Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 66
Ekki þótti taka því að hefja veiðar með
línu þegar við komum vestur um mánað-
amótin janúr og febrúar þótt vel liefði
flskast á línuna það sem af var vertíð. Bát-
urinn var því útbúinn til veiða í þorska-
net og fyrst lagt í byrjun febrúar. Lítið
veiddist fyrstu dagana en um miðjan
febrúar tók veiði að glæðast og má segja
að eftir það hafí mokflskast út alla vertíð-
ina og þegar yfir lauk þann 11. maí höfð-
um við lagt á land af þessum litla bát 930
tonn af þorski. Sama var að segja um afla
annarra báta. Hæstu bátarnir fengu um
og yflr 1.500 tonn og má þar nefna þær
miklu aflaklær, Sigurð Kristjónsson á
Skarðsvík og Tryggvajónsson ájökli. Má
þess t.d. geta, að meðalafli þeirra þriggja
báta, sem Halldór Jónsson gerði þá út og
framangreindir synir hans voru með,
nam rúmlega eitt þúsund tonnum að
meðaltali á bát
Ólafsvíkurflotinn endurnýjaður
Þegar hér var komið sögu stóð yfir
rnikil endurnýjun á flskiskipum Ólafsvík-
inga. Halldór Jónsson hafði þá samið við
Skipasmíðastöð Kaupfélags Eyflrðinga
(KEA) um smíði þriggja fiskiskipa en
stuttu áður höfðu þeir smíðað tvö fiski-
skip fyrir Ólsara: Jökul fyrir Víglund Jóns-
son og Hrönn fyrir Hauk Sigtryggsson og
félaga , sem bæði reyndust happafleytur.
Halldór Jónsson hafði þá fengið aflient
fyrsta skipið, Jón Jónsson SH 167, sem
var 67 rúmlestir að stærð og þótti hið
glæsilegasta skip. Jón Steinn Halldórsson
Ég fór með bátinn um
vorið í slipp í Reykja-
vík. Þurfti égjafn-
framt að ganga frá
ýmsum málum í Há-
skólanum vegna frá-
tafa minna frá nám-
inu. Fljótlega fréttist í
Háskólanum að til
stæði að ég færi með
bátinn til síldveiða og
föluðust margir nem-
endur eftir plássi á
bátnum. Flestir voru
þeir óvanir til sjós en
dugnaðarstrákar og
vanir að vinna. Á
reknetmum voru
gjarnan sex eða sjö
tók við þeim bát og farnaðist vel. Þetta
vor lauk smíði á vs. Steinunni SH 207,
sem var af svipaðri stærð og Jón Jónsson
og tók Kristmundur Halldórsson við
skipstjóm á þeim bát og var með hann
meðan hann var í eigu útgerðarinnar og
aflaði ávallt vel. Auk Glaðs var einnig í
eigu Halldórs vs. Bjarni Ólafsson, 36 rúm-
lesta smíðaður á ísafirði (Marselíusarbát-
ur), sem Leifur Halldórsson hafði þá tek-
ið við skipstjórn á. Umrædd vetrarvertíð
var fyrsta vertíð Leifs og aflaði hann
1.100 tonn á bátinn, sem var glæsileg
byrjun og um leið upphafið að aflasælum
og farsælum skipstjórnarferli hans.
Háskólastúdentar á síld
Nokkru fyrir lok vetrarvertíðarinnar
kont Halldór að máli við mig og bauð
mér að taka við skipstjórn á Glað, sem
fyrirhugað var að gera út á reknet þá um
sumarið svo sem gert hafði verið nokkur
undanfarin ár með þokkalegum árangri.
Ég sló til og tók það jafnframt fram að ég
yrði einungis með bátinn frarn á haustið
enda stóð til að halda áfram laganámi eft-
ir þetta hlé sem ég hafði gert á því þá um
veturinn.
Ég fór með bátinn um vorið í slipp í
Reykjavík. Þurfti ég jafnframt að ganga
frá ýmsum málurn í Háskólanum vegna
frátafa minna frá náminu. Fljótlega frétt-
ist í Háskólanum að til stæði að ég færi
með bátinn til síldveiða og föluðust
margir nemendur eftir plássi á bátnum.
Flestir voru þeir óvanir til sjós en dugn-
aðarstrákar og vanir að vinna. Á reknet-
mum voru gjarnan sex eða sjö menn í
skipshöfn; skipstjóri, stýrimaður, vél-
stjóri, matsveinn og tveir eða þrír háset-
ar. Tók ég þarna þá ákvörðun að ráða
nánast alfarið háskólanema á skipið. Þeg-
ar upp var staðið voru eftirgreindir lög-
skráðir skipverjar á bátinn auk mín; stýri-
maður var Pálmi Stefánsson verkfræði-
nemi, en hann hafði verið með mér í
Stýrimannaskólanum og auk þess vanur
sjómaður, vélstjóri var Gunnar Ingi-
mundarson verkfræðinemi á þriðja ári,
hann hafði lítillega verið til sjós en reynd-
ist vel í sinni stöðu. Matsveinn var Björn
Jónsson, þá skólastjóri í Vík í Mýrdal, en
hann var á miðjum aldri og hafði verið lít-
illega til sjós, en seinna kont í ljós að
hann hafði lítið sem ekkert fengist við
matseld. Hásetar voru Logi Guðbrands-
son, laganemi á fjórða ári, með öllu óvan-
ur til sjós en þekktur af dugnaði og harð-
fylgi, Bjarni Arngrímsson, miðaldra sjó-
maður ættaður frá ísafirði, sem ég þekkti
lítið til jYÍi og Aðalsteinn Guðbrandsson
mágur minn, þá verslunarmaður í Ólafs-
vík, en áður vanur sjómaður.
Játning kokksins
Mér er enn minnisstætt er við lögðum
frá Reykjavík um hádegisbil áleiðis til
' f
Halldór Jónsson útgerðarmaður, sem Jónatan kallar velgerðarmann sinn, var
STÓRHUGA OG LÉT SMÍÐA FYRIR SIG NÝJA BÁT, EINN ÞEIRRA VAR JÓN JÓNSSON.
66
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR