Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 64
og athugasemda við ein- stök fög sem kennd voru og gamansemi Konna og léttleiki, einkum þegar félögum mínum fannst þungur róðurinn í nám- inu, heimþráin herjaði á þá og þeim fannst hlut- skipti sitt lítt eftirsóknar- vert. Allt gekk þetta þó vel að lokum og er mér ávallt minnisstætt úthald þeirra og seigla við nám- ið, sem margt var þeim algjörlega framandi, svo sem íslensk málfræði og áþekk fög. Stýrimaður á Glað SH 67 Er leið að prófum hafði það ráðist að ég færi vest- ur með Kristmundi sem stýrimaður á vs. Glað SH- 67, sem var 39 rúmlestir að stærð, smíðaður í Dan- mörku og gerður út af Halldóri Jónssyni. Bátur- inn hafði verið í slipp í Reykjavík frá því um haustið og beið því okkar við próflok. Var siglt vestur þegar að prófum loknum og báturinn und- irbúinn til veiða með þorsknet, sem þá höfðu á skömmum tíma rutt sér til rúms sem eitt aðal veiðarfærið á vetrarver- tíðum á Breiðarfirði í stað línuveiða. Var þegar hér var komið gjaman veitt með línu í janúar og febr- úar og síðan veitt með þorskanetum út vertíð- ina. Allt til netaveiða! I krafti áratuga reynslu okkar í sölu veiðarfæra tryggjum við viðskiptavinum okkar ávallt fyrsta flokks vöru á góðu verði. HETA5ALAIV SkútuvouI 12-L Sírnl 5EB IBIS Fax SBB IBB4 64 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.