Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 62
Jónatan Sveinsson hæstaréttarlögmaður ætlaði sér að verða sjómaður og þá helst skipstjóri á fiskibát. Svo fór ekki, hann lauk eigi að síður námi frá Stýrimannaskólanum. Síðar varð hann kennari við skólann um árabil og í dag er hann lögmaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Hér á eftir rifjar Jónatan upp ýmislegt frá æskuárunum og hvernig það atvikaðist að hann gekk menntaveginn. Eins segir hann okkur sögur af sjónum Afdrifaríkar ákvarðanir og skóla skipið Gfaður Vorið 1951 sótti ég um skólavist á Hér- aðsskólanum að Laugarvatni. Sótti ég um að fá að setjast í 2. bekk Héraðsskólans þótt mér væri ljóst að til þess hefði ég naumast nægan undirbúning. Sannast sagna voru væntingar mínar blendnar um að fá jákvæð viðbrögð við umsókn- inni. Ég hafði þegar hér var komið lífs- ltlaupi rnínu, þá sautján ára garnall, sett stefnuna á að gerast dugandi sjómaður og þegar fram liðu stundir hugsanlega yf- irmaður á flskiskipum, ef vel tækist til. Ég hafði sótt um skólavistina fyrir hvatningu foreldra minna, einkum móður niinnar, og réðu þar trúlega miklu þeir hörmu- legu atburðir, sem áttu sér stað þann 27. september 1947, þegar tveir bræður mínir fórust í blóma lífsins, þeir Lárus og Sigurður, sem báðir voru miklir mann- kosta- og dugnaðarmenn. Við yngri bræðurnir sóttum eigi að síður þegar frá leið allir á sjóinn, enda fárra annarra at- vinnukosta völ fyrir kappsama stráka. Það var því ekki óeðlilegt að móðir mín gripi á lofti þá hugmynd sem æskufélagi okkar og heimagangur, Svavar heitinn Guðbrandsson, setti fram vorið 1951, þá nýkominn úr vetrardvöl að Laugarvatni ásamt öðrum pilti úr Ólafsvík, Hafsteini Sigtryggssyni, að ég ætti að drífa mig í JÓNATAN SVEINSSON. það að sækja um skólavist og ganga menntaveginn sem kallað var. Sjómennska eða skólavist? Undanfarin tvö sumur hafði ég verið í góðu skipsrúmi hjá Víglundi Jónssyni, út- gerðarmanni og skipstjóra í Ólafsvík, á bát hans Birni Jörundssyni, sem var 27 rúmlestir að stærð og þótti mikið skip. Víglundur var sjálfur skipstjóri á bátnum og þótti ntjög aflasæll og dugandi skip- stjóri. Við veiddum í dragnót og hafði Víglundur það fram yflr flesta skipstjór- ana í Ólafsvík, að hann var þaulkunnugur dragnótarbleiðunum fyrir sunnan Snæ- fellsnes, enda ættaður frá Amarstapa og nýtti sér sér það þegar ekki var unnt að stunda veiðar norðan við Nesið sökum ónæðis í norðanáttum. Tók hann þannig oft mikinn afla fyrir sunnan Nes þegar aðrir bátar frá Ólafsvík gátu ekki aðhafst á Breiðaflrðinum sökum veðurs. Ég hafði því haft góðar tekjur hjá Víglundi og lagt nokkuð fyrir enda reglusamur og spar- samur. Þegar jákvætt svar barst frá Laug- arvatni var því ekki til baka snúið og skólavist ákveðin. Ég virði það alltaf við Víglund þegar ég sagði honum frá þessu, að hann hvatti mig frekar en latti til að fara í skólann en gat þess um leið að hann hefði gjarnan viljað hafa mig áfram þar sem hann sæi í mér sjómannsefni og vitnaði þá gjarnan til samstarfs síns og samvinnu við Lárus heitinn, bróður minn og raunar einnig kynni sín af föður mín- um og Elínbergi bróður mínum, sem hafði þá verið vélstjóri hjá Víglundi í nokkur ár. Sjálfsaflafé á löngum menntavegi Þetta reyndist örlagarík ákvörðun og í raun ástæða þess að ég gekk menntaveg- 62 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.