Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 71
Byijaði sextán ára hjá Rafver Rafverktaka- og innflutn- ingsfyrirtækið Rafver hf. var stofnað í maí 1956 og hef- ur því starfað í 41 ár. Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Rafvers hf. byrjaði hjá fyrirtæk- inu aðeins sextán ára gamall en keypti sig svo inn í það tví- tugur að aldri. Rafver sérhæfir sig í innflutningi á hvers kyns tækjum til notkunar í iðnaði, jafnt í sjávarútvegi sem og málm-, raf-, prent- og mat- vælaiðnaði. Kröfur um vist- vænt umhverfi, betri nýtingu orku og hagkvæmni í rekstri eru alltaf að aukast og hefur fyrirtækið lagt sig eftir því að vera leiðandi á því sviði til þess að mæta þessum kröfum. Fyr- irtækið byrjaði sem verktaka- fyrirtæki í raflögnum og hönn- un, en bætti síðan við sig inn- flutningi á verkfærum og tækj- um fyrir iðnaðinn. Hjá fyrirtæk- inu starfa nú 16 starfsmenn í 700 fermetra húsnæði í Skeif- unni 3. Ágúst segir að fyrirtækið flytji inn margar gerðir tækja sem hafa áunnið sér traust og ánægju viðskiptavina þess í gegnum árin. „Þau fyrirtæki sem við erum með umboð fyrir eru meðal annars ULTRAFILT- ER INTERNATIONAL sem framleiðir hreinsibúnað fyrir loftþrýstikerfi, KÁRCHER há- þrýstidælur og vatnssugur, SORTIMO lager- og varahluta- hillukerfi, SVEDAUVWEDA PUMP og ROBOT brunndælur og FEIN rafmagnshandverk- færi, bora og slípirokka og svo mætti lengi telja.“ Ágúst segir að FEIN sé elsti framleiðandi rafmagnshandverkfæra í heim- inum, hins vegar hafi FEIN ein- beitt sér að iðnaðarverkfærum. Það sem er nýjast í innflutn- ingi Rafvers og getur komið sjávarútveginum til góða er hreinsibúnaðurinn frá Ultrafilter fyrir loftþrýstikerfi. Ágúst segir að það vilji alltaf koma óhrein- indi í slík loftkerfi, bæði olía, ryk og vatn. „Þessi búnaður sem við erum með býður upp á heildarlausnir fyrir loftþrýsti- kerfi. Það er byggt upp á síum og mælum sem komið er upp og fylgjast með aðskotaefnum í loftinu. Það getur verið mjög mikið atriði í matvælaiðnaði að loftið sé eins hreint og kostur er. Þess vegna getum við einnig boðið viðskiptavinum okkar síur sem sjá um að sótt- hreinsa loftið í kerfunum. Eftir hreinsunina taka við sérstakar skiljur sem skilja út vatn, olíu og ryk og setja þau efni í sér- stök ílát. Óhreinindi vatnsins eru því innan þeirra marka sem kröfur eru gerðar um samkvæmt nýjustu stöðlum og óhætt að losa það beint í nið- urfall.“ Ágúst segir að þessi búnað- ur sé því mjög umhverfisvænn og taki mið af þeim kröfum sem uppi eru um auknar mengunarvarnir í iðnaði. Hann segir að búnaðurinn sé sjálf- virkur og þar af leiðandi orku- sparandi, vegna þess að ekki þurfi að tæma loftþrýstikerfin til þess að hreinsa þau eða opna fyrir loka til að tappa af vatni og olíum. „Við vorum að setja upp svona búnað við prentvél Morgunblaðsins. Einnig er Bakkavör hf að kaupa af okkur slíkan búnað, en það fyrirtæki sýður niður hrogn. Þannig að alls staðar þar sem viðamikil loftþrýsti- kerfi eru hluti af vélbúnaði nýt- ist þetta til sparnaðar og þrifa- legra umhverfis. Loft er dýr orkugjafi þannig að allur bún- aður sem bætt getur nýtingu ioftþrýstikerfa er af hinu góða. Ég myndi áætla að hér heima myndi sjálfvirki aftöppunar- búnaðurinn borga sig upp á rúmlega einu ári. Fyrir utan þægindin sem fylgir slíkum sjálfvirkum búnaði, að þurfa ekki að vera alltaf að tappa af kerfinu. Á hverju ári geta farið mörg tonn af óhreinu vatni í gegnum svona kerfi.“ Siðan 1984, þegar Rafver hóf innflutning á Kárcherdæl- um og ryksugum hefur fyrir- tækið verið með mjög stóra markaðshlutdeild af þeim vör- um. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið mjög stórir viðskiptavinir fyrirtækisins en einnig fyrirtæki í iðnaði, þar sem nauðsynlegt er að halda uppi góðum þrifn- aði. Ágúst segir að það sé eitt að selja og annað að þjónusta viðskiptavininn. „Við hjá Rafver höfum lagt metnað okkar í að vera með góðan lager af vara- hlutum og aukahlutum. Það er lág bilanatíðni í þessum tækj- um en hlutir geta alltaf bilað og við leggjum metnað okkar í að veita sem besta þjónustu og fylgjast vel með nýjungum. Þess vegna er ýmis konar ráð- gjöf einnig stór þáttur í starfi fyrirtækisins. Við reynum að fylgjast með þróuninni á mark- aðnum og erum alltaf að leita að einhverju nýju.“ ■ Sjómannablaðið Víkingur 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.