að þvæla honum fyrir sér og skoða hann. Ungi maðurinn fór svo inn til banka- stjórans til að sýna honum tékkann og líklega til að spyrja hvort óhætt væri að láta peninga út á þetta blað. Bankastjór- inn kom strax brosandi frarn að af- greiðsluborðinu til mín og sneri sér um leið að unga manninum og spurði hvort hann kannaðist ekki við þetta nafn, en það var nafn Lofts Bjarnasonar. Sá ungi þekkti það ekki, en bankastjórinn sagði við gjaldkerann að það væri hægt að láta hverja einustu krónu bankans út á þetta nafn. Þetta sýnir það traust sem Loftur naut. Annars var í gríni talað um að Loftur væri eini alvöru bankaræninginn á ís- landi. Hann rændi nefnilega Sólveigu, sinni ágætu konu, úr Landsbankanum á ísafirði. Hún var nefnilega búin að vera lengi gjaldkeri í bankanum fyrir vestan þegar þau kynntust. Hennar var að sjálf- sögðu saknað úr bankanum þegar þau giftu sig. Hún er svo indæl kona, hún Sól- veig. Það má geta þess að Loftur varð fyrsti íslendingurinn til að draga nýja íslenska ríkisfánann að húni erlendis árið 1918. Hann var þá staddur í Ósló. Loftur var þá stýrimaður hjá Eimskip og sigldi að mig minnir á Lagarfossi í það skiptið. Loftur sagði mér frá þessu en íslendingar voru að sjálfsögðu stoltir af fána sínum erlend- is. VEIÐIMAÐUR SESTUR í HELGAN STEIN Ég starfaði hjá Hval h/f í 39 ár, síðustu ellefu árin í ketilhúsinu. Ég hætti störfum sjötugur, 1989, enda var hvalveiðibannið þá komið til sögunnar. Nú er ég orðinn öldungur og við tök- um líflnu með ró. Konan rnín er Ingi- björg Sigurgeirsdóttir. Við giftum okkur árið 1960. Við erum barnlaus en Ingi- björg á eina dóttur, Súsönnu, frá fyrra hjónabandi. Súsanna er gift kona og á þrjú böm sem öll kalla mig langafa. Ég hefi reynt að halda mér vel við með því að ganga úti við þegar veðrið er þan- nig að það sé hægt. Veðrið hefur verið svo rysjótt í vetur, en það styrkir mann að ganga úti. ■ Úr bókinni Sjávarnióur og sunnarok eftir Jón Kr. Gunnarsson. Óskum sjómönnum, fiskvinnsíufóíki ojj jjölsfyfcfum peirrajjfeðiíejjra jóía ojjfarsceídar á kpmandi ári! FFSI Sjómannablaðið Víkingur 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.