Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 74
Á.M. Sigurðsson í Hafnarfirði
Það má alltaf gera
gott betra
Feðgarnir Árni Matthías Sig-
urðsson og Sigurður Örn
Árnason eru stofnendur og
eigendurÁ.M. Sigurðsson í
Hafnarfirði sem hefur framleitt
fiskvinnsluvélar undir heitinu
MESA. Fyrirtækið hefur
starfað á tólfta ár og
hafa umsvif þess aukist
og dafnað jafnt og þétt
síðan. Jafnframt fram-
leiðslu MESA fisk-
vinnsluvélanna hefur fyr-
irtækið einnig verið að
hasla sér völl með inn-
flutningi á vogum og
vigtarkerfum frá fyrir-
tækinu NESCO á Englandi til
notkunar í fiskvinnslu og hvers
kyns matvælaiðnaði. Auk
þess hefur verið hönnuð fær-
anleg fiskþurrkunarsstöð hjá
fyrirtækinu og er ein slík stöð
nú I smíðum fyrir Færeyinga.
Nafnið MESA finnst mér at-
hyglisvert og spyr hvort að
það hafi tekið langan tíma að
finna það út. Það hljómi jafn-
vel útlenskuiega. Árni segir að
nafnið hafi komið til út frá upp-
hafsstöfum nafna hans sjálfs,
eiginkonu sinnar og barna,
síðan hafi þau bara raðað stöf-
unum fram og til baka þar til
MESA hafi verið lendingin.
Hann bætir einnig við að nafn-
ið sé þjált í munni og útlend-
ingar eigi ekki í neinum vand-
ræðum með að bera það fram
og það hljóti alltaf að teljast
kostur.
Fyrirtækið hóf rekstur í 35
fermetra húsnæði fyrir rúmlega
ellefu árum en nú er það í 400
fermetra plássi, þar sem fyrir-
tækið hefur verið síðast liðin
tvö ár. “Eftir því sem umsvifin
hafa aukist hefur húsnæðið
stækkað,” segirÁrni. “Við
stefnum meðal annars
að því að geta verið með
sýningaraðstöðu á fram-
leiðslu okkar og þeim
vörum sem við höfum
umboð fyrir. Útflutning-
urinn hefur alltaf verið að
aukast líka og við gerum
ráð fyrir að um 65 % -
70 % af framleiðslu okk-
ar fari á erlenda markaði
á þessu ári. Framleiðsla okkar
hefur farið víða um heim, en
mest er flutt til Norðurland-
anna, Evrópu og Kanada.”
Árni segir að hann sé nýlega
byrjaður að flytja inn vogir.
Það er hægt að tengja þessar
vogir tölvukerfum fyrirtækj-
anna, sem flýti allri vinnu og
auki hagræði. Hann segir að
tölvurnar og kerfin sjálf komi
uppsett til landsins, hins vegar
geti þeir smíðað öll færibönd
að og frá vogunum. Þannig
henta vogirnar vel þeirri fram-
leiðslu sem fyrirtækið er í.
„Það er hins vegar mikil sam-
keppni I þessum vigtarbransa.
En við erum með góða vöru og
höfum góð tengsl við markað-
inn, þannig að ég tel okkur
standa nokkuð vel að vígi. Við
getum boðið upp á innvigtun-
arkerfi og flokkara fyrir hvers
kyns vinnslu. Þetta er mjög
breið lína sem við verðum með
sem hentar bæði til sjós og
iands.”
Árni segir að þær vélar sem
smíðaðar séu hjá fyrirtækinu
miði að því að auka nýtingu
sjávarafla og auka verðmæti
þess sem komið er með að
landi. “Krafa dagsins er sú að
eftir því sem veiðar verða
meira bundnar kvóta og
verndunarsjónarmið ráða ferð-
74
Sjómannablaðið Víkingur