Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 15
Umræðan Hugleiðingar um framgang kvótakerfis Stjórnun fiskveiða svonefnd hófst hérlendis 1975 með setningu aflakvó- ta á skip við síldveiðar. Tveimur árum síðar, 1977, var sett sóknarmark við þorskveiðar. Enn tveimur árum síðar, 1979, voru upp teknir framseljanlegir aflakvótar á skip við loðnu- veiðar. Fjórum árum síðar, 1984, voru settir framsel- janlegir afiakvótar á skip, sem og sóknarmark við hotnsfiskveiðar. Og 1986 voru settir framseljanlegir aflakvótar á skip við loðnu- veiðar. Loks 1990 ,var upp tekin sú meginregla, að við allar veiðar yrðu framseljan- legir aflaltvótar. A tíunda áratugnum, þ.e. frá 1990, hefur sala kvóta færst mjög í vöxt, ekki aðeins á milli útgerða, heldur líka á milli land- shluta. Um sölu kvóta hefur verið viðhöfð þessi regla: Ef skip nýtir innan við 59% af aflakvóta sinum tvö ár í röð, missir það tilkall til kvóta við næstu úthlu- tun. Við sölu veiðiskipa hafa byggðarlög að vísu forkaupsrétt, en aflaheimildir eru ekki bund- nar við byggðarlög. Fram til 1996 mun markaðsverð framsel- dra aflakvóta úr einu byggðarlagi 1 annað hafa numið 14,5 milljörðum króna, (að fram kom 1 gtem ungs hagræðings i Frjálsri verslun 1977), en alls mun markaðsverð aflakvótanna nú vera um 200 milljarðar króna. Vangaveltur um breytingar Á KVÓTAKERFINU Haraldur Jóhannsson hagfræðingur I umræðunum um breytingar á kvótakerfmu hefur margt komið til álita, en segja má, að hugmyndir um þær séu af þren- num toga: A: Tilhnikanir á núverandi skipan veiðileyfa 1. Skal veiðileyfum úthlutað til eins árs, tveggja eða jafnvel þriggja- 2. Skulu starfandi útgerðarfyrirtæki njóta mikilla forréttinda eða forkaupsréttar við úthlutun? 3. Skal úthlutun veiðileyfa að nokkru ráðast af byggðarsjón- armiðum? 4. Skal verð veiðileyfa fara eftir afkomu útgerðarfyrirtækja, þ.e. vera form skattheimtu? 5. Skulu veiðileyfi boðin upp, a.m.k. að hluta? B: Hvernig verður unnið að úmbótum? 1. Með myndun félaga áhuga- manna. sem um mál þessi fjalla í fjölmiðlum, innan hagsmu- nasamtaka eða í stjórn- málaflokkum? 2. Með því að kveða saman landsráðstefnu, er sendi dlmæli til AJþingis um úrbætur? 3. Með stofnun félaga í bæjum og verstöðvum, er síðan mynduðu landssamtök, sem beittu sér fyrir umbótum, jafnvel með söfnun undirskrifta undir tillögur sínar. C: Dómstólaleiðir: 1. Með því að láta fyrir dóm- stólum reyna á lögmæti framsel- janlegra aflaheimilda, þ.e. á eignarhald á þeim. ■ Salan á Njarðvík VAR talvsert í umræðunni, ekki síst vegna KVÓTANS SEM FYLGDI BÁTNUM. A tíunda áratugnum, þ.e. frá 1990, hefur sala kvóta færst mjög í vöxt, ekki aðeins á milli útgerða, heldur líka á milli landshluta. Um sölu kvóta hefur verið viðhöfð þessi regla: Ef skip nýtir innan við 59% af aflakvóta sínum tvö ár í röð, missir það tilkall til kvóta við næstu úthlutun. Við sölu veiðiskipa hafa byggðarlög að vísu forkaupsrétt, en aflaheimildir eru ekki bundnar við byggðarlög. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.